Launafólk greiðir tekjuskatt, álbræðslur ekki

Alveg er stórfurðulegt að tvö álfyrirtæki, Alkóa og Rio Tintan í Straumsvík, greiði ekki tekjuskatt.

Íslenskt launafólk greiðir hærri tekjuskatt heldur en þessi fyrirmyndafyrirtæki íslenskra hægrimanna!

Alkóa byggir starfsemi sína auk þess á umfangsmestri röskun á íslenskri náttúru og auk þess grafalvarlegum ruðningsáhrifum í íslensku atvinnulífi.

Og auk þess getum við minnst á að ekkert þessara 3ja álfyrirtækja greiða svo mikið sem eyrisvirði í umhverfisskatt sem víðast hvar er. Nemur hann um 25 Evrum af hverju tonni CO2.

Framleiðsla álbræðslnanna 3ja nemur um 1 milljón tonna af áli á ári. Við framleiðnina verður um tvöfalt magn CO2 þannig að meðgjöfin er 50 milljónir Evra á ári eða yfir 8 milljarðar króna!

Af hverju er ekki lagður á umhverfisskattur á Íslandi eins og í öðrum löndum? Er nauðsynlegt að gefa hann? Eru kannski einhverjir stjórnmálamenn eða jafnvelu heilu stjórnmálaflokkarnir sem njóta góðs af? 

 


mbl.is Ekki greitt krónu í tekjuskatt í 10 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo virðist sem Kastljós hafi ekki farið rétt með staðreyndir. Þessar hugleiðingar þínar eru því frekar holar!

Hverju bjargar svo umhverfisskattur? Stöðvar hann mengun? Gagnast hann umhverfinu? Hvað gerir umhverfið við þessa tekjulind? Er þessi skattur kannski bara fyrir stjórnmálamenn til að sólunda?

Helgi (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 07:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigum við ekki að fylgjast með Kastljósinu aftur í kvöld?

Stóriðjan borgar ekki krónu fyrir mengunarkvóta.

Umhverfisskattur ætti að hafa letjandi ásókn í mengun og hvetja til að draga sem mest úr losun umhverfisspillandi efna eins og CO2. Það mætti beina þessu mikla fé í skógrækt og aðra starfsemi sem bindur mengun.

Vona þetta svari spurningum þínum og vangaveltum Helgi.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.3.2013 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband