Er vörnin vonlaus?

Svo virðist sem það sé mat þeirra Gests Jónssonar og Ragnars Hall að vörnin sé vonlítil jafnvel með öllu vonlausa. Það sé ástæðan fyrir því að þeir segja sig frá þessu máli.

Nú er vonin að öllum líkindum bundin við stjórnarskipti og ef Sigmundur Davíð verði næsti forsætisráðherra vænti sakborningar að þeir fái sem gamlir stuðningsmenn Framsóknarflokksins uppgjöf saka.

Mjög líklegt er að stórfé berist í kosningasjóð Framsóknarflokksins frá föllnum fjárglæframönnum sem hafa aðgang að fé í skúmaskotum.

Lengi vel seldi kaþólska kirkjan syndaaflausn, varð fræg fyrir og auðug að sama skapi. Sigmundur Davíð er líklegur til að leyfa áþekka aflátsölu syndasela sem tengjast Framsóknarflokknum og öðrum sem tengsl hafa við gömlu spillinguna.


mbl.is Lögmenn fundu glufu til að tefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Einstaklega smekkleg færsla hjá þér Guðjón.  Dylgja fram og aftur um mögulegan óheiðarleika pólitískra andstæðinga.  Það er ljóst að kratar og kommar eru orðnir skíthræddir við Framsókn og allir skítadreifarar þeirra á netmiðlum hafa verið ræstir og stilltir á Framsókn.  En fólk sér hvaðan skíturinn kemur þessvegna bítur þetta fyrst og fremst á VG og samfylkingu en ekki Framsókn.

Hreinn Sigurðsson, 11.4.2013 kl. 14:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við? Mér finnst þú þurfir að rökstyðja fullyrðingar þínar betur.

Er þetta ekki það sem hangir á spýtunni?

Ákæra saksóknara er mjög vönduð og vel rökstudd. Þegar fékkst aðgangur að skjölum útibús Kaupþings í Lúxembourgh þá er alveg ljóst að þau hafi staðfest það sem fram hefur komið í fyrri rannsókn.

Von þessara manna er að Framsóknarflokkurinn komist að völdum og geti haft þessi mál í hendi sér. Þetta er ekki mjög flókið. Eigi veit eg hvort þú Hreinn viljir spillingaröflin aftur til valda. Eg vona að svo verði ekki.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2013 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband