6.4.2013 | 14:08
Refsivert er að taka lögin í sínar hendur
Það hefur aldrei verið vel séð þegar menn sameinast í því að taka lögin í sínar hendur og gera það sem þeim langar til.
Aðferðin er nokkuð subbuleg og einnig er ámælisvert hvernig þeir fara með líkið.
Ekki kemur fram í fréttinni hvort þeir tengist meintum barnaníðing á einhvern hátt annað hvort sem þolendur eða ættingjar eða vinir þeirra komi þar við sögu.
Með því kunna þeir að eiga sér einhverjar málsbætur. En leyndin kringum verknaðinn og að reyna að losa sig við líkið sem ekki tókst, fellur þá.
Í nútímasamfélagi gengur ekki að menn taka sér lögin í sínar hendur. Það tíðkaðist á tímum þjóðveldisins þegar framkvæmdarvaldið var ekki komið til sögunnar eða aðeins vísir að því til staðar.
Þá þurftu menn að gæta hagsmuna sinna, varðveita sæmdina sem öllum var mikilvæg. Hefndarskyldan og hefndarrrétturinn fæddi síðar af sér refsilögin. Elstu fyrirmælin um þau eru í Jónsbók sem reyndar eru að einhverju leyti í Grágás. Eftir siðaskipti kemur Stóridómur, einhver groddalegustu og harðneskjulegustu refsilög sem framfylgt var á Íslandi. Með tilvísun til þeirra voru 18 konur teknar af lífi með þeim hætti að stinga þeim í poka ásamt steinum og fleygja í Drekkingarhyl. Hvað höfðu þessar konur gert? Jú þær voru allar fátækar og höfðu alið börn utan hjónabands. Flestar ef ekki allar þessar konur voru vinnukonur bænda sem höfðu að öllum líkindum misnotað þær með þessum hræðilegu afleiðingum.
Við Íslendingar getum verið stoltir af því að við erum fyrsta landið sem framfylgir ekki dauðadómum eftir 1830. Næstu öldina á eftir eða fram til 1928 þegar dauðarefsing er afnumin úr íslensku hegningarlögunum frá 1869 voru að vísu nokkrir dauðadómar kveðnir upp.
Þessir þrír bresku afbrotamenn hafa með verknaði sínum gerst ekki síður glæpamenn en sá sem þeir grunuðu um græsku.
Því miður er oft sem lögin eru tekin í sínar hendur. Gott dæmi er innheimtuaðgerðir Vítisengla og annarra þokkapilta en þar er ekki alltaf farið vettlingatökum um þá sem þeir telja sig eiga inni hjá.
Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða barnaníðing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mjög mikilvægt að gefa ekki afslátt á svona glæpum og þar með senda skilaboð um að það sé minni glæpur að drepa fólk sem hefur brotið af sér.
Það ætlar líka enginn að segja mér að þessir menn séu ekki að fá útrás fyrir eigin ofbeldishvötum með verknaðnum. Þeir einfaldlega nota það sem afsökun að viðkomandi eigi það skilið.
Hallgeir Ellýjarson, 6.4.2013 kl. 15:13
Það er nefnilega málið: Sumir telja sér heimilt að ráðast á þá sem telja hafa brotið af sér gagnvart samfélaginu og athafnir þeirra gegn hinum sem grunaður er, séu ekki metnar refsiverðar. En þess ber að gæta að allir borgarar eiga sama rétt hvað mannréttindi varðar. Á þvi virðast þessir bresku þremenningar ekki hafa áttað sig á.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.4.2013 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.