Lítt skiljanlegur forseti

Síðustu 4 árin hefi eg ekkert botnað í Ólafi Ragnari. Hann skammar Gordon Brown nú nýverið þegar FJÖGUR ÁR VORU LIÐIN FRÁ ÞVÍ HANN LÉT AF EMBÆTTI OG Í DAG ER MR. GORDON BROWN ALGJÖRLEGA VALDALAUS Í BRETLANDI!

Hefði Ólafur Ragnar verið hyggnari, hefði hann átt að setja gagnrýni sína fram fyrir fjórum árum en ekki núna þegar það skiptirengu máli máli. Eða telur Ólafur Ragnar vera orsakasamhengi í að Gordon Brown beitti sér á sínum tíma vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda bankahrunsins og þeirra vogunarsjóða sem nú eiga stóra hluti í Arion og Íslandsbanka? Ekki sé eg orsakasamhengið þarna á milli.

Hins vegar er einkennilegt að Ólafur Ragnar sjái hve þvílíkur snillingur Sigmundur Davíð er! Að hann sé eini stjórnmálaforinginn sem telur færa leið að sækja stórfelldar fúlgur í hendur braskara til að borga vandræðaskuldir lánþega. Og kosningalofoðrin voru einhver þau þokukenndustu sem nokkru sinni hafa sést á Íslandi. Hefði verið auðveldara og gáfulegra að gefa frá sér kosningaloforð um gott veður framundan sem engum heilvita manni hefur dottið í hug.

Í mínum huga er Ólafur Ragnar beint og óbeint stuðningsmaður Framsóknarflokksins. Allar gerðir hans og ákvarðanir miðast við að allt komi Framsóknarflokknum vel. Hann leiddi stjórnarandstöðuna þegar hún var bæði reikul og ráðalaus. Með því að spinna upp einhverja furðulega söguskýringu um Icesave, tókst að draga fremur lítilsháttar mál niður í tilfinningalegan táradal en alltaf var ljóst að nægir fjármunir voru til, alla vega nokkurn veginn fyrir forgangskröfunum. Hins vegar var nánast engar umræður um miklu alvarlegra mál sem var þagað af braskaralýðnum sem tengist Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, nefnilega Magma málið. Með því var erlendum braskara leyft að kaupa á vildarkjörum afnot af náttúruauðlindum á Reykjanesskaga og er þetta meginskýringin hvers vegna svo hart er sótt að gjörnýta allan jarðhita sem þar er, langt umfram eðlileg afnot. Þarna telja jarðhitasérfræðingar verði með rányrkju jarðhitinn nánast eyðilagður með of mikillri nýtingu í stuttan tíma. Og hvert fer arðurinn? Auðvitað beina leið úr landi, fjármunir sem nema margföldum skuldunum kenddum við Icesave.

Ólafur Raganr hefði mátt ígrunda öll þessi mál margfalt betur. Hann hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem eg  taldi hann hafa að bjóða fyrir nær 17 árum þá hann bauð sig fram til þessarar vandasömu þjónustu. Hann hefði mátt stoppa Kárahnjúkavirkjunina sem eru stærstu afglöp íslenskra stjórnmálamanna í atvinnuuppbyggingu þar sem hvert starf í álbræðslu kostaði um 500 milljónir! 

Nú hefur hann falið hinum brosandi Sigmundi Davíð myndun ríkisstjórnar með öðrum brosandi stjórnmálamanni, Bjarna Benediktssyni. Mætti þessi ríkisstjórn vera nefnd BROSKALLASTJÓRNIN. 


mbl.is Forsetinn hreifst af Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sú flokkapólitík sem þú aðhyllist er farinn að hafa veruleg áhrif á málflutning hjá þér.

Það skín í gengum allt sem þú segir að Ólafur Ragnar hefði aldrei getað og getur aldrei gert rétt fyrir þínum augum.

Teitur Haraldsson, 21.5.2013 kl. 13:04

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Svo til að bæta við þetta sem Teitur segir að þá var Forsetinn búinn að skamma Gordon Brown fyrir fjórum árum líka. Litli samspillingarkollurinn þinn virðist vera búinn að gleyma því.

Ólafur Björn Ólafsson, 21.5.2013 kl. 16:42

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lítt skiljanlegur bloggari.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2013 kl. 18:59

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sumir vilja ekkert skilja sem aðrir hafa til málanna að leggja. Hér er farið yfir nokkrar staðreyndir sem greinilega ekki allir hafa átta sig á eða vilja ekki.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband