Hverjir kom okkur út úr hruninu?

Svo virðist sem ýmsir hafi gleymt því gjörsamlega hverjir það voru sem komu okkur út úr hruninu. Er virkilega til þjóð sem launar björgunarstarfið með lygum og blekkingum?

Svo virðist sem hrunflokkarnir séu aftur að reyna að komast til valda til að skara að eigin köku.

Illugi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var kannski ekki sá aðili sem telst vera fulltrúi braskaranna en hann tekur að sér málssvörn þeirra með því að snúa út úr orðum Steingríms.

Nú byrjar brall braskaranna á ný með tilheyrandi blekkingum og spillingu.

  


mbl.is Skynsamari en Steingrímur telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er svo með ólíkindum að lesa þetta bull og þvælu frá þér að mann setur alveg hljóðan og það er ekki nokkur leið að álíta að það sé sæmilega viti borinn maður sem lætur svona rugl frá sér.  En þú hefur alla mína samúð því ég veit að þú ert "heilaþveginn" vinstrimaður og átt þér ekki viðreisnar von.  Vissulega tók "Ríkisstjórn Fólksins" við mjög erfiðu búi og ekki dettur mér í hug að draga "fjöður" yfir það.  Allt sem þessi ríkisstjórn hefur gert er þvert á það sem ráðlagt er að gera þegar kreppa skellur á og þar á meðal er varað sterklega við því að hækka skatta.   En að halda því fram, eins og gert hefur verið af forráðamönnum ríkisstjórnarflokkanna og áhangendum þeirra, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi VALDIÐ hruninu er svo mikil fjarstæða að það að halda þessu fram gerir menn að ósannindamönnum og bullurum.  Það má kannski minna á það að það varð efnahagshrun úti um allan heim og mér vitalega voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hvergi nærri stjórnataumunum í Bandaríkjunum, löndum Evrópu eða í Asíu.  Með svona málflutningi eru vinstri menn á Íslandi bara að draga athyglina frá eigin aumingjaskap, vankunnáttu og getuleysi til að fjalla um og taka á þeim erfiðleikum sem við blöstu.............

Jóhann Elíasson, 15.5.2013 kl. 21:56

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þeir sem komu okkur út úr hruninu voru Ellilýfeirisþegar og Öryrkjar,fé var tekið af þeim til óstjórnar SteingrímsJ og Jóhönnu Sigurðar.........

Vilhjálmur Stefánsson, 15.5.2013 kl. 22:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi eru hugsanir þínar fagrar. Auðvitað mátt þú snúa öllu á haus Jóhann mín vegna, segja svart sé hvítt og hvítt svart. Til þess hefurðu skoðanafrelsi. En eg fyrirlít þessa söguskoðun þína og tel hana lítils virði enda ekki studd neinum rökum, fremur fúlyrðum. Staðreyndin er sú að hér varð hrun efnahagslífs vegna græðgi. Nú eru sömu hrægammaöflin að mynda stjórn eftir furðulegustu kosningaloforð norðan Alpafjalla í langan tíma.

Mér finnst þú ansi siðblindur að draga í efa að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi valdið hruninu og svo segir þú orðrétt: „mikil fjarstæða að það að halda þessu fram gerir menn að ósannindamönnum og bullurum“.  Svona lágkúra er dæmigerð hjá þeim sem eru haldnir alvarlegri gleymsku og komast í rökþrot. Þá freistast menn eins og þú að ráðast persónulega að þeim sem þú ert ekki sammmála.

Þar kemur fram að einkavæðing bankanna var illa undirbúin og klúður frá fyrsta degi. Bankarnir og mörg fyrirtæki voru nánast étin að innan eins og Vilhjálmur Bjarnason orðaði það vel. Að fullyrða að hrunið sé vegna ástandsins á alþjóðamörkuðum er ekki nema hálfur sannleikurinn og jafnvel tæplega það.

Þú ert eiginlega að segja að auðmennirnir og fulltrúar braskaranna séu að gera betur núna. Þeir gerðu hins vegar allt til þess að gera ríkisstjórn Jóhönnu sem erfiðast fyrir. Þeir hafa magnað upp átakastjórnmálin sem eru það lágkúrulegasta lýðræði sem þekkist. Og var það ekki sömu aðilar sem komu í veg fyrir að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá.

Þú ættir að lesa skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis betur yfir.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 22:48

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú verð eg að leiðrétta þig Vilhjálmur:

Álögur voru lagðar á alla þegnana og því miður urðu öryrkjar fyrir nokkurri skerðingu sem ber að harma. En eitt af afreksverkum ríkisstjórnar Jóhönnu var að koma í veg fyrir að allt samfélagið hryndi. Unnt var að halda heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu gangandi. Íhaldið vildi einkavinavæða sem mest, sérstaklega sem unnt er að græða á.

Nú má reikna með braski og spillingu íhaldsmanna hvort sem þeir eru í Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum. Spillingin hefur þrifist best þegar þeir eru í helmingaskiptastjórn.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 22:54

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og við var að búast kemur þú með rakalausar fullyrðingar, með öllu og reynir að túlka allt á öfugan hátt eins og ykkur vinstrimönnum er einum lagið.  Er ekki erfitt að verá með hausinn svona á kafi í ra........gatinu á sér  svo ég tali nú ekki um sk....lyktina sem hlýtur að vera að kæfa þig alla daga??????  Frekar gef ég nú lítið fyrir ÞÍNAR söguskýringar og þakka bara fyrir að þú og þínir líkar komið ekki nálægt því að skrá söguna...............

Jóhann Elíasson, 15.5.2013 kl. 22:59

6 identicon

Almennt er talið að Neyðarlög Geirs Haarde hafi bjargað því .

Hinsvegar er engan vegin hægt að segja að við séum laus við hraunið

búið er að koma því þannig fyrir af fyrrverandi ríkisstjórn að ellilífeirisþegar og öryrkjar og aðrir þeir sem minna mega sín geta nú sótt um greiðsludreifingu á lyfjum.

sæmundur (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 23:07

7 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Makríllinn og fjarðarál komu okkur út út hruninu og hefði Steingrímur haft vit á og þorað  að auka við kvótann um samtals 200 þúsund tonn í botnfiski hefðu við komist mikið betur út úr þessu áfalli.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.5.2013 kl. 23:39

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Velferðarstjórnin sá ekki ástæðu til að hlífa þeim sem verst stóðu og minnsta vörn höfðu, frekar en frjálshyggju-skýjaglóparnir.

Þetta er líklega einhverskonar jafnaðar-velferð (farvel), sem gengur fyrst frá þeim verst stöddu, og síðar á að ganga frá þeim sem standa heldur betur.

Big-bank-brother  kann á þessu tökin. Það verður jafnvel jöfnuður hjá bankaelítunni, ef sá "stóri" hefur einhvern áhuga á slíku jafnaðarmanna-rugli (sem er ólíklegt í ljósi reynslunnar).

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2013 kl. 02:39

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Bara svona til að svara spurningu síðuhafa um "hverjir komu okkur úr hruninu"...

Það er enn hrun og fólk er að éta upp sparnaðinn, sem skýrir svokallaðann hagvöxt. Annars var von á öðru hruni með vorinu ef fráfarandi flokkar hefðu ekki hlotið þann dóm kjósenda að víkja. Þetta væntanlega hrun gat komið annaðhvort á þessu ári eða næsta, og verra en 2008 hrunið...

Með kveðju

Vinstrimaðurinn ég...

Ólafur Björn Ólafsson, 16.5.2013 kl. 09:50

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhann og Smundur: markmið Neyðarlaga Geirs var að bjarga því bjargað yrði, m.a. að hér yrði ekki algjör kollsteypa. Þau gerðu það að Bretar gripu til örþrifaráða og slæmt ástand varð verra. Auðvitað átti að grípa strax til aðgerða, ekki seinna en í febrúar 2008.

Hallgrímur: hefurðu virkilega trú á að áldraumurinn bjargi öllu? Núverandi forstjóri Landsvirkjunar kveður í járnum að við fáum nægjanlega hátt verð fyrir rafmagnið framleitt í virkjun sem kostað hefur allt of miklar fórnir.

Þó svo við hefðum veitt allan þann makríl sem synt hefur inn í fiskveiðilögsöguna myndi hann einn og sér ekki bjarga nema litlu. Þarf ekki að slá á eyðsluna og hugsunina að eyða um efni fram?

Anna: getum við ekki verið sammála um að það tókst að halda uppi heilbrigðisþjónustunni og menntamálunum þó svo gengið var mjög langt í niðurskurði og sparnaði? Auðvitað urðu allir að taka á sig álögur en engum var hlíft. Það gerði hins vegar íhaldsstjórn Davíðs Oddssonar sem jók skattálögur á þá sem minnst bera úr býtum um 13% á árunum 1995-2007. Á sama tíma voru skattar á hátekjumenn stórlega lækkaðir.

Mikið til í þessu Ólafur Björn. Það eru margir sem ekki hafa viðurkennt neitt hrun og lifa í vellystingum og vænta mikils af nýrri ríkisstjórn.

Guðjón Sigþór Jensson, 16.5.2013 kl. 11:56

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Guðjón, við getum EKKI verið sammála um að það hafi tekist að halda uppi heilbrigðisþjónustunni og menntamálunum.  Ég sé að þú hefur ekki enn lesið nýjustu skýrslu Stefáns Ólafssonar, en þar segir hann að SKATTBYRÐI LÁGLAUNAFÓLKS HAFI HÆKKAÐ MEST (EN AUÐVITAÐ HEFUR ÞÚ EKKI LESIÐ HANA ÞVÍ NIÐURSTÖÐURNAR ERU ÞÉR SÍÐUR EN SVO AÐ SKAPI).......................

Jóhann Elíasson, 16.5.2013 kl. 16:03

12 identicon

Maður þarf að vera ákaflega illa upplýstur um raunverulega stöðu Íslands til að halda að við séum komin út úr hruninu...???

Við erum óralangt frá því að vera komin út úr hruninu, eða að hér hafi hafist einhvert raunverulegt endurreisnarstarf.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 16:12

13 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Guðjón ef þjóðarbúinu hefur ekki munað verulega um rúma 51 milljarða sem makrílinn skilaði inn í kerfið á árunum 2009-2012 þá ertu mjög veruleikafirrtur.  Fann engar sundur liðaðar tölur yfir álútflutninginn en gæti trúað álíka tölum frá Fjarðaráli í við bót á þessum árum, líklega tölvert hærri.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.5.2013 kl. 19:27

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Get ekki svarað þessari spurningu, þar sem það er ekki enn búið að koma okkur út úr hruninu.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.5.2013 kl. 21:11

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Erum við ekki búin að komast á lygnari sjó með þessari ríkisstjórn sem nú lætur að öllum líkindum af störfum eftir frábært björgunarstarf? Hefði Icesave verið strax samþykkt þá hefðum við komst jafnvel fyrr út úr ógöngunum sem við flæktumst í 2008. Við hefðum strax náð hagstæðari vaxtakjörum með betra lánshæfismati, lækkun vaxtagreiðslna, fyrr hefði dregist úr atvinnuleysinu og hagvöxtur orðið meiri. En þröngsýnum íhaldsöflunum var þetta ekki að skapi og þeir fengu Ólaf Ragnar í lið með sér.

Því miður tókst ævintýramönnunum, broskörlunum áætlunarverkið sitt.

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2013 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband