13.9.2013 | 09:29
Er viðgerð raunhæf?
Gömul hús þarfnast mikils viðhalds. Mörgum er eftirsjá að gömlum húsum og er það skiljanlegt. Hins vegar getur viðhald og viðgerðir verið bæði kostnaðarsöm og fyrirhafnarmikil, m.a. vegna lélegra byggingarefna í upphafi. Gömlu steinhúsin voru oft byggð af vanefnum og farin ódýrasta og hagkvæmasta leiðin.
Þó svo að gömul hús kunni að vera viðgerðarhæf er alltaf spurning hversu raunhæft það er. Fúaspýtum er unnt að skipta út en hvernig er ástand sökkuls og fleira sem máli skiptir? Hús sem ekki er talið hafa verið íbúðarhæft fyrir 20 árum getur varla talist í betra ástandi núna.
Þó svo að hús standi uppi, þá er spurning um innra burðarvirki þess og álitamál hvort geti borið uppi nýtt og efnismeira byggingarefni.
Oftast er hagkvæmasta leiðin að mæla allt upp, taka myndir, rífa allt sem ekki verður notað og endurgera mannvirkið sem líkast því sem upphaflega var. Þetta hefur víða verið gert með góðum árangri.
Austur í Suðursveit á þeim fyrirmyndarbæ Smyrlabjörgum var gamla húsið frá 1937 rifið en nýtt tvöfalt stærra hús byggt í nánast sama stíl og það fyrra. Þetta mættu fleiri taka sér fyrir hendur, þarna er gamlar byggingar endurgerðar og allt lítur út eins og áður var. Þarna er farin hagkvæm leið sem jafnframt er ódýrari.
Austur á Fáskrúðsfirði er unnið að endurgerð Franska spítalans. Ástand hans var vægast sagt hörmulegt eftir meira en hálfrar aldar veru á Hafnarnesi þar sem vindur og veður léku bygginguna grátt. Mjög líklegt er að einungis innviðir hússins hafi verið nýtanlegir.
Kárastaðir hafa verið kunnugt kennileiti í þjóðleið. Vonandi er að unnt verði að endurgera húsið í sama stíl og áður ef viðgerð þess telst ekki raunhæf.
Góðar stundir.
Vill friðlýsa handónýtt íbúðarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.