Lýðskrum Framsóknarflokksins

Flestum þykir framsóknarmenn vera ansi bratta í yfirlýsingum sínum.

Fyrir um 20 árum átti að gera Ísland fíkniefnalaust 2000. Þó þeir færu með mikilvæga málaflokka þar á meðal heilbrigðismál, gerðu þeir ekkert í málinu. Þetta var eins og hvert annað rugl sem þessi flokkur hefur því miður náð ótalmörg atkvæði út á.

Nú vill Framsóknarflokkurinn 20% skuldaniðurgreiðslu. Ljóst er að stórtækir skuldabrjálæðingar njóta mesta gagn af þessari bröttu loforðaleið en þeir sem verst standa, kemur þetta að litlu sem engu gagni.

Í Fréttablaðinu í dag segir að Íslandsbanki hafi afskrifað hátt í 500 milljarða. Af þessari fjárhæð voru afskrifaðar um 170 milljarðar sem Bakkabræður höfðu á sínum snærum (Útvarp Saga um 9.30 nú í morgun). Hvað skyldu vildarvinir Framsóknarflokksins notið góðs af?

Lýðskrumið er allsráðandi hjá þessum vandræðaflokki. Framsóknarflokkurinn ber öðrum fremur ábyrgð á gríðarlegu náttúruraski á Austurlandi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þess má geta að gamall kosningasmali Halldórs Ásgrímssonar fékk jörðina Hól í Fljótsdal fyrir lítið. Var það tilviljun að stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunar var byggt í landi þessarar sömu jarðar?

Ef þetta er ekki alvarleg spilling, þá veit venjulegur maður ekki hvað spilling er.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í forystusveit þeirra sem spilltastir eru.

Óskandi er að þjóðin megi upplýsast betur um staðreyndirnar áður en það velur þann stjórnmálaflokk sem stýrt er af auðmanni sem byggir auð sinn á hermangsgróða og ýmsum vafasömum athöfnum.


mbl.is Segir heimilin fá leiðréttingu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband