18.6.2013 | 14:50
Áróðursbragð Bjarna
Athygli vekur að Bjarni kveður uppsafnaðan halla Ríkissjóðs vera um 400 milljarðar frá árinu 2009. Í raun og veru var hallinn sem varð 2008 margfalt meiri og ríkisstjórn Jóhönnu kom þessari fjárhæð verulega niður. En auðvitað var það ekki ríkisstjórnin heldur var það uppsafnaður mismunur á innflutningi og útflutningi sem flesta mánuði var jákvæður (þ.e. útflutt verðmæti voru meiri en innflutt). Þetta stafaði m.a. af því að traust á Íslendingum var nánast ekkert þegar líða tók á árið 2008. Því var ekki unnt að efna til lánsviðskipta. Allt þurfti að staðgreiða eða með óhagkvæmum kjörum.
Ríkisstjórn Jóhönnu vildi sem fyrst koma okkur út úr ógöngunum m.a. að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. En forseti landsins tók sér meira vald en þekkst hefur og greip fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni, Sigmundi Davíð og hans liði til þóknunar.
Björgvin Guðmundsson hefur reiknað út að ef gengið hefði verið frá Icesave skuldunum hefði hagur okkar Íslendinga verið a.m.k. 60-100 milljarða hagstæðari en nú. Þá hefði lánstraustið strax orðið okkur í hag með hærra lánsfjármati. Hagvöxturinn hefði aukist hraðar og allt samfélagið fyrr tekið við sér. Á þetta má ekki minnast fremur en bannfærð sjónarmið. Tilfinningavellan á að stjórna för en ekki skynsemin og raunsæið eins og það blasir við í veröldinni.
Við skulum athuga hve ártalið 2009 hefur mikið áróðursgildi fyrir viðhorf Bjarna. Það er eins og enginn aðdragandi ársins 2009 hafi verið til. Hruninu og braskinu á að sópa undir teppið, draga línuna við 2009, uppsafnaður hallinn er ríkisstjórn Jóhönnu að kenna.
Þá er mjög sérkennilegt að núverandi ríkisstjórn ætlar að stífa niður tekjustofna Ríkissjóðs, m.a. með lækkun á veiðigjaldi. Það á kannski að kenna ríkisstjórn Jóhönnu um að hafa ekki reynt að auka tekjurnar.
400 milljarða uppsafnaður ríkissjóðshalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í raun hefur það ekki verið tekið upp hvort að sú tala er stöglað er á varðandi greiðsluþrot seðlabanka 192,1 ma sé að frádregnu söluverði FIH bankans (rúmir 70 milljarðar)
Hvor staðan sem er tekin að þá eru skuldir ríkisjóðs í lok árs 2008 670 ma. Þær eru í lok árs 2012 1920 ma og fjárlög 2013 gera ráð fyrir 120 ma í nýjar lántökur. Það setur áætlaða heildar skuldastöðu ríkisins í 2040 ma. Þó að frá séu dregnir AGS peningarnir 530 ma standa enn eftir 840 ma. Séu dregnar af skuldbindingar til LSR koma nálægt téðum 400 ma út.
Óskar Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 16:35
"Ríkisstjórn Jóhönnu náði þessum tölum verulega niður"....
Ekki alveg.
Hrikalegur skammtímavandi var gerður að slæmum langtímavanda.
Þó að AGS lánunum hafi verið skilað að þá "gleymdu" þau skötuhjá að segja frá því að önnur hærri voru tekin í staðinn.
100 ma var "skilað" 2011 og 118 ma teknir að láni (upphæðin + vextir)
Sama liggur fyrir í ár (síða 6 "C-hluti" í fjárlagafrumvarpi) þ.e.a.s. að "skila" 300 ma og taka lán uppá 320 ma. Ath verður einnig að AGS lánin báru 3,15% vexti en nýju lánin hafa 5,7-6% vexti. Vaxtakostnaður mun því hækka verulega og nálgast 100 ma á ári.
Óskar Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 17:12
Ekki hefi eg nýjustu heimildir en þessi mál verða sjálfsagt tilefni endalausra skoðanaskipta. Eigi trúi eg því að tekin hafi verið óhagstæðari lán til að borga upp hagstæðari. Hvar hefurðu rekist á þetta Óskar og eru þetta traustar og hlutlausar heimildir? Þetta hljómar eins og áróður.
Þá má spyrja: Hver var fjárhæðin sem Davíð mokaði út úr Seðlabankanum þegar hann afhenti á sínum tíma óreiðumönnunum gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar? Fræg varð síðan yfirlýsing hans að við borgum ekki skuldir óreiðumanna! En það var í lagi að afhenda þeim gjaldeyrisvarasjóðinn eins og hann lagði sig örfáum vikum fyrr án fullnægjandi trygginga eða veða!
Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2013 kl. 23:53
Davíð fékk FIH bankann sem hefði að fullu staðið undir ástarbréfunum.
Danir með þarlenda ríkissjóði tóku aftur á móti svipað og við höfum boðað á erlendu kröfuhafana og neyddu í gegn sölu langt, LANGT undir verðmæti bankans.
Ekki er allt áróður þó að þú trúir því ekki.
Það var einfaldlega svo að AGS þurfti að sýna frammá að við værum á "góðum stað".
2011 Var farið í skuldabréfaútboð í USA og fengust þar 5,75% vextir. Þá var "skilað" á móti parti af AGS láninu sem var fyrst á gjalddaga nú á vordögum. Það lán var með 3,15% vöxtum.
Allt kemur þetta fram á fjárlögum undanfarinna ára. Það eru bara óskaplega fáir sem nenna að rýna slíkt og skoða í kjölinn.
Óskar Guðmundsson, 19.6.2013 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.