Er Grímsfjalla ferðaþjónustan hugsuð sem æfingabúðir kínverska hersins?

Engum heilvita manni dettur í hug að leggja himinháar fúlgur til að byggja ferðaþjónustu á Grímsstöðum með gólfvöll og ýmsu fleiru.

Ferðaþjónustuna er unnt að hafa opna kannski 2-3 mánuði, mesta lagi 4 en reka þarf forréttinguna allt árið!

En auðvitað mætti reka þarna æfingabúðir við erfiðar aðstæður. Getur það verið að hugmynd kínverska fjárfestisins sé að kínversku „ferðamennirnir“ séu í raun og veru hermenn sem mætti þjálfa á þessum hjara veraldar?

Aðstæður eru ákjósanlegar þarna, aftakaveður gengur þarna yfir öðru hverju þegar ekki verður stundað gólf eins og á fögrum sumardegi en unnt að flækjast um á fjöllum, týnast og láta finna sig aftur.

Íslendingar eru margir hverjir „tækjagalnir“. Þeir eru spenntir fyrir torfæruferðum, slarki og ævintýrum. Sjálfsagt er kínverski fjárfesrtirinn að „virkja“ þessi áhugamál sem landar vorir eru hugfangnir af. Sennilega hefðu ýmsir atvinnu af.

Góðar stundir!


mbl.is Gæti reynst erfitt að spila golf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef íslendingar vilja ekki heræfingar á Grímsstöðum þá er bara að setja það í lög að það megi ekki, svo einfallt er þetta.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 23.3.2013 kl. 14:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Guðjón Sigþór. Þú hittir naglann á höfuðið í þessu efni trúi ég.  En svo hef ég áður reynt að segja, en án árangurs.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.3.2013 kl. 14:32

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Margt er augljóst í glamri margra stjórnmálamanna og annarra. Auðvelt er með dálítillri gagnrýnni hugsun að sjá blekkingar og ómerkilegheit víða.

Hvernig er t.d. það með stóriðjuna sem öllu á að bjarga í efnahagslífi þjóðarinnar? Þeir álfurstarnir borga ekki einasta krónu fyrir mengunarkvóta og 2 af 3 álbræðslum greiða engan tekjuskatt. Við getum montað okkur m.ö.o. að greiða meira hvor okkar í tekjuskatt en 2 álbræðslur!

Þá eru það loforð og fyrirheit sumra stjórnmálaflokka: þeir lofa ýmsu sem ekki getur staðist fremur en að lofa góðu veðri meðan þeir eru við stjórnvölinn! Sennilega væri það skárra að lofa góðu veðri en e-u öðru sem grunlaust fólk treystir.

Góðar stundir! 

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2013 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband