Skiljanleg sjónarmið

Hver vill kaupa landbúnaðarafurðir sem vitað er að hafa verið framleiddar við ófullnægjandi aðstæður? Langsamlega flestir bændur eru meðvitaðir um eins og vandaðir kaupmenn að þeir selja aðeins einu sinni gallaða vöru.

Sem neytandi vil eg ekki kaupa landbúnaðarvörur sem eg veit að eru framleiddar með þeim hugsunarhætti að framleiða meira að magni en gæðum. Því miður eru nokkrir skussar í landbúnaðinum sem eyðileggja markaðinn fyrir öðrum þar sem þeir hugsa meira um magnið en gæðin. Þeir reisa sér hurðarás um öxl, hafa allt of mikið af búfé sem þeir geta ekki undir neinum kringumstæðum sinnt eins og ber að vænta.

Ill meðferð á skepnum á ekki vera verðlaunuð með því að taka þessa skussa í sátt án þess að þeir hafi sinnt sínum skyldum gagnvart búsmala sínum og samfélaginu.

Þeir eiga að finna sér önnur verkefni sem þeir ráða betur við og eru ekki öðrum til vansa. 


mbl.is MS vill ekki mjólkina frá Brúarreykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ALgjörlega sammálaa.

En maður spyr, af hverju fá þessir skussar frá Brúarreykjum aftur og aftur sénsa ?

Ef það er verið að brjóta reglur, þannig að menn missa framleiðsluleyfið, á einfaldlega að svifta þá leyfinu.

Þeir hafa sýnt að þeim er ekki treystandi.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband