Gætu tekjur af hvalaskoðun orðið meiri en af veiðum?

Undanfarin ár hefur ekki verið vænlegt að veiða hvali. Viðskipti með afurðir af hvölum hafa gengið treglega og með öllu óvíst hvernig gengur. Annmarkinn er að eina þjóðin sem sýnir hvalveiðum Kristáns Loftssonar áhuga eru Japanir sem sjálfir vilja veiða hval eins og Kristján.

Eru þetta hyggindi?

Oft hefi eg hitt Kristján á aðalfundum HBGranda. Þegar hann er hvattur til að söðla um, breyta hvalveiðiskipunum og skella sér í hvalaskoðun, þá er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi! Hann minnir þá einna helst á skipsstjórann í sögunni heimsþekktu Moby Dick eftir Hermann Melwill (1819-1891). 

Vel gæti eg trúað að það gæti gengið upp. Hvalveiðiskipin eru knúin gufuvélum, eldri tækni sem vekur athygli ferðamanna engu að síður en hvalirnir. Þessi skip geta sótt lengra en litlu hvalveiðiskipin og boðið viðskiptavinum sínum upp á stórhveli rétt eins og þeir sýna fyrir norðan frá Húsavík.

Í stað þess að standa í ströngu og valda vandræðum gæti Kristján allt í einu orðið aðalútrásin í hvalaskoðun á Íslandi. Hvar í veröldinni væri unnt að bjóða ferðafólki aðra eins þjónustu með þessum einstöku skipum Kristjáns? Í stað þess að græða á hvalveiðum með miklu basli væri unnt að moka inn peningum með jafnvel minni tilkostnaði!

Reynsla við hvalveiðar gæti reynst vel við hvalaskoðun. Þessar gömlu kempur sem þekktu slóðir hvalanna eins og lófana á sér, gætu miðlað miklum fróðleik áfram til komandi kynslóða.

Góðar hvalaskoðunarstundir!


mbl.is Hvalbátarnir úr höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki rétt Guðjón að Hvalveiðimenn hafi sett sér veiðikvóta 1908 og orðið þannig einhver fyrsta veiðiþjóðin til að setja svona takmarkanir á veiði úr sjó

Það virðist ekki vera að dregið hafi úr hvalaskoðun þrátt fyrir hvalveiðar Öll fyrirtækin í Hvalaskoðun hafa verið í stanslausri aukningu undanfarin 10 ár og sérstaklega þar sem hvalveiðar hafa verið

Mannskepnan er nefnilega dálítið skrítinn skepna og virðist njóta þess að sjá öðrum blæða (nautaat íshokki hnefaleikar og allskyns bardagaíþróttir)

sæmundur (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 08:50

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, hvernig væri að hvalskoðunarfyrirtækin tækju sig til og skoðuðu að borga skatt svona við og við, það gera jú hvalveiðimenn. Hvalaskoðun er í dag lítið annað en hávært sníkjudýr sem neitar að borga skatta(VSK) þar sem þeir kalla sig Stædó.

Þar fyrir utan væri hvalaskoðun ekkert án hvalveiða

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.6.2013 kl. 10:07

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ekki horfa bara á hvað fæst fyrir hvern hval í peningum.  Við hvern veiddan hval eykst fæðuframboðið fyrir nytjafiska okkar og Japanir fá sitt hvalkjöt og þá má minnka álagið á hvalaslóð í suðurhöfum.  Við þurfum að auka hvalveiðar hér við ísland og draga frekar úr þar sem er ofveitt, ef svo er.

Síðan þarf að skattleggja ofsagróða hvalaskoðunarfyrirtækja

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.6.2013 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæmundur: Hvalveiðimenn settu sér engan kvóta það best eg veit heldur veiddu þangað til ekki borgaði sig að stunda hvalveiðar frá Vestfjörðum. Þá voru sumar stöðvarnar fluttar til Austfjarða und hvalir voru friðaðir 1915.

Um sögu hvalveiða fyrrum hefur Trausti Einarsson sagnfræðingur ritað mjög gott rit.

Sem leiðsögumaður hefi eg þá reynslu að Jónsson þingmannssonur hafi gerst ansi nærgöngull hvalaskoðunarfyrirtækjunum á Faxaflóa og fælt smáhveli. Oft hefi eg farið í 3ja tíma ferðir um Faxaflóa án þess að hópurinn hafi séð eitt einasta kvikyndi. Hrefnuveiðar fara alls ekki saman við hvalaskoðun.

Brynjar: Verðum við ekki að treysta því að reglur um sjóðvélar og bókhald sé framfylgt af hvalaskoðunarfyrirtækjum sem öðrum heiðarlegum fyrirtækjum. Mér finnst athugasemd þín því ekki vera sérlega málefnaleg.

Hallgrímur: Ekki treysti eg mér að leggja mat á sjónarmið þín enda enginn fagmaður á þessu sviði. Varðandi fæðuframboð þá eru hvalir mikilvægur hlekkur í fæðukeðju hafsins. Þegar þeir deyja hvenær sem það verður, þá verður mikilsverður lífmassi þeirra undirstaða annarra lífvera sem aftur nýtist öðrum tegundum. Ef við tökum út úr þessari hringrás lífsins í sjónum, erum við þá ekki að breyta töluverðu? Sama má auðvitað segja um fiskveiðar.

En hófleg nýting ætti að vera í lagi. Hins vegar eru hvalveiðar nánast óþarfar enda fáum við næga fæðu af öðru. Fyrir hundrað árum var það ekki nema í bestu árum sem Íslendingar höfðu nóg að eta. Sennilega hafa síðustu kynslóðir ekki þurft að fara svangar í háttinn eins og oft tíðkaðist áður. Þá má ekki gleyma þessum pólitíska áróðri sem fylgir hvalveiðum. Heilbrigð skynsemi segir að þær séu með öllu óþarfar.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.6.2013 kl. 14:21

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Verðum við ekki að treysta því að reglur um sjóðvélar og bókhald sé framfylgt af hvalaskoðunarfyrirtækjum sem öðrum heiðarlegum fyrirtækjum. Mér finnst athugasemd þín því ekki vera sérlega málefnaleg" Það er gott að þú treystir þeim,því ég gerið það ekki.

http://www.visir.is/greida-engan-virdisaukaskatt/article/2013130619906

 "Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum." Þetta er lítið annað en skattsvik og svört atvinnustarfsemi

"Hins vegar eru hvalveiðar nánast óþarfar enda fáum við næga fæðu af öðru. Fyrir hundrað árum var það ekki nema í bestu árum sem Íslendingar höfðu nóg að eta. Sennilega hafa síðustu kynslóðir ekki þurft að fara svangar í háttinn eins og oft tíðkaðist áður. Þá má ekki gleyma þessum pólitíska áróðri sem fylgir hvalveiðum. Heilbrigð skynsemi segir að þær séu með öllu óþarfar." Er ekki alt ein hægt að segja "Hins vegar er hvalaskoðun nánast óþörf enda fáum við næga afþreyingu af öðru. Fyrir hundrað árum var það ekki nema í bestu árum sem Íslendingar höfðu nóg að gera. Sennilega hafa síðustu kynslóðir ekki þurft að fara snemma í háttinn eins og oft tíðkaðist áður. Þá má ekki gleyma þessum pólitíska áróðri sem fylgir hvalaskoðun. Heilbrigð skynsemi segir að það séu með öllu óþarft." Þessi setning er álíka gáfuleg og sú upprunalega

Brynjar Þór Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband