21.3.2013 | 18:22
Þreytt þingkempa?
Jóhanna Sigurðardóttir á mjög merkan þingferil að baki. Hún er ein af þeim þingmönnum sem einna lengstan starfsaldur hefur að baki, vel ef ekki sem lengst hefur setið á þingi af þeim sem nú sitja.
Síðasta kjörtímabil hefur verið einstaklega erfitt. Það var ekkert sældarbrauð að finna leið út úr þeim ógöngum sem bankahrunið skildi samfélagið í. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins vissi lengi vel að ekki væri allt með felldu en létu eins og ekkert væri að. Var því miður ekkert aðhafst í aðdraganda hrunsins þrátt fyrir að vita mátti að ekki væri unnt að forðast þessa óvenjuhörðu lendingu í efnahagshruni þjóðarinnar og nánast allt skilið í kaldakoli.
Endurreisnin var erfið. Fyrst þurfti að fara yfir stöðu mála og finna hagkvæmustu leiðina. Það var ekki auðvelt enda var það bæði Jóhönnu og Steingrími J. mikilsvert að hlífa sem mest samfélagsuppbyggingunni. Reynt var að skerða heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu eftir því sem unnt var. En hvarvetna var skorið niður.
Síðustu misserin hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur verið að reyna að bæta stöðu sína. Þessir flokkar báru fyrst og fremst ábyrgð á einkavæðingu bankanna, ofþenslu og gervigóðæri. Nú telja þessir forystusauðir sér allar leiðir færar.
Þegar litið er til baka hefur Þjóðarskútunni verið siglt á kyrrari sjó. Allt viðskiptaumhverfi er orðið mun hagstæðara án þess að braskaranir hafi nað að koma ár sinni fyrir borð, Sérstakur saksóknari er kominn á gott skrið að rannsaka og ákæra glæframenn þó seint verði náð til þeirra allra, Stjórnarráðið gert betra og hagkvæmara í rekstri og fyrir liggur frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem fullætrúar braskara á þingi kappkosta að koma í veg fyrir að verði samþykkt með ýmsum ráðum.
Er von að þessi gamla þingkempa þyki vera komið nóg af svo góðu?
Í raun ætti að þreyta stjórnarandstöðuna sem mest og ekki slíta þingi fyrr en í fyrsta lagi að ný stjórnarskrá hafi verið samþykkt. Að slíta þingi of snemma er vatn á myllu kölska. Nú þarf að duga en drepast. Það eru ekki nema nokkrar vikur til þingkosninga Jóhanna enda páskafrí framundan hjá landsmönnum og þingmönnum einnig.
Nú ætti að leggja fram siðareglur þingmanna og sömuleiðis frumvarp um skoðanakannanir!
Við eigum nokkra metra eftir á þrautagöngunni miklu gegn bröskurunum! Þeir eru tilbúnir að grípa völdin. Þeir munu endurvekja Frjálshyggjuna með einkavæðingu á nánast öllu sem þeir vilja, splundra Stjórnarráðinu í smærri einingar til að auðvelda helmingaskiptastjórnarmyndun, reka Sérstakan saksóknara og gefa öllu braskaraliðinu upp sakir og setja eigin stjórnarskrá að eigin hugmyndum. Þá myndu þeir efla atvinnurekendavaldið og gera allt til að lækka kaupið m.a. með stórfelldum gengisfellingum í stíl við gamla tímann!
Ætli vinstra fólki þætti þá ekki orðið þröngt fyrir sínum dyrum.
Baráttukveðjur!
Jóhanna leggur til þingfrestun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.