Stóru málin

Dæmigert er fyrir þennan dæmalausa stjórnmálamann að flækjast fyrir stóru málunum árum saman en þegar honum hefur tekist að blekkja þjóðina með loðnum og þokukenndum kosningaloforðum að nú þurfi að láta hendur standa fram úr ermum.

En Sigmundur Davíð hlakkar mikið til að drottna yfir landi og þjóð. Mjög líklegt er að hans fyrsta verk með Sjálfstæðisflokknum að höggva Stjórnarráðið í spað með því að fjölga ráðuneytum eins og áður var að jafnaði gert þegar helmingaskiptastjórnir íhaldsmanna tók við völdum. Þá verður að öllum líkindum dustað rykið af gömlum einkavæðingaráformum og allt einkavætt sem unnt er að gera að féþúfu fyrir flokksgæðinga íhaldsflokkanna beggja. Þá verður að öllum líkindum syndaaflausn hvítflybbamanna og Geir Haarde hafinn upp úr subbuskap fjármálaspillingarinnar. Þá verður að öllum Rammaáætlunin fleygt fyrir borð Þjóðarskútunnar og stóriðjufurstar og kínverskir fjárglæfrar boðnir hjartalega velkomnir.

Í dag hitti eg einn mennta- og athafnamann ágætan í búð í Mosfellsbæ. Við spjölluðum um úrslit kosninganna. Kvaðst hann þegar vera að undirbúa brottflutning enda sé sér vart vært innan um þennan spillta braskaralýð sem nú skríður hvarvetna úr myrkrastofum sínum.


mbl.is Gangi tiltölulega hratt fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Ég var að sjá nokkuð skemmtilega lýsingu, sem hljóðaði eitthvað á þá leið að þeir sem væru uppteknir af því að sjá hið versta í öllum öðrum væru sjálfir í vondum málum. Við skulum vona að upplýsingin sæki þig heim, Guðjón; aldrei að vita nema pirringurinn minnki og persónuníðið jafnvel líka!

Ólafur Als, 28.4.2013 kl. 18:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrirgefðu Ólafur hvað áttu með „persónuníði“. Voru það ekki stjórnarandstæðingar ríkisstjórnar Jóhönnu sem kappkostuðu að reyna allt hvað þeir gátu til að grafa undan trúverðugleika þeirrar stjórnar?

Mér finnst þú mættir skoða þessi mál betur áður en þú fullyrðir of mikið. Sagan mun að öllum líkindum telja þetta með merkustu ríkisstjórnum lýðveldisins sem þurfti að taka við erfiðasta búinu, ríkissjóiði galtómum og skuldsettum, allt var í rjúkandi ´rústum eftir frjálshyggjuna, meir að segja var búi að tæma gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans í hendurnar á óreiðumönnum. Hvað er satt og rétt að þínu áliti?

Finnst þér sjálfsagt að grýta slökkviliðið en hrósa brennumönnum?

Guðjón Sigþór Jensson, 28.4.2013 kl. 22:27

3 Smámynd: Ólafur Als

Ég var nú búinn að gleyma þessu innskoti mínu - en orð þín koma svo sem ekki á óvart. Í mínum huga lýsir það afar sérstakri nálgun að telja t.d. Samfylkinguna hluta af svo kölluðu slökkviliði. Vera má að Vg gætu undir vissum kringumstæðum gert tilkall til slíks en alls ekki Samfó. Ég held að það sé fullljóst að þau verkefni sem lágu fyrir á sínum tíma voru sem næst óyfirstíganleg. Um það getum við verið sammála.

Stór hluti þjóðarinnar var reiðubúinn að ganga í gegnum erfiða tíma með stjórnvöldum, þ.á.m. ég, hægrimaður (frjálshyggjumaður í ofanálag!) til margra ára, þegar Jóhanna og Steingrímur tóku við. En vonbrigðin voru mikil, og þá get ég ekki annað en ímyndað mér vonbrigðin hjá vinstri mönnum. Það á alla vega við um þá vinstri menn sem ég þekki.

Það væri að æra óstöðugan að elta það sem ég kalla persónuníð í þínum skrifum, það sem þú vilt ugglaust kenna við málefnalega umræðu. Læt mér nægja að benda á eitt: "Geir Haarde hafinn upp úr subbuskap fjármálaspillingarinnar". Ég átta mig ekki á hvers vegna það fer fyrir brjóstið á þér að stjórnarandstaðan hafi grafið undan trúverðugleika ríkisstjórnar Jóhönnu. Er það ekki gefið í hanaslag stjórnmálanna að menn berjist. Stjórnvöld ákváðu, með réttu eða röngu, að útiloka samvinnu við stjórnarandstöðuna og uppskar samkvæmt því. Þau örlög bíða nýrrar stjórnar einnig.

Ég hegg eftir fullyrðingunni þinni um að Seðlabankinn hafi haft tómar kistur. Það er rétt. En eitt af því sem tæmdi þær var 500 milljóna evrulán til eins af föllnu bankanna, með veði í dönskum banka. Sá banki hafði eigið fé sem nam mun hærri upphæð árið 2012, ef mig minnir rétt. Sá banki var seldur á dögunum fyrir mun, mun lægri upphæð. Er ekki vert að farið verði ofan í saumana á því?

Að lokum þetta: ég held að stjórn síðustu 4 ára hafi látið sér úr greipum ganga ýmis tækifæri til að breyta í grundvallaratriðum ýmsu til frambúðar, sérstaklega í peninga- og lífeyrismálum þjóðarinnar, sem stór hluti þjóðarinnar hefði getað sæst við, jafnvel óhæð flokkslínum. Ég tel að yfirvöld hafi verið of leiðitöm gagnvart hinu alþjóðlega peningavaldi og að það hafi kostað og muni kosta Íslendinga ófá ár við skuldaklafann. Ég tel að stjórnarstíll Jóhönnu hafi um sumt skaðað og sú staðreynd að Jóhanna og Steingrímur hafi setið manna lengst á Alþingi hafi verið þröskuldur gagnvart nýjum hugmyndum, sérstaklega er varða húsnæðismálin. Ýmis dæmigerð vinstri meðul í hagstjórninni, sérstaklega í skattamálum en einnig við niðurskurð hins opinbera, reyndist illa, svo ekki sé sterkara að orði kveðið.

En var allt ómögulegt sem stjórnvöld tóku sér fyrir hendur? Vitanlega ekki, Guðjón. En ég held að stjórnvöld hafi sjálf verið þeirra versti óvinur ... þ.e. það sem var eftir af henni á Alþingi. Við erum að tala um minnihlutastjórn allra síðustu misserin, sem þurfti að standa í braski með völdin, til þess að halda út tímabilið. Það getur ekki reynst nokkurri stjórn vel.

Ólafur Als, 1.5.2013 kl. 10:35

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet þig Ólafur að lesa betur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þar kemur mjög vel fram hvað gerðist í aðdraganda hrunsins. Geir Haarde og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu samstarfsfólk sitt í Samfylkingunni mörgum mikilsverðum upplýsingum sem tengdust málefnum og leiddu til hrunsins.

Bæði þau Jóhanna og Steingrímur voru ætíð á móti stórkarlalegum hugmyndum íhaldsmanna um einkavæðingu, byggingu Kárahnjúkavirkjunar og fleira.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.5.2013 kl. 19:00

5 Smámynd: Ólafur Als

Það er uppglaust að bera í bakkafullan lækinn að ræða hvað leiddi til hrunsins og ég þykist viss um að við séum ósammála um ástæðurnar þar að baki. Hef ekki enn heyrt nokkurn mann lýsa því svo sannfærandi sé. Kátahnjúkavirkjun var alla vega ekki þar á meðal en e.t.v. má rekja aðkomu stjórnmálamanna að fyrstu sporum hrunadansins í lagasetningu um framsal veiðiheimilda og heimildir til veðsetningar - eins og sumir hafa bent á - en Jóhanna og Steingrímur voru bæði þar á meðal. Við erum sem sagt að tala um aldarfjórðungs aðdraganda. Nokkuð langt seilst, ekki satt? Aðrir hafa gert mikið úr hlut EES samningsins og reglugerðum frá meginlandinu, sem hafi hjálpað til við að leyfa bönkum að vaxa eins og raunin varð. Í mínum huga liggur megin ástæðan í tilteknu andríki sem var hér alls ráðandi, stutt af stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og stærstum hluta almennings. Í þessu skjóli gátu fjárglæframenn stundað sín vafasömu og á tíðum glæpsamlegu viðskipti; stutt af greiningardeildum, endurskoðendum og eigendum/stjórnendum stóru bankanna. Í mínum huga á Samfylingin ekki síðri þátt í fróðargleðinni og varði reyndar tiltekin fjármálaöfl sterkt. Því er það í mínum huga með eindæmum að fylgjendur þess flokks reyni að kenna Samfylkinguna við slökkvilið. Að þingmenn flokksins hafi ekki sinnt vinnunni sinni er aumt að kenna öðrum um. Hvað var þetta fólk annars að gera á daginn? Hvað var viðskiptaráðherra að skoða í vinnunni sinni? Hvers vegna vildi Ingibjörg Sólrún og fleiri ekki hlusta á ýmsar aðvaranir, sem þó höfðu borist? Var það m.a. vegna óvildar í garð Seðlabankastjóra? Reyndar tel ég ekki að stjórnvöld hefðu getað gert nokkuð til varnar bönkunum, sérstaklega í ljósi viðbragða breskra sjtórnvalda. Það er til merkis um lélega aðkomu íslenskra stjórnvalda, fyrst ríkisstjórnar Geirs en síðar Jóhönnu að ekkert hafi verið gert til þess að krefjast bóta fyrir níðhögg hins breska Brown og hans ríkisstjórnar. En svona mætti lenga ræða málin og við yrðum eflaust seint sammála.

Ólafur Als, 1.5.2013 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband