Stóriðjudraumarnir breytast í vitfirringu

Andri Snær á þakkir skildar að mæta á fundi þessa orkufyrirtækis og leggja fram beinskeyttar athugasemdir eins og hann er líklegur til.

Þegar stóriðjan gleypir í sig um eða jafnvel yfir 80% þeirrar raforku sem framleidd er í landinu en skilar kannski ekki nema fjórðungi eða svo af tekjum orkufyrirtækjanna þá er ekki allt með felldu.

Þetta hugtak sem Andri Snær er að vekja athygli á er eins og önnur mannanna verk eins og „hagvöxtur“ sem er ekkert annað en rányrkja þegar borgaralegur arður verður meiri en náttúrulegi arðurinn. Þá er tekið meira úr náttúrunni en hún er tilbúin að gefa af sér sem afurðir af dýrum og akrinum sem og öðru til lands og sjávar.

Nú munu stóriðjudjöflarnir taka við sér. Framagosar í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum hyggjast gott til glóðarinnar að selja aðgang að náttúruauðlindunum fyrir allt of lágt verð auk þess að eyðileggja enn meira.

Hvenær komið er nóg verður eins og hjá prestinum sem stjórnaði dansinum í Hruna, í augum þessara braskara er ekkert stopp, þó þeir eignist milljarða eins og Sigmundur Davíð á braski og forréttingum, þá ber þess að geta að líkklæðin hafa enga vasa. Þessi auður verður ekki tekinn með í gröfina.

  


mbl.is Útflutningstekjur marklaust hugtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir þetta

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.4.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband