Framsóknarflanið

Mjög furðulegt er að Framsóknarflokkurinn nái þessu fylgi þegar stefnumálin eru skoðuð. Megináhersla er vægast mjög loðin og sífellt minnst á hag heimilanna í landinu án þess að það sé nánar útlistað.

Það er nú svo að Framsóknarflokkurinn hvatti til mikillrar skulda í aðdraganda hrunsins. Hver er búinn að gleyma að það var Framsóknarflokkurinn bauð 110% lán en afleiðingin af þeirri stefnu eru þrengingar hjá allt of mörgum sem létu þessi gylliboð glepja sér sýn. Tóku margir lán til að fjármagna neyslu sem og ýmiskonar bruðl. Það er svo einfalt að öll lán eru dýr og í raun er verið að ráðstafa tekjum sínum fyrirfram. Þessi lán eru ekki gefin.

Framsóknarflokkurinn byggir góðan árangur sinn af innihaldslausu glamri. Einhverjir aðrir eiga að borga, eigum við hin sem ekkert skulda að borga fyrir skussana?

Komist hægri flokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur aftur að völdum verður hætta af nýju hruni.

Einu sinni var Framsóknarflokkurinn flokkur bænda og samvinnu. Fyrir löngu hefur hann týnt upphaflegum markmiðum sínum, er stjórnað af eignamönnum og bröskurum sem hafa engan annan tilgang en að komast til valda til að drottna yfir landi og lýð. Þá verður unnt að leggja grunninn að nýju hruni og aukinni eignasöfnun braskaranna.

Megi biðja guðina um að forða okkur frá Framsóknargyllingunum!


mbl.is Ólíkt fylgi flokka í dreifbýli og þéttbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband