Breskir braskarabræður

Þessir Tchenguiz bræður munu Íslendingar ætið minnast sem einhverra gæfusnauðustu braskara sem hingað hafa komið. Þeir höfðu 46% af lánasafni Kaupþings, gríðarlegt fé sem nú mun vera að öllum líkindum með öllu glatað eða fyrirkomið í skattaparadísum fjarri íslenskum veruleika.

Það er ótrúlegt hve þessir menn gátu mjólkað íslenskt samfélag. Annar bræðranna var síbrosandi, var í stjórn Exista og sló um sig rétt eins og aðrir, Bakkabræður og fleiri frægir með endemum. 

Það er sérkennilegt að formgalli í rannsókn breskra skattyfirvalda hafi gefið þeim tilefni að leggja fram himinháar skaðabótakröfur. Og að ráða sérstaka njósnara til að afla sönnunargagna gerir þetta eins og í bestu reyfurum sakamálabókmenntanna.

Brask er eitthvert auðvirðulegasta starf sem unnt er að hugsa sér. Að skilja eftir sig slóða vanefnda, blekkinga, svika og óreiðu virðist hafa verið n.k. stjórnenda Kaupþings banka. Þeir virðast hafa treyst viðskiptavinum sínum á borð við Robert Tch. og fleiri áþekkra.

Svona menn ættu að vera gerðir útlægir í venjulegu samfélagi og með öllu heimilt að koma hingað til lands nema greiða skuldir sínar.

Og það er ótrúlegt að Framsóknarflokkurinn virðist vera meira og minna eins og lifandi eftirmynd þessara skuggalegu manna. Á þeim bæ vilja menn ráða öllu og ráðstafa eignum og fé en þjóðin má borga brúsann.


mbl.is Tchenguiz með ísraelska njósnara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brask er eitthvert auðvirðulegasta starf sem unnt er að hugsa sér.

Eitt starf er auvirðulegra. Það eru málaliðarnir sem svona gaurar hafa á snærum sínum.

Skyldi engum koma á óvart að þeir skuli hafa verið uppgjafarliðar úr Mossad.

Harðsvíruðustu leyniþjónustu nokkurs þjóðríkis. Líkur sækir líkan heim.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband