25.9.2013 | 16:50
Lof lyginnar
Er ríkisstjórnin á móti öllum skynsömum málum
Svo virðist sem við Íslendingar sitjum uppi með ríkisstjórn sem er yfirleitt á móti öllum skynsömum málum. Við höfum þurft að horfa upp á margt furðulegt en þessi ríkisstjórn virðist smám saman vera komin í andstöðu við þjóðina.
Langsamlega flestir Íslendingar vildu fá að vita hvað samningar við Evrópusambandið byðu upp á. Sívaxandi er sá skilningur gagnvart Íslendingum að okkur hefur tekist að nýta fiskistofna við landið mjög skynsamlega ef við tökum makrílinn út. Og innan Evrópusambandsins er vaxandi skilningur fyrir sérstöðu landbúnaðar á Íslandi sem bæði er viðkvæmur og mjög heilbrigður. Landbúnaðarframleiðsla okkar stenst mjög háar kröfur til gæða enda er íslenskt búfé laust að mestu við ýmsa þá búfjársjúkdóma sem reynst hafa erfiðastir.
Íslenski markaðurinn er aðeins um þriðjungur milljóna manns auk þeirra erlendu ferðamanna sem hingað sækja. Framleiðsluaukning okkar miðar því fyrst og fremst við fjölgun ferðamanna en forystusauðir landbúnaðar á íslandi ættu sem minnst hugsa um útflutning íslenskra landbúnaðarvara nema þá helst skyrs sem hvergi er eins og á Íslandi.
Nú hefur ríkisstjórnin skorið herör gegn náttúruverndarlögunum. Þó svo annmarkar væru á þeim lögum er nauðsynlegt að hverfa aftur til fyrra ástands? Hvað er það sem ríkisstjórnin er á móti og af hverju ekki að leggja fram frumvarp til breytinga?
Einu sinni greip kóngur fram fyrir hendurnar á Alþingi og innleiddi önnur lög en áður hafði gilt. Voru þessi lög eða öllu fremur ólög nefnd réttarspillir.
Sigmundur Davíð er auðugasti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi Íslendinga. Hann beitir sér hvern einasta dag að hygla þeim sem þegar hafa nóg en þess á milli reynir hann með loðnu orðagljáfri að varpa fram einhverjum vonum hinna um betri tíð. Þetta þótti ætíð á Íslandi vera merki um óviturlega meðferð valds.
Sigmundur Davíð hefur hagað sér eins og kafbátur. Hann var alltaf á móti Icesave samningunum og mun vera einn af helstu hugmyndafræðingum þeirra sem vildu grafa sem hraðast undan ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Sú hrifning sem hann hratt af stað var byggð á tilfinningarökum en engir skynsemi. Nú hefur komið í ljós að alltaf hafði verið til nægir fjármunir í þrotabúi gamla Landsbankans að dygði fyrir skuldbindingunum.
Tilgangur Sigmundar Davíðs var alltaf sá að grafa undan trausti ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms sem var mjög í anda Marðar Valgarðssonar. Sá hefði verið stoltur af þessum lærisveini sínum sem getur komist upp með allt, jafnvel komið fram á sundurlausum skóm frammi fyrir alþjóð með bandaríkjaforseta sem vitni!
Lög um náttúruvernd afturkölluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.