Stangast frumvarp við aðra hagsmuni?

Margt er skiljanlegt er að þingforsetinn hafi verið að velta vöngum yfir þessu máli. En þegar grannt er skoðað er svæði þetta nokkuð langt, teygt að Tjörn, Austurstræti og Lækjargötu. Spurning hvort miða eigi við húsaröðina, gangstéttarbrún eða miðja götuna? Eftirlit á svo stóru svæði kann að vera bæði erfitt, mannaflafrekt og það sem kannski skiptir mestu máli: kann þetta frumvarp að skerða aðra hagsmuni?

Á svæði þessu eru ýmsir veitingastaðir, gamalt hótel (Borg) og sitt hvað fleira. Ef atvik vilja verða til þess að einhverjar uppákomur og jafnvel róstur verða eins og tíðkaðist í Búsáhaldabyltingunni, verður þá þessu svæði lokað með tilheyrandi röskun fyrir þá aðila sem hagsmuni hafa að gæta?

Yfirlýsing um að of stórt svæði sé lýst friðheilagt kann annað hvort að verða í raun sýndarmennska eða jafnvel tilefni til ofríkis af hendi þess opinbera og vekja tortryggni. Þess má geta að þingstaðir voru fyrrum lýstir friðhelgir, þ.e. ekki mátti vera vopnaður innan vébanda sem voru miðuð við mögulega nánd þar sem unnt var að beita vopnum, kastvopnum eins og spjóti og öxum eða skotvopnum (bogar og örvar). 

Þarna þarf að finna leið sem tekur mið af meðalhófi og skynsemi.  

Góðar stundir. 


mbl.is Sérskipulagsvald um Alþingissvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband