26.4.2013 | 19:04
Jóhanna sýndi gríðarlegt hugrekki
Ekki var ástandið gott við þær aðstæður þegar Jóhanna tók við embætti forsætisráðherra. Allt var í kaldakoli eftir óreiðu sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skildu eftir sig. Þessi ríkisstjórn mátti nánast upp á hvern dag sæta andróði, stjórnarandstæðingar úr röðum hrunmanna gerðu allt til að koma fyrir sem stærstum steinum, já heilu björgunum ef ekki fjöllunum í veg Vinstri stjórnarinnar. Þessi ríkisstjórn fékk það erfiða hlutskipti að taka til eftir frjálshyggjupartíði, mestu óreiðu og braski sem enginn vill taka ábyrgð á. Allir vísa hver á annan.
Nú er mjög líklegt að upp renni tímar nýrra aflátssölu eins og tíðkaðist á dögum Marteins Lúthers.
Þá gátu syndarar keypt sér syndaaflausn gegn gjaldi til kaþólsku kirkjunnar.
Og spákaupmennskan kemur aftur eins og gömul afturganga með tilheyrandi braski og fjármálasukki, allt í boði sigurvegaranna. Nýtt fjárglæfratímabil og sennilega nýtt hrun. Við sem erum skuldlausir borgarar verðum nauðugir viljugir að borga skuldir óreiðumanna, eins og svo alltaf áður.
Mig langar til að þakka Jóhönnu frábært starf við mjög erfiðar aðstæður.
Hvergi nema á Íslandi getur slökkviliðið vænst þess að vera grýtt af brennuvörgunum.
![]() |
Jóhanna kvödd með rósum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 243747
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók að mér verkefni í Austur Þýskalandi fyrir hrun og síðan áframhaldandi verefni á sama stað eftir hrun. Þvílíkur hryllingur í hugarfari, þvílík smán og undirgefni við kúgun. Grunntónninn var hatur. Lygin ver ekkert tiltökumál hjá sannræktuðum kommúnistum, og að er hún heldur ekki hjá Guðjóni Sigþóri Jenssyni og þetta hatur og þessa Austurþýsku kommúnistahugsun hef ég aðeins einu sinni fundið hér á netinu, en það var hjá Ursulu Junemann sem ég síðar komst að að væri eiginkona Guðjóns Sigþórs Jenssonar. Auðvitað var það Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í huga Guðjóns sem voru við völd í hruninu. Samfylking kom þar ekki nærri af því að það hentar ekki söguskýringu Guðjóns. Síðan kom Svavarssamningurinn sprottinn úr hugmyndafræði Ausur Þýskalands, auðvitað studdi Guðjón og Ursula kona hans samninginn heilshugar. Það þarf að draga Steingrím og hans lið fyrir Landsdóm og dæma fyrir þjónníð. Öll óhæfuverk þessarar ríkisstjórnar studdu hjúin heilshugar. Þeirra tími er liðinn, að eilífu.
Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 21:33
Hvert ertu að fara Sigurður? Ertu í persónunjósnum og þá á hvers vegum? Mér finnst þú ansi brattur að tengja mig við kommúnisma. Og að setja atburði liðinna ára í sögulegt samhengi sem ekki getur staðist. Hvað áttu við „þjónníð“? Er þetta eitthvað nýtt hugtak og hvernig ber að skilja það?
Mér finnst þessi athugasemd þín vera þess eðlis að hún þurfi sérstakrar athugunar. Kannski þú sért ekki með öllum mjalla en eigi vil eg fullyrða neitt um það.
Vinsamlegast en að virðingu slepptri.
Guðjón Sigþór Jensson, 26.4.2013 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.