23.3.2013 | 10:57
Sjötugur og eldist vel
Smám saman er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að ferðaþjónusta er að verða aðalatvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Við höfum notið þess að hafa fengið í arf frá bandaríkjamömmu kaldastríðsáranna þennan mikilvæga flugvöll, þessa dýrmætu eign sem við hefðum aldrei haft neina möguleika á að byggja sjálfir. Aðstaða fyrir flugvélar er mikilvæg og undirstaða fyrir ferðaþjónustu.
En við verðum sennilega brátt að fara að huga að byggja upp aðstöðu fyrir millilandaflug á fleiri stöðum. Egilsstaðir eru vel í sveit settir þar sem nánast ekkert þrengir að. Nálæg fjöll eru ekki til trafala, aðflug eins og best verður á kosið og völlurinn er allfjarri sjó sem telst góður kostur. Þá er Akureyri sem er fremur vandræðaflugvöllur að mörgu leyti einkum vegna þess að lengra er þangað frá meginlandi Evrópu og á vetrum er ókostur að þurfa að fljúga yfir hálendið í aðflugi. Þá er ekki víst að Akureyringar myndu sætta sig við mikið vaxandi flugtraffík, enda töluvert mikil hljóðtruflun við flugtak stórra flugvéla.
Umtalsverðu fé hefur verið veitt til rannsókna á Hólmsheiði vegna innanlandsflugvallar þar. Og sýnist margt benda til þess að sá kostur sé að mörgu leyti fremur ókostur.
Á næsta aldarfjórðung og jafnvel fyrr verður að byggja nýjan millilandaflugvöll á Suðurlandi til að létta álagið á Keflavíkurflugvelli sem og ferðaþjónustunni þar. Til greina kemur flugvöllur í Skaftáreldahrauni sem hefur þann kost að flug þangað er um hálftíma skemra en til Keflavíkur. Rannsaka þarf aðstæður þar en líkindi benda til að veðurfarsaðstæður þar séu betri en á Keflavíkurflugvelli. Þetta myndi verða ferðaþjónustu mikil lyftistöng og stórefla alla þjónustu og atvinnu í Skaftafellssýslu. Vatnajökulþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og hefur allt sem hugurinn girnist: jöklaveröld, eldfjöll, jarðhita, sanda, hraun, jökulár og jafnvel fossa.
Mikilvægt er að þeir stjórnmálamenn sem hafa bundið sinn hug við endalausar virkjanir og stórvirkjanir vakni loksins og geri sér grein fyrir því að unnt sé að auka atvinnulíf landsmanna á mun virkari og hagkvæmari hátt en stóriðudrauma og rafmagnsframleiðslu.
Náttúra landsins er meira virði óvirkjuð en virkjuð í þágu ferðaþjónustunnar!
Góðar stundir!
Sjötugur flugvöllur slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.