Raunhæfar forsendur

Fjölgun ferðamanna til Íslands hefur verið gríðarleg á undanförnum árum. Flestir koma hingað til að skoða náttúru landsins og sérstöðu hennar. Ísland er auk þess vel í sveit sett með meðallangar ferðir frá Evrópu.

Nú ber að að vara við of mikillri bjartsýni að telja að uppgangur verði áframhaldandi eins og verið hefur undanfarin ár. Ýmislegt getur komið til að Ísland falli í vinsældum ferðafólks og það leiti annað. Þannig ber að gjalda varhug við að gengið sé öllu lengra við að fórna náttúru landsins í þágu stóriðjunnar. Hingað kemur fólk yfirleitt ekki til að skoða stíflur, uppistöðulón og rafmagnslínur og þaðan af síður álbræðslur nema kannsi örfáir. 

Þá skiptir gríðarlegu máli hvernig við tökum á móti ferðamönnum og hvernig ástandið er og aðstæður eru t.d. á ferðamannastöðum, gististöðum, farartækjum og vegum þar sem ferðafólkið fer um. Hvalveiðar geta t.d. skipt máli og getur verið ákvörðunarástæða hvort fólk komi hingað. Þannig eru Bandaríkjamenn viðkvæmir fyrir hvalveiðum. Nú eru t.d. hrefnuveiðimenn nánast að keppa um að veiða sömu dýrin og verið er að sýna útlendingum! Menn geta ekki bæði sleppt og haldið.

Eg hefi reynslu meira en 20 sumur sem leiðsögumaður erlendra ferðafólks hér á landi. Því miður virðist vera nokkuð gullgrafaraæði ríkt í þessari atvinnugrein, sumir hafa reist sér hurðarás um öxl og ná ekki að standa í skilum við banka vegna óraunhæfra framkvæmda. En sem betur fer eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa byggt upp starfsemi sína í áföngum, ekki framkvæmt nema fyrir lágmarkslánsfé. Má nefna t.d. Ferðaþjónustu bænda sem byrjaði starfsemi sína nánast á engu en hefur byggst upp smám saman og er í dag ein af traustustu stoðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Margir athafanmenn vilja koma á fót stórum hóteleiningum t.d. gamla Landssímahúsið við Austurvöll. Þar er aðkoma fyrir hópferðabíla, aðföng og þjónustu meira og minna allan sólarhringinn mjög torveld. 

Þessi fyrirtæki þarf að reka meira og minna allt árið og margir virðast hafa yfirsést það.


mbl.is Ekki fráleitt að fá 2 milljónir gesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband