24.4.2013 | 08:17
Ábyrgðarlaus stefna
Svo virðist að forysta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilji setja upp einhvern sýndarveruleika sem grunlaust fólk fellur fyrir. Engar innistæður eru fyrir þessum greiðslum, sem eiga að því virðist að falla af himnum ofan.
Það er eins og gleymst hafi þessu fólki hverjir áttu frumkvæði að einkavæðingu bankanna og öllu sem aflaga fór og enginn vill bera neina ábyrgð.
Fylgi stóru flokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bloggsíðuhafi GSJ segir „... innisræður eru fyrir þessum greiðslum, sem eiga að því virðist að falla af himnum ofan.“
Sá „himinn“ er svokölluð „snjóhengja“ sem samanstendur af vænum fúlgum krafna erlendra kröfuhafa sem allir málsmetandi stjórnmálaflokkar hafa tekið undir með Framsóknarflokknum um að þurfi að niðurskrifa hraustlega.
Þaðan á féð að koma til að koma til móts við skuldara stökkbreyttra verðtryggðra lána.
Voðalega gengur mönnum erfiðlega að meðtaka þennan raunveruleika!
Kristinn Snævar Jónsson, 24.4.2013 kl. 11:18
Þakka þér Kristinn fyrir ásláttarvilluna: r og t er hlið við hlið, leiðrétti þetta.
Það sem þú nefnir „snjóhengju“ er auðvitað arfurinn frá spillingunn og braski Framsóknarflokksins og SJálfstæðisflokkanna vegna einkavæðingar bankanna. Auðvitað hefði verið unnt að lagfæra þetta ef þessi blessaða þjóð bæri gæfu til að vera ekki eins sundurlynd og hún er. Stjórnarandstæðan átti sinn þátt í því með málþófi og endalausri þvælu.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2013 kl. 12:21
(þessi ásláttarvilla fór nú alveg framhjá mér). En,
Gerendur í ofur-skuldsetningu hinna föllnu einkabanka eru þáverandi stjórnendur þeirra, bankastjórnir og bankastjórar. Ábyrgðin á gjörðum bankanna liggur fyrst og fremst hjá þeim sem voru við stjórnvölinn. Þeir tóku þær ákvarðanir sem leiddu til þess hvernig fór. Ekki hvatti Alþingi né ríkisstjórnir til glæpaverka.
Hins vegar áttu bæði löggjafarvald og framkvæmdavald að fylgjast betur með og gripið inn í, eða a.m.k. leitast við það. Eins og augljóst er virkaði ekki hið opinbera eftirlitskerfi eins og við almenningur héldum í góðri trú að væri á fullu við vitrænt og fagmannlegt eftirlit. Þess vegna varð alþjóð steinhissa og felmtri slegin þegar "allt í einu" voru sett neyðarlög vegna þess að bankakerfi landsmanna væri komið að fótum fram og gjaldþrota og fáir til að kalla til hjálpar nema Guð sjálfan eins og frægt er.
Já, gott væri ef þegnar íslenska lýðveldisins stæðu hver með sjálfum sér og sínum hag og um leið þjóðarhag, fremur en að kjósa flokka sem hafa eitthvað annað efst á stefnuskrá sinni en að koma með róttækum hætti til móts við skuldum þjökuð heimili landsins hér og nú.
Kristinn Snævar Jónsson, 24.4.2013 kl. 13:24
Þessi bankaeinkavæðing fyrir 10 árum er skólabókadæmi um mjög alvarlega spillingu, brask og blekkingar sem fyrst og fremt Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkarnir bera ábyrgð á.
Auðvitað varð núverandi ríkisstjórn margt á í messunni en hvernig brást stjórnarandstaðan við? Ofurkapp var lagt á smámál eins og Icesave málið sem eftir allt saman skilar meiru til baka en áróðurinn gekk út á. Hins vegar var nánast engu púðri eytt á Magma málið sem reynist okkur mun afdrifaríkara: Erlendur braskari fékk aðgang að íslenskum náttúruauðlindum og rányrkjan á Reykjanesskaga heldur áfram.
Stjórnarskrármálið er dapurlegt. Því miður varð stjórnarandstöðunni að ósk sinni og kæfði það.
Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2013 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.