Öryggi er forgangsmál

Þessi nýja slökkvistöð og aðstaða fyrir björgunarlið hefur lengi staðið til. Þegar útkall vegna bruna eða björgunar berst, er spurning um mínútur. Sem stendur er næsta slökkvilið í Árbæ sem er nokkuð langt fyrir vaxandi byggð með Sundum og Mosfellsbæ, Kjalarnesi (Norðurbæ Reykjavíkur) og Kjós.

Nú hefur loksins verið tekin ákvörðun um byggingu fangelsis á Hólmsheiði og er það vel nema ósköp verður það dýrt hús. Þrátt fyrir allt góðærið undir stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þá var ekki veitt einni einustu krónu til þessa verkefnis. Kannski hagkvæmara hefði verið að breyta litlu lúxúshóteli úti á landi í tukthús?

Og nú hefur verið tekin ákvörðun um nýja flugstöð fyrir Reykjavíkurflugvöll og bættri aðstöðu þar sem m.a. gengur út á töluvert skógarhögg sem er fyrir neðan allar hellur.

En það eru blankheitin hjá ríkissjóði sem og sveitarfélögunum. Forgangsmálin eru stundum sett í einkennilega röð.


mbl.is Ný slökkvistöð í Mosfellsbæ strand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband