23.5.2013 | 10:13
Drengileg afstaða Björns Bjarnasonar
Mér finnst Björn hafa sýnt mikið drenglyndi gagnvart fráfarandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Forsetinn er í þjónustu allrar þjóðarinnar en ekki Framsóknarflokksins eingöngu. Hann á ekki að gera mönnum og konum mannamun og er því vegna yfirlýsinga hans langt yfir það að vera hafinn yfir gagnrýni. Þegar forsetanum verður á í messunni, þá má reikna með að hann verði gagnrýndur ótæpilega.
Við skulum minnast þess að aðdáun Ólafs Ragnars var ekki síður mikil á svonefndum útrásarvíkingum sem í raun reyndust vera siðlausir braskarar og fjárglæframenn hver um annan þveran.
Þegar ævisaga Ólafs var rétt útkomin, varð hrunið og stoppa varð dreifingu á ritinu sem innihélt mikla aðdáun og lof á útrásinni mislukkuðu. Eyða varð þegar prentuðu upplagi, rífa varð stóra kafla úr handritinu áður en það hafði verið prentað að nýju. Slík var áhugi forsetans fyrir braskinu!
Og nú hefur Ólafur Ragnar fundið nýjan fulltrúa braskvaldsins og þvílík aðdáun að henni er lýst fjálglega út um allar koppagrundir jafnt innanlands sem erlendis!
Eigum við ekki að sjá hvernig reynslan verður af þessari ríkisstjórn með vægast sagt einhverja þá einkennilegustu stefnuskrá sem um getur, sbr. umhverfismálin: þar á Ísland að vera til fyrirmyndar í öllum heiminum hvorki meira né minna en áður en þessi ríkisstjórn tekur við völdum á að pakka Umhverfisráðuneytinu niður í skúffu í Landbúnaðarráðuneytinu! Svo á greinilega að slátra Rammaáætluninni því það á ekki að gefa náttúru landsins minnstu vægð. Rányrkjuna á að hefja til vegs en ekki til virðingar að sama skapi. Sjálfsagt fer hagvöxtur upp úr öllu valdi en sé hagvöxtur meiri en náttúran getur gefið af sér, er um rányrkju að ræða.
Satt best að segja skil eg ekkert í þessu, hvernig gat 51% af þjóðinnni kosið þetta yfir sig? Kannski á þjóðin ekki betur skilið en hún hefur valið.
Verði ykkur að góðu herrar mínir og frúr!
Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.