28.6.2013 | 16:47
Ótrúlegt!
Þegar slys verða þá er spurt: mátti koma í veg fyrir slysið?
Í þessu tilfelli er ung stúlka við vinnu við vægast sagt mjög krítískar og hættulegar aðstæður. Þarna hefðu vanir menn að öllum líkindum séð betur fyrir hvernig átti að standa að þessu verki.
Fram kemur að leiðbeiningar hafi stúlkan ekki fengið nema mjög almennar. Þarna hefur upplýsingaskylda og að öllum líkindum góð verkstjórn brugðist.
Alvarleg slys eru dapurleg.
Þetta er ekki eina alvarlega slysið sem verður í álbræðslu á Íslandi og kemst í fréttir. Fyrir nokkrum árum varð slys í álbræðslunni á Grundartanga þar sem þungt stykki féll á starfsmann. Starfsfélagi hans brást við og slasaðist við björgunarstörfin. Bæði fyrirtækið og tryggingafélagið neita bótaábyrgð eins og í þessu tilfelli. Það er umhugsunarvert hvernig hugsunarháttur stjórnenda þesara fyrirtækja er gagnvart slösuðum starfsmönnum. Flestir myndu samþykkja bótaskyldu og bæta fyrir líkamstjón og tekjutap.
Er kannski svo komið hjá þessum álfyrirtækjum að ekki megi undir neinum kringumstæðum reikna með neinum útgjöldum vegna slysa?
Þess má geta að á sínum tíma voru öryggismál í ábræðslunni í Straumsvík til fyrirmyndar hér á landi. Þar á bæ var einna fyrst lögð gríðarleg áhersla á slysavörnum og tryggja sem best öryggi starfsmanna, m.a. með notkun öryggishjálma. Er orðin breyting með nýjum eigendum?
Vann málið gegn Alcan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er stórfurðulegt hvernig fyrirtæki og þá sérstaklega tryggingafyrirtæki haga sér við þá sem lenda í slysi við störf.
Til hvers eru tryggingar ef ekki til að bæta þeim aðila sem verður fyrir slysi viðunnandi bætur?
En aftur og aftur heyri ég og les um að þeim sem ber skylda að greiða slysabætur færast undan því og berjast á móti því að greiða bæturnar.
Þetta getur tekið langan tíma og sá aðili sem fyrir slysinu verður getur lent í miklum fjárhagsörðugleikum á meðan lögfræðingar þrasa í dómsölum vegna þess að það eru engar tekjur til að greiða reikninga heimilsins.
Hvernig væri að setja á sérstakan vinnuslysadómstól svo að slysamál verði tekin fyrir dóm innan tveggja mánaða og dæmt í málinu, ekki seinna en mánuði eftir að málið kemur fyrir dóminn.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 17:18
Ja hvernig er það? nú standa álverin tæpt fjárhagslega, en samt er til peningur til slysabóta starfsmanna hélt ég. Annars er föst stefna sumra að ekkert skuli borga og ekkert viðurkennt og ekki staðið við neina samninga og svona er bara stefna multi-samsteypunnar í starfsmanna málum.
Eyjólfur Jónsson, 28.6.2013 kl. 17:25
Stefnan hjá þessum fyrirtækjum er sú sama og hjá tryggingarfélögunum þegar kemur að greiðslum vegna slysa. Öllu kröfum er sjálfkrafa neitað án tillits til réttarstöðu þess sem fyrir slysinu verður. Fólk verður einfaldlega að fá sér lögfræðing og fara í mál annars fær það ekki neitt, svo einfalt og sorglegt er nú bara það.
Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 17:26
Tryggingafélög hugsa fyrst og fremst um að græða peninga og næta þessvegna helst til öllum bótakrföfum, jafnvel þó svo að það liggi í augum uppi að þeir séu bótaskyldir. Það er alltaf möguleiki á því að tjónþoli falli frá málsókn, eða að mál vinnist á formgöllum. Þá geta úrhrökin sem stjórna tryggingafélögunum, skálað í kamapvíni og borgað sjálfum sér hærri bónusa.
Guðmundur Pétursson, 28.6.2013 kl. 18:03
Jóhann: Vinnuslysadómstóll? Ætli dómstólarnir á Íslandi s´æeu ekki fullfærir um að sinna þessum málum í 320.000 manna samfélagi.
Eyjólfur: sitthvað bendir til að álbræðsluiðnaður sé í tilvistarkreppu. Meira að segja í Ameríku hafa menn uppgötvað að unnt sé að spara 95% orku með endurvinnslu.
Maron: Sennilega er þetta rétt mat hjá þér og miður að þetta reynist vera ákvörðun hjá þessum fyrirtækjum.
Guðmundur: Sammála þér að tryggingafélög reyna að hámarka gróðann sem mest. Þú ert tryggður fyrir öllu meðan ekkert kemur fyrir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2013 kl. 19:01
Ekki sýnist mér það þetta slys sem var verið að dæma í var ekki að gerast í síðustu viku eða síðasta mánuði.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 28.6.2013 kl. 19:19
Þessi mál versnuðu eftir að rannvei Rizt tók við forstjórastöðu.
Hörður Einarsson, 28.6.2013 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.