Gamaldags refsing

Einkennilegt réttlæti

Hvað ef böðlinum verði á mistök með að verða of harðhentur og valdi manninum meiri lömun en dómarinn ætlast til? Verður fanginn þá sá næsti sem verður látinn sæta enn grimmilegri refsingu?

Í Saudi Arabíu er Kóraninn eins og hver önnur réttarheimild (lögbók) samfélagsins sem ekki má breyta hið minnsta. Þar er byggt á gamaldags viðhorfum Gamla testamentisins um auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.

En Kristur setti fram ný og gjörólík viðhorf byggð á fyrirgefningu og iðrun. Þó liðin séu nær 2000 ár þá virðast þau viðhorf lítt hafa breyðst út.

Ætli ekki hefði verið skynsamlegra að dæma manninn til refsivistar og samfélagsþjónustu? Þá hefði mátt dæma hann til að greiða háar skaðabætur til tjónþolans.


mbl.is Skal þola lömun fyrir að lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skoðaðu málið betur hann neitaði að borga skaðabætur sem honum var dæmt að borga þannig að þetta er gert í staðin. vissulega vitlaust af mbl að ekki skýra frá því.

arnar (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 05:33

2 Smámynd: ViceRoy

arnar : hef hvergi séð (og fletti þessari frétt upp á nokkrum mismunandi erlendum fréttamiðlum) að hann hafi neitað að greiða skaðabæturnar. Þetta er hins vegar það há upphæð að þau hafa aldrei getað greitt fram þessa upphæð.

ViceRoy, 4.4.2013 kl. 17:03

3 identicon

Mér finnst þetta réttlát refsing. Ef slíkum refsingum væri almennt beitt að sá sem fremdi glæp, gæti búist við refsingu í sömu mynt, væru glæpir miklu fátíðari, og samfélagið öruggara.

Sammi (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 21:26

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Refsigleðin á aldrei að vera skynseminni yfirsterkari.

Eitt af markmiðum refsinga er að hvetja til aðgæslu og forðast refsiverða háttsemi, n.k. forvarnir. Í einum yfirréttardómi var rökstuddur dauðadómur fangans „öðrum illum skálkum til strangrar aðvörunar“. Ekki þætti slíkt gott í dag og refsigleðin verða algjör.´

Refsirétturinn byggist á refsilögum. Þau eru í raun byggð á gömlu hefndarskyldunni en þegar ekkert framkvæmdarvald var til í landinu, þá var sá réttur hjá ættingjum þess sem misgert var gegn. Með Gamla sáttmála verður til framkvæmdavald sem sýslumenn fóru með í umboði konungs.

Líklega eru fyrstu refsilögin Stóridómur sem voru vægast sagt mjög svæsin og harðneskjuleg einkum gegn konum.  Þar var m.a. sérákvæði um þá „hneykslanlega“ hegðan að fæða börn utan hjónabands. Þannig voru 18 konur teknar af lífi á Öxarárþingi með því að stinga þeim í poka og fleygja þeim í Drekkingarhyl. Þessar konur áttu allar það sameiginlegt að vera fátækar og ekki átt sér neina málssvara. Mjög líklegt að sumar þeirra hafi verið látnar sæta kynferðislegri misnotkun af húsbændum sínum. Ekki fer neinum sögum um að feðrum barnanna hefði verið refsað. Svo virðist sem þetta hafi einungis verið „kvennaglæpur“ sem kallanir voru hafnir yfir. Um miðja 18. öld mildast refsirétturinn með því að hætt er að hengja þjófa sen þjófnaður var lengi vel algengasta tegund afbrota á Íslandi og menn dæmdir til fangelsisvistar í Reykjavík í húsi því sem nú er Stjórnarráðið. Árið 1869 eru sett fyrstu nútímalegu refsilögin sem giltu til 1940 er núverandi hegningarlög tóku við og gilda enn með ýmsum breytingum með hliðsjón af þróun til aukinna mannréttinda. Þess má geta að 1928 var dauðarefsing afnumin úr hegningarlögunum frá 1869 en þó svo nokkrir dauðadómar höfðu verið kveðnir upp, þá var þeim ekki fullnægt eftir 1830. Síðasta aftakan fór fram það ár við Þrístapa í mynni Vatnsdals í Húnavatnssýslu þá Friðrik og Agnes vinkona hans voru gerð höfðinu styttri. Þau höfðu málsbætur en Natan Ketilsson sem þau myrtu og brenndu inni hafði leitað á Agnesi kynferðislega. En eftir morðið kveiktu þau í bænum og líklega yfirsást að annar maður saklaus brann einnig inni. Þess má geta að öxin sem tengist þessum hinstu aftökum á Íslandi er varðveitt í Þjóðminjasafni.

Vona einhver hafi gagn og fróðleik af þessari stuttu samantekt. 

Guðjón Sigþór Jensson, 5.4.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband