Hvað á gjaldið að vera hátt?

Í meira en 20 sumur hefi eg verið á feðinni með erlenda ferðamenn á Íslandi. Stundum kemur fyrir að eg er spurður hvar borgað sé fyrir aðganginn? Mikil er undrun þessara ferðamanna þegar þeim er tjáð að gjaldtaka tíðkist ekki.

Nú hafa þær fréttir borist að forsvarsmenn Bláa lónsins hyggjast rukka 10 evrur frá ferðafólki sem hyggst einungis skoða baðstaðinn og notfæra sér aðra aðstöðu þar eins og salerni. Þetta er sjálfsagt tíðkast víða.

Nú þarf að hugsa um mál þjoðgarðsins á Þingvelli alveg upp á nýtt. Þarna hefur verið gegnumstreymi umferðar áfram austur yfir Lyngdalsheiðina norðan verða og yfir sumarmánuðina norður frá Þingvelli, um Kaldadal og Uxahryggi.

Spurning er hvort ekki þurfi að taka upp veggjald +aðstöðugjald. En vegna skipulagðra ferða þarf að undirbúa þessa ákvörðun með meiri fyrirvara. Góð lending væri að setja fremur lágt gjald til að byrja með en hækka síðar eftir því sem aðstaða verður bætt, salerni byggð, fleiri upplýsingastöðvar og bílastæði og þ.h. Þá er spurning hvort taka beri upp bókunarkerfi þar sem aðeins hópferðabílum verði heimilt að aka um þjóðgarðinn. Þetta er víða erlendis eins og í Bandaríkjunum.

En við Íslendingar erum áratugi ef ekki aldir á eftir öðrum í þessum málum.

Ljóst er að gjaldtaka verði þjóðgarðinum á Þingvelli sem og öðrum þjóðgörðum mikilsverður tekjustofn í framtíðinni.


mbl.is Öngþveiti framundan á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband