Nýr afglapasamningur?

Hvernig samið hefur verið við útsmogna stóriðjumenn er eins og börn eru að höndla við bíræfna prangara. Þeir fá að darka í landinu að vild, gríðarleg spilling í náttúru landsins og ekkert sem lítið kemur út úr þessum samningum nema helst eitthvað fyrir rafmagn og vinnulaun starfsmanna.

Tekjuskattur vart greiddur enda hafður sá möguleiki að koma hagnaði undan til skattaparadísa. Engin ákvæði um mengunarkvóta en hann gefinn! Það kemur því á óvart að við erum að greiða fyrir mengun þegar við fljúigum og jafnvel ökum í okkar bifreiðum. Stærstu mengunaraðilarnir borga ekki krónu!

En sú dasemdarsýn sem álflokkarnir sýna: Fyrst voru það Framsóknarflokkurinn og Sjálfsæðisflokkurinn sem semja hrikalega af sér. Síðan eru síðari ríkisstjórnir bundnar af þessum svikasamningum.  

Mjög líklegt er að Katrín Júlísdóttir semji um enn einn vandræðasamninginn sem erfitt verður að breyta.

Fordæmið er jú gefið!

Þegar fyrstu samningarnir voru gerðir við álbræðslu ISAL í Straumsvík var samið um framleiðslugjald fyrir hvert framleitt tonn. Frá þessu var illu heilli horfið 2007. Það ár varð síðasta ár framleiðslugjaldsins sem skilaði þó nokkru og ekki var unnt að koma þeim miklu fjármunum undan.

Svikin við þjóðina voru innsigluð á sumarþinginu 2007. Þá voru þessir vandræðasamningar lögleiddir sem aldreri hefði átt að gerast!


mbl.is Samningar um Helguvík í nánd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243413

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband