27.6.2013 | 00:20
Byrjar í Bráðræði og endar í Ráðaleysu
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs byrjar á bröttustu kosningaloforðum sem nokkru sinni hafa sést. Hann hefur feril sinn sem forsætisráðherra ríkisstjórnar sem telur sér allt heimilt:
Gefa Evrópusambandinu langt nef og telja sig hafa umboð þjóðarinnar að hafna öllum samskiptum við það þrátt fyrir að þjóðin hefur aldrei verið spurð.
Umhverfismálunum er sópað undir teppið rétt eins og það sé með öllu óþarfur málaflokkur.
Konum er sýnd lítilsvirðing með því að viða hvorki kynjakvóta í nefndum og ráðum né sendisveitum til annarra ríkja.
Auðmönnum eins og útgerðarmönnum er sýndur sérstakur skilningur með því að leggja fram frumvarp um lækkun á auðlindagjaldi.
Þá er námsmönnum sýnt fyllsta lítilsvirðing með stórkostlegum niðurskurði á tillögum til námslána.
Og nú á að veita embættismönnum Hagstofunnar einstakt eftirlitsvald sem sennilega hvergi þekkist í gjörvallri veröldinni nema ef vera skyldi í sumum einræðisríkjum þar sem yfirvöld vilja vita gjörla um allt stórt sem smátt sem borgarana viðkemur.
Hvar auðmaðurinn og forsætisráðherrann Sigmundur Davíð hyggst næst beita sér skal ósagt látið.
Flest bendir til að ferill hans byrji í Bráðræði og endi í Ráðaleysu.
Þess má geta að bæir tveir gengu undir þessum sérkennilegu nöfnum í Reykjavík á ofanverðri 19. öld.
Bráðræði var vestarlega í Vesturbænum þar sem Hringbrautin endar og Bráðræðisholt dregur nafn sitt af en Ráðaleysa var hús eitt nefnt norðarlega í Skólavörðuholti sem byggt var í stórgrýtisurð og stóð lengi eitt sér, nokkru sunnan við Laugaveg 40 fyrir þá sem meira vilja vita.
Ofboðslega langt gengið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann hefur umboð þjóðarinnar annars væri hann ekki Forsætisráðherra, eða hvað? Eru ekki kosningar til að sækja umboð þjóðarinnar?
Skil ekki svona rökræðu.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 02:41
Erfitt kann fyrir þá sem fylgja Sigmundi Davíð að málum að sætta sig við að maðurinn sá er ekki alveg eins og hann er séður. Sá sem tekur sér kosningaaðferðir Berlúskónís til fyrirmyndar má reikna með harkalegri umræðu. Stjórnmál eru harður heimur þar sem ekki gengur upp að komast með vafasamar aðferðir við að ná völdum og halda þeim. Þeir sem telja stjórnmál vera leikur einn þar sem þeir telja allt leyfist, ættu að gera sér fyllilega grein fyrir því að kemst um strákinn Tuma fyrr en seinna.
Mættu landshornaflakkarar eins og Jóhann houstonfari Kristinsson taka þessar glósur til alvarlegrar athugunar.
Guðjón Sigþór Jensson, 27.6.2013 kl. 09:07
Mikil er vizka þín Guðjón.
Ég hef nú lesið pistla þína undanfarinn ár og ekki sá ég þennan hroka gagnvart fyrrverandi Ríkistjórn þó svo að hún starfði eins og gamla sovétið.
Lög og reglur voru höfð að vettugi enda var verið að dæma ráðherra í dómsstólum fyrir starfsafglöp, en það breyti littlu.
Það vantar framkvædarvald um að gera eitthvað við lögbrot ráðherra og ekki fer framkvæmdarvaldið að gera neitt við sjálft sig.
Kosningar eru ný afstaðnar og þessu gamla sovét hyski var hent út í horn so to speak, og hafa engir stjórnarflokkar fengið aðra eins rasskellingu og þeir sem stjórnuðu undan farin fjögur ár.
En Guðjón skilur þú ekki að umboð þjóðarinar er fengið í kosningum og sá flokkur eða flokkar sem geta myndað meirihluta Ríkisstjórn eru þar með umboði þjóðarinar?
Ef það er eitthvað erfit að skylja þetta Gujón minn, þá er bara að líta aftur í gömlu skólabækurnar í þeim fræðum sem þú ert með gráður í, hlýtur að finna þar hvernig umboð þjóðar er fengið.
Með beztu kveðju frá Houston
Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 10:28
Hvað er að frétta af hækkun á tekjum öryrkja? Það skiptir meira máli.
Barry Manilow (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 14:08
Hey Barry sing a song, það skiptir miklu meira máli.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 27.6.2013 kl. 14:52
Ætli það sé ekki töluvert langur vegur frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur aftur til gamla Sovétsins. Sennilega má rekja leiðina skemur til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þar sem flokksræðið var ofar öllu!
Varðandi tekjur öryrkja þá má rifja upp að Öryrkjabandalagið sá sér tilefni að höfða tvívegis málaferli gegn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fyrir meint afglöp og jafnvel svik um aldamótin síðustu.
Auðvitað hafa lífskjör örykrja aldrei þótt góð. Sennilega voru þau einna skást fyrir um 40 árum en þá var ríkisstjórn sem lagði sérstaklega rækt við að bæta kjör þeirra. Þá var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Magnús Kjartansson sem Morgunblaðið kvað vera einn versta Kremlarmann sem þekkst hefur norðan Alpafjalla. Eigi var hann tryggari Kreml meira en svo að hann gerði jafnmikið grín af þeim og morgunblaðsmönnum. Hefði það að öllum líkindum þótt goðgá hjá innmúruðum Sovétáhangendum.
Annars held eg að meiri hætta stafi nú af Kína og Nató fremur en Evrópusambandinu og kannski því gamla Sovét sem kommagrýlan var nefnd eftir fall kommúnismans sem vonandi eniginn saknar, nema ef vera kynni nokkrar íhaldssálir á Íslandi. Góð og gild rök má draga fram til að styðja þau sjónarmið.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 27.6.2013 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.