7.4.2013 | 10:12
Frábærir útvarpsþættir
Á sunnudagsmorgnum er frábær útvarpsþáttur Íslensk menning undir stjórn þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur. Að þessu sinni er samtal við Hjörleif Stefánsson arkitekt. Hjörleifur er mjög víðsýnn fræðimaður varðandi þróun húsbygginga og byggðar. Hann rýnir í mistök sem gerð hafa verið einkum í skipulagsmálum Reykjavíkur en bendir á sitthvað sem virkilega vel hefur tekist til.
Hjörleifur minnist á hvernig Íslendingar voru að mestu bundnir í 1000 ár við þann efnivið til húsbygginga sem fyrir var í landinu. Ætíð var torvelt að flytja byggingaefni til landsins og það var alltaf dýrt. Síðan þá þróaðist þessi sérstaki arkitektúr þegar Íslendingar byggja híbýli sín í landslagið og húsin verða hluti af því.
Þegar fyrstu arkitektarnir komu til sögunnar eins og Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson þá eru þeir nátengdir þessari fornu byggingaarfleifð og vilja gera sitt af mörkum að halda við hana eftir því sem unnt er.
Skipulag er Hjörleifi mjög unnt um að takist sem best til. Hann bendir á að frá 1920 hafi verið unnið að skipulagsmálum í Reykjavík og þá byggðist það á þeirri hugsun að hverfa frá þessu forna byggingalagi, rífa það sem fyrir var og byggja nýtt. Frá þessu var horfið upp úr 1970 en fram kom í þætti fyrir 2 vikum kom fram í máli Guðjóns Friðrikssonar að árið 1968 hafi um 100 gömul hús, flest timburhús frá ofanverðri 19. öld verið rifin í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983. Gríðarlega mörg hús voru á lista yfir þau sem átti að rífa, m.a. Bernhöftstorfuhúsin. Þeim var bjargað með miklum sóma þeim sem að því verki stóðu.
Hjörleifur minnist á ferðamenn. Þeir sækist mjög í gamla borgarhluta þar sem þeim finnst fróðlegt að skoða sig um. Hann minnist á endurgerð og endurbyggingu ýmissa húsa á síðustu árum og jafnvel heillra gatna á borð við Aðalstræti í Reykjavík.
En hann minntist einnig á það sem þurfi að bæta. Á síðasta þingi lagði Mörður Árnason og nokkrir fleiri þingmenn frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr.123/2010:
1. gr. Við 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, 23. tölul., svohljóðandi og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Söguleg byggð: Hverfi eða hverfiskjarni þar sem byggð er að stofni til frá því fyrir 1920, þar sem byggð hefur sérstakt byggingasögulegt gildi eða þar sem byggð hefur sérstakt menningarsögulegt gildi. Afmarka skal sögulega byggð sérstaklega í deiliskipulagi.
2. gr. Við 1. mgr. 51. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þar sem söguleg byggð hefur verið afmörkuð í deiliskipulagi stofnast réttur til bóta vegna skipulagsbreytinga ekki nema byggingarleyfi hafi verið í gildi þegar skipulagsbreytingarnar voru gerðar.
(Þingskjal nr.149).
Því miður náði þetta mikilvæga þingmál ekki í gegn, var ekki einu sinni tekið á dagskrá! Mörg önnur mál voru talin mikilvægari! Nú er að vona að Mörður verði kosinn að nýju og að hann endurflytji þetta mikilvæga mál á næsta þingi og það fái nægan stuðning.
Eg hvet sem flesta að hlusta á þessa vönduðu þætti þeirra Ævars Kjartanssonar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur þar sem hann færi ýmsa fróðleiksmenn og konur til að ræða um sitthvað í tengslum við íslenska menningu.
Þeir eru endurteknir kl.13.00 á fimmtudögum og unnt að hlusta gegnum heimasíðu RUV.
Góðar stundir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.