6.3.2013 | 17:25
Dálítill samanburður á börnum og þingmönnum
Í vetur hefi eg starfað á frístundaheimili þar sem rúmlega 120 börn eru skráð. Oft verður mikill hávaði og skvaldur þar sem hvert barn æpir upp í hróp og köll annarra. Er haft að orði að vandfundinn sé háværari vinnustaður innan marka Mosfellsbæjar.
Að mörgu leyti eru börnin lík þingmönnum. Nema að venjulega talar aðeins einn þingmaður í önnur þar sem stundum eru öll börnin meira og minna að tala og láta til sín taka. En oft er niðurstaðan engin, hvorki á þingi né á frístundaheimilinu. Eða þangað til við starfsmennirnir tökum til okkar ráða, reynum að draga niður í helstu hávaðakrökkunum. Mjög oft er verið að rífast út af litlu tilefni, legokubb eða öðru leikfangi.
Því miður hefur ekki tekist að koma stjórnarskrármálinu í gegn. Það mátti alltaf vita að innan Sjálfstæðisflokksins yrði allt gert til þess að koma í veg fyrir að við íslendingar fengjum nýja stjórnarskrá byggða á mannréttindum og lýðræði í stað þeirrar sem nú er og byggist fyrst og fremst á valdinu. Og því miður fór allt of mikill tími í mál sem skiptir eiginlega engu máli eins og það sem kennt hefur vrið við Icesave. Við hefðum hagnast meira á því að koma því vandræðamáli í höfn fyrir 3 árum eins og líkur voru á. Í ljós hefur komið að nægar innistæður voru alltaf fyrir í þrotabúi Landsbankans til að greiða skuldbindingarnar.Um það mátti aldrei ræða en umræðan blásin upp í tilfinningalegt rugl.
Þessi fjögur ár sem ein besta ríkisstjórn sem við höfum haft, voru fljót að líða. Það verður að segja eins og er að fjölmargt hefur áunnist sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu sennilega ekki náð sama árangri við að leysa efnahagsvandann eftir bankahrunið. Þar var ekki farið í tiltektir með hagsmuni braskaranna sem stjórna þessum gömlu spillingaflokkum meira og minna. En það voru mörg mistök gerð. Sennilega var Magmamálið það sem er afdrifaríkast. Erlendur braskari komst yfir stóran hlut í Orkuveitu Suðurnesja og þar með eignast aðgang að náttúruauðlindum Íslendinga. Þessi erlendi braskari mun þrýsta á meiri nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum og mun að öllum líkindum leiða til rányrkju og kulnun jarðhitans. Það er nefnilega alvarlegur misskilningur að þessi orka sé endalaus. Jarðhitasérfræðingar hafa varað við að þessi auðlind, jarðhitinn, geti gengið til þurrðar og verði nánast að engu eftir hámarksnýtingu hans í 30-40 ár.
Hvorki þingmenn Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins vildu koma í veg fyrir þetta Magma brask. Það var miklu auðveldara að grafa undan ríkisstjórninni með Icesave því sá áróður gekk betur inn í þá sem eru auðtrúa og vilja ekki gagnrýna það sem þeim þykir óþægilegt. Þetta er fólkið sem leggst hundflatt fyrir fremur léttvægum og yfirborðkenndum áróðri Sjálfstæðisflokksins um að þeir ætli að bjarga hag heimilanna í landsinu, án þess að minnst sé aukateknu orði um hvernig þeir ætla sér það!
Halda þessir menn að kjósendur séu eins og börn sem leggja það í vana sinn að koma öllu í loft upp vegna eins legókubbs?
![]() |
Útfararræður stjórnarskrárinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.