Frábærir útvarpsþættir

Á sunnudagsmorgnum er frábær útvarpsþáttur „Íslensk menning“ undir stjórn þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Að þessu sinni er samtal við Hjörleif Stefánsson arkitekt. Hjörleifur er mjög víðsýnn fræðimaður varðandi þróun húsbygginga og byggðar. Hann rýnir í mistök sem gerð hafa verið einkum í skipulagsmálum Reykjavíkur en bendir á sitthvað sem virkilega vel hefur tekist til.

Hjörleifur minnist á hvernig Íslendingar voru að mestu bundnir í 1000 ár við þann efnivið til húsbygginga sem fyrir var í landinu. Ætíð var torvelt að flytja byggingaefni til landsins og það var alltaf dýrt. Síðan þá þróaðist þessi sérstaki arkitektúr þegar Íslendingar byggja híbýli sín í landslagið og húsin verða hluti af því.

Þegar fyrstu arkitektarnir komu til sögunnar eins og Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson þá eru þeir nátengdir þessari fornu byggingaarfleifð og vilja gera sitt af mörkum að halda við hana eftir því sem unnt er.

Skipulag er Hjörleifi mjög unnt um að takist sem best til. Hann bendir á að frá 1920 hafi verið unnið að skipulagsmálum í Reykjavík og þá byggðist það á þeirri hugsun að hverfa frá þessu forna byggingalagi, rífa það sem fyrir var og byggja nýtt. Frá þessu var horfið upp úr 1970 en fram kom í þætti fyrir 2 vikum kom fram í máli Guðjóns Friðrikssonar að árið 1968 hafi um 100 gömul hús, flest timburhús frá ofanverðri 19. öld verið rifin í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983. Gríðarlega mörg hús voru á lista yfir þau sem átti að rífa, m.a. Bernhöftstorfuhúsin. Þeim var bjargað með miklum sóma þeim sem að því verki stóðu.

Hjörleifur minnist á ferðamenn. Þeir sækist mjög í gamla borgarhluta þar sem þeim finnst fróðlegt að skoða sig um. Hann minnist á endurgerð og endurbyggingu ýmissa húsa á síðustu árum og jafnvel heillra gatna á borð við Aðalstræti í Reykjavík.

En hann minntist einnig á það sem þurfi að bæta. Á síðasta þingi lagði Mörður Árnason og nokkrir fleiri þingmenn frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr.123/2010:

1. gr. Við 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, 23. tölul., svohljóðandi og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Söguleg byggð: Hverfi eða hverfiskjarni þar sem byggð er að stofni til frá því fyrir 1920, þar sem byggð hefur sérstakt byggingasögulegt gildi eða þar sem byggð hefur sérstakt menningarsögulegt gildi. Afmarka skal sögulega byggð sérstaklega í deiliskipulagi.

2. gr. Við 1. mgr. 51. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þar sem söguleg byggð hefur verið afmörkuð í deiliskipulagi stofnast réttur til bóta vegna skipulagsbreytinga ekki nema byggingarleyfi hafi verið í gildi þegar skipulagsbreytingarnar voru gerðar.

(Þingskjal nr.149).

Því miður náði þetta mikilvæga þingmál ekki í gegn, var ekki einu sinni tekið á dagskrá! Mörg önnur mál voru talin mikilvægari! Nú er að vona að Mörður verði kosinn að nýju og að hann endurflytji þetta mikilvæga mál á næsta þingi og það fái nægan stuðning.

Eg hvet sem flesta að hlusta á þessa vönduðu þætti þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur þar sem hann færi ýmsa fróðleiksmenn og konur til að ræða um sitthvað í tengslum við íslenska menningu.

Þeir eru endurteknir kl.13.00 á fimmtudögum og unnt að hlusta gegnum heimasíðu RUV.

Góðar stundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband