Oft veltur lítil þúfa þungu hlassi

Þór Saari vildi sjá nýja stjórnarskrá. Ljóst er að mikil vinna er að baki en nokkur tæknileg atriði koma í veg fyrir að unnt sé að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið eins og það er. Viðræður eru í gangi að samþykkja að taka út gær greinar og jafnvel kafla sem óvissa og ágreiningur er um en samþykkja frumvarpið að öðru leyti.

Greinilegt er að Þór Saari er að missa þolinmæðina. Í örvæntingu sinni leggur hann fram þessa vanhugsuðu tillögu sem bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hefðu öll síðustu 4 ár viljað styðja en treystu sér ekki sjálfir að leggja fram enda er hugmyndafræði beggja þessara flokka mergsogin af spillingu fortíðarinnar.

Ef tillaga Þórs Saari verður samþykkt er ljóst að engin ný stjórnarskrá er í augnsýn í bráð. Óhætt má því segja að oft velti lítil þúfa þungu hlassi.

Spurning er hversu  Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn launi litlu þúfunni ef tekst að koma í veg fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár. Framsóknarflokkur og þó einkum Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið það einkamál sitt að endurskoða stjórnarskrána.

Óskandi er að annaðhvort verði þessi tillögu afturkölluð af flytenda hennar eða hún kolfelld enda engin rök fyrir að leggja fram vantraust þegar rétt rúmlega 2 mánuðir eru til kosninga.

Hugmynd Þórs Saari um starfsstjórn allra þingflokka er mjög óraunhæf og spurning hvort hann sé með öllum mjalla. Jafnvel þeim bjartsýnasta myndi ekki láta sér detta annað eins í hug.

Góðar stundir!


mbl.is Vantrauststillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað held ég að minnið sé að spila með þig Gujón minn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á þessa ríkisstjórn á þessu kjörtímabili. Kjarkinn hefur því ekki vantað þar þótt aðra hafi skort kjarkinn á þeim tíma t.d. litla þúfan sem þú nefnir svo ef ég man það rétt.

Hins vegar skiptir vantrauststillaga nú engu máli. Ef hún verður samþykkt liigur eiginlega beinast við að forsetinn fari fram á það við núverandi stjórn að hún sitji út þar til eftir næstu kosningar sem þegar hafa verið ákeðnar. Það tekur því bara einfaldlega ekki að fara að bítta út ráðherrum fyrir þessa örfáu daga sem þessi ríkisstjórn virðist eiga eftir.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 02:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Sigurður. Sennilega er þetta rétt hjá þér að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt fram tillögu um vantraust fyrr á kjörtímabilinu.

Eins og stendur þá er ekki líklegt að þeir vilji sjálfir leggja hana fram enda sitthvað sem mælir móti því. Það eru þessir draumórar Þórs um starfsstjórn allra flokka sem mér vera vægast sagt mjög einkennilegir enda engin fordæmi fyrir slíku.

Mér sýnist á öllu að stjórnarandstaðan hafi verið reikul og ráðvillt á þessu kjörtímabili, of mikil áhersla lögð á sum mál eins og Icesave en engin á önnur. Dæmi um slík mál er Magma málið sem eg tel vera mun alvarlegra og afdrifaríkara þar sem erlendur braskari fékk nánast á silfurfati aðgang að íslenskum náttúruauðlindum sem hann leggur væntanlega áherslu á að gjörnýta og þar með eyðileggja.

Nægar innistæður eru fyrir skuldbindingum Icesave og var lengi vissa um að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans myndu duga nokkurn veginn. Nú er ljóst að innheimtist milli 15-20% umfram lágmarksskuldbindingarnar þannig að aldrei hefði reynt á ábyrgð ríkissjóðsins okkar. Icesave var eins og hver önnur bóla, áróður sem átti að grafa sem hraðast undan ríkisstjórninni.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2013 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband