Dapurleg reynsla af löglegu siðleysi

Því miður er það staðreynd að löglegt er að beita aðferðum við að losa sig við reynda starfsmenn með vafasömum og siðlausum aðferðum. Þetta ætti að vera hvatnig til flestra að losa tengsl sín við þau fyrirtæki sem beita svona aðferð til að hagræða í rekstri sínum. Auðvitað reyna fyrirtæki að fá ungt fólk sem oft hefur litla og jafnvel enga reynslu. Það er ódýrari vinnukraftur og auk þess unnt að krefjast meira af því en eldri og reyndari starfsmönnum. Sjálfur hefi eg reynslu af að leita mér vinnu í mínu fagi eftir að hafa misst vinnu vegna einkavæðingar opinberrar stofnunar árið eftirminnilega 2008. S.l. 4 ár er eg í nákvæmlega sömu stöðu nú í dag og fyrir 4 árum: ekkert starf í mínu fagi fengið þrátt fyrir marga tugi umsókna um laust starf. Í a.m.k. einu tilfelli var nemi ráðinn þrátt fyrir að í auglýsingu væri skýrt tekið fram að leitað væri að umsækjanda með tilskilin atvinnuréttindi! Og var þetta hjá opinberri stofnun! Nú er svo komið að eg er hættur að láta mig dreyma um nokkurt starf á mínu fagsviði enda kominn á sjötugs aldurinn, hver vill ráða gamlan sérvitring? Eg reyni að vinna mér í haginn við að hafa tekjur af öðru, t.d. ferðaþjónustu yfir sumartímann og ritstörfum.

Einkafyrirtækin eru sennilega rekin með enn þrengri sjónarmiðum en hjá því opinbera þar sem kunningsskapur og jafnvel pólitík kunna að skipta máli. Fólk á ekki að vera að skipta sér af neinu, helst halda kjafti og kjósa lýðskrumarana. Og ekki batnar það þegar broskarlarnir sem nú eru í stjórnarmyndunarleik, tekst það sem þeir stefna að. Ætli dragi úr klíkuskap og spillingu?


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki kominn tími á að þjóðin fari að vakna til vitundar um mátt sinn sem neytendur ?

Verslum ekki við samráðsaðila og okrara. Skiptum ekki við þá sem gefa skít í okkur sem neytendur. Verslum ekki þar sem þjónustan er léleg.

Og umfram allt, styrkjum ekki fyrirtæki sem beita ofbeldi og subbuskap líkt og hér birtist

hilmar jónsson, 19.5.2013 kl. 23:26

2 identicon

Hvaða mátt neytenda ertu að tala um Hilmar? Hér gilda engin markaðslögmál. Sum fyrirtæki fá ekki að fara á hausinn þó þau ættu samkvæmt öllum lögmálum að vera steindauð. Neytendur hafa akkúrat ekkert með það að gera.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 23:53

3 identicon

Síðan má líka fólk vara sig á því að þegar það er með verktakasamning en ekki ráðningarsamning þá eru réttindi önnur en hjá venjulegum starfsmönnum. Verktakar kjósa að fá hærri greiðslur gegn því að sjá sjálfir um veikindadaga, orlof, uppsagnarfrest og önnur réttindamál. Þeir eru ekki starfsmenn fyrirtækisins þeir eru aðkeypt vinna þeir eru starfsmenn hjá sjálfum sér. Vissulega eru skattar þeirra eins og fyrirtækis og þeir sleppa oft mörgum þeim gjöldum sem almennir launamenn þurfa að greiða. Allur rekstur er frádráttarbær, hvort sem það er orðabók þýðanda, bíll, bensín, salt í grautinn og helgarferð til London. Og vaskurinn endurgreiddur. En réttindin eru líka engin þegar viðskiptavinurinn ákveður að beina viðskiptum sínum annað.

Það er skondið að sjá samúðina með þessum verktökum sem hingað til hafa ekki verið taldir annað en afætur sem með klækjabrögðum komast hjá því að greiða skatta og gjöld eins og við hin.

SonK (IP-tala skráð) 19.5.2013 kl. 23:54

4 identicon

Sæll.

Tek undir með SonK, mjög málefnalegt.

@1: Segðu þá upp Stöð 2 og öllu því, ef þú meinar það þá. Værir þú jafn fullur meðaumkunar ef um HHG væri að ræða en ekki skoðanasystur þína?

@2: Gott hjá þér að minna á það að hér er stundaður pilsfaldakapítalismi þar sem sum fyrirtæki fá að fara á hausinn en önnur ekki.

Helgi (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 11:00

5 identicon

Er "SonK" penni 365 miðla ?

Allavega eru skifin þannig að verið er að beina athyglini FRÁ 365 til Láru Hönnu.

Sem er akkúrat það sem miðlar Jóns Ásgeirs gera !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 11:46

6 identicon

Skrif SonK eru allrar athygli verð. Mig langar að benda á pistil Ögmundar Jónassonar þar sem hann ræðir verktakagreiðslur, réttindi, skyldur o.fl.

http://www.ogmundur.is/kjaramal/nr/1754/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 12:12

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svonefndur „Félagsmálapakki“ Evrópusambandsins var undanskilinn við innleiðingu EES samningsins fyrir 20 árum. Var það með tilliti til íslenskra launþega eða atvinnurekenda?

Ef við værum í Evrópusambandinu væri ekki unnt að undanskilja þessa miklu réttarbót. Þarna er líklega ein meginskýringin á þessari hatrömmu afstöðu andstæðinga inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Svona mál hefði að öllum líkindum aldrei komið upp.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2013 kl. 19:00

8 identicon

http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1268415/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 19:06

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæl Elín. Getur verið að slóðin sé ekki rétt?

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2013 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband