Hvernig á að skilja þetta?

Annað hvort er eitthvað bogið við fréttaflutninginn eða hef eg misskilið eitthvað um ummæli svonefndan forseta: „að láta eigi bankastofnanir fara í þrot en ekki halda þeim á floti á kostnað almennings“.

Sé rétt eftir forseta þessum þá botna eg hvorki upp né niður. 

Fleiri en eg hafa efasemdir um inngrip forseta þessa inn í söguna:

Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið

Slóðin er:

http://gudmundsson.blog.is/blog/bjorgvin_gudmundsson/entry/1279839/

Góðar stundir!


mbl.is Forsetinn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ósköp einfallt mál og ekkert erfit að skilja.

Ef banki getur ekki verið rekin með hagnaði þá verður þessi banki að gufa upp í skítalikt.

Eitthvað erfit að skilja þessa útskýringu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 23:48

2 Smámynd: Teitur Haraldsson

Er ég að skilja þig rétt.

Ertu enn að boða JÁ boðskapinn og ertu enn að hrauna yfir forsetann ???

Teitur Haraldsson, 29.1.2013 kl. 23:51

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og svo er svar til þessa fjármálagúrú Björgvin Guðmundssonar.

Sennilega 60 - 100 miljarðar er það öll heimildin.

Ég kem þá með aðra heimild sennilegaga eins gáfulega; íslendingar spöruðu sennilega 700 til 1000 miljarða og að fara á hausinn vegna vangetu að standa við greiðslu skilmála IceSave samningana. Enginn gjaldeyrir til fyrir greiðslunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 23:58

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú skilur ekki orð forsetans þá skýrir það auðvitað ýmislegt í þínum málflutningi, Guðjón.

Í viðtalinu spyr hann þeirrar ágætu spurningar, hvers vegna bankar eigi að vera eitthvað öðruvísi en önnur fyrirtæki sem fara á hausinn ef þeim er stjórnað illa, t.d. flugfélög, símafyrirtæki, tölvufyrirtæki o.s.f.v. Hann segir jafnframt að það sé glórulaust að skattborgarar borgi niður tap bankanna. Athyglisvert að þú skiljir þetta ekki, en eins og ég sagði... skýrir e.t.v. margt

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.1.2013 kl. 00:00

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Heill sé forseta vorum sem stendur vörð um hag landsmanna, annað en helferðarstjórnin sem þú styður Guðjón.

Húrra fyrir forsetanum, húrra, húrra,húrra.

Hreinn Sigurðsson, 30.1.2013 kl. 00:06

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

skýrt hjá Ólafi

Eyþór Laxdal Arnalds, 30.1.2013 kl. 00:16

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Þetta verður orðið þér morgunljóst eftir góðan nætursvefn

Haraldur Rafn Ingvason, 30.1.2013 kl. 00:21

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón.

Er það ekki bara tryggð þín við ríkisstjórnarflokkana sem veldur því að þú verðir að reyna að finna eitthvað athugavert við umfjöllun um forsetannn ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2013 kl. 01:23

9 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Fyrirgefðu Guðjón minn, en þú talar eins og bjáni.  Forseti Íslands varði þjóð sína, þegar skoðanasystkin þín vildu sökkva henni í óendanlegt hyldýpi 

Kristján Þorgeir Magnússon, 30.1.2013 kl. 02:03

10 identicon

Guðjón Sigþór Jensson er ástæðan fyrir því að mér líður afskaplega vel í dag .... lifðu heill, minn kæri!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 04:01

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til að forðast misskilning þá er eg ekki tilbúinn að skrifa upp á allt sem ríkisstjórnin hefur framkvæmt.

En okkur hefði vegnað mun betur hefði Ólafur Ragnar ekki tekið undir þá áróðursmeistara sem beittu sér með tilfinningavellu gagnvart Icesave samningunum og undirritað lögin um Icesave. Við værum í dag mun betur stæð, hagstæðara lánsmat, betri viðskiptakjör, lægri vextir, meiri hagvöxtur enda værum við fyrr komin á krossgöturnar sem við erum nú loksins komin á eftir að leikritinu um Icesave loksins lauk.

Allan tímann var ljóst, að nægar innistæður voru fyrir Icesave skuldbindingunum. Óvissan var fyrst og fremst hversu útistandandi kröfur þrotabús landsbankans innheimtust en eins og kunnugt er voru þessar lánveitingar upphaflega fjármagnaðar með himinháum skammtímalánum á mjög lágum vöxtum. Meðan vel gekk að endurfjármagna þessi skammtímalán, þá gekk allt að óskum. Hugmyndin um Icesave reikningana var að keppa við aðrar innlánsstofnanir í Bretlandi og Hollandi var að tryggja nægt fé til þess að brúa þetta tímabil óvissu af völdum lánsfjárkreppunnar. Þessi tilraun tóks ekki eins og kunnugt er vegna þess að traustið á Landsbankanum þvarr mjög skyndilega.

Það er eins og aldrei hafi mátt ræða þessar staðreyndir! Í staðinn var búið til þetta dramatíska leikrit um Icesave um að vertið væri að skuldsetja þjóðina um aldur og ævi.

Það verður að segjast eins og er að þessi formsatriði sem að jafnaði eru sett í alla alvöru samninga ef vanefndir koma til, urðu tilefnið að þessari herferð. Áróðursmeistaranir útnýttu sér þetta óspart og í hvaða tilgangi? Var verið að reyna að grafa undan ríkisstjórninni einkum með því að reka fleyg inn í raðir VG? Það tókst með miklum tilfæringum: 4 þingmenn hafa stokkið fyrir borð og einn fundið gamalt rekald sér til halds og traust sem er hinn gamaldags Framsóknarflokkur. Þar virðist undirferli og lævísi hafa tekið við af gömlu samvinnuhugsjóninni sem er hinn íslenski arfur þess breska Georgisma sem hafði töluverð áhrif undir lok 19. aldar í Bretlandi og um aldamótin 1900.

Okkur hefðum öllum liðið mun betur fyrir 3 árum þegar við hefðum kveðið niður Icesave drauginn. En það voru öfl í samfélaginu sem vildu vekja þennan draug og magna sem mest enda er það óttinn gagnvart óvissunni sem áróðursmeistanir léku sér að.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 09:17

12 identicon

Ég er ekki, var ekki og mun aldrei vera reiðubúinn til að selja sjálfsvirðinguna fyrir hagstæðara lánsmat, betri viðskiptakjör, lægri vexti né meiri hagvöxt. Sama á við um 59% þjóðarinnar sem einnig kaus að halda sjálfsvirðingunni. Þetta mál er ekkert flóknara en það.

Og það er kolrangt hjá þér að okkur hefði öllum liðið betur hefðum við samið. Ég hefði til dæmis haft skítabragð á vörunum alla mína ævi eftir að þurfa að kyssa tvo risastóra heimsveldisyfirgangssemisrassa.

Peningar eru ekki allt, minn kæri.

Jón Flón (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 09:49

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er frasi sem ekki er heil brú í og er í raun algjör merkileysa. Lýðskrum fyrir óupplýst fólk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 10:40

14 Smámynd: corvus corax

Rosalega getur ofstækistrú blindað fólk í dýrkun á foringjaræði ríkisstjórnarflokkanna. Guðjón Jensson, beittu eigin hyggjuviti í stað þess að láta sértrúarflokkinn þinn ákveða hvað þér á að finnast til að verja ríkisstjórnina og koma um leið höggi á forsetann sem er meiri maður en allir ráðherrarnir og þingmennirnir til samans ...og gott betur.

corvus corax, 30.1.2013 kl. 17:10

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Loksins Ómar minn þá ertu sammála okkur og telur pistil Guðjóns frasa er ekki heil brú í og er í raun algjöra markleysa.

Batnandi mönnum er bezt að lifa.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.1.2013 kl. 19:45

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meei. Ummæli foreta hluta þjóðarinnar. þau eru bara frasi í besta falli en versta falli hrein heimska.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 22:07

17 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vonandi velur þjóðin ekki þá drauga í vor sem vilja halda þessum hræðsluáróðri að þjóðinni. Við skulum athuga að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð eru mjög tengdir þeim sem áttu þátt í hruninu. Báðir eru þeir tengdir braski og auðsöfnun. Eru slíkir menn líklegir að teljast málsvarar þeirra sem minna mega sín? Sennilega ekki. Þeir munu hefja ný ævintýri þar sem allt verði meira og minna trekkt upp í nýja fjárglæfra til að auðga betur auðvaldið.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 22:47

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já. þeir munu gera það náttúrulega. það er hugmyndafræði beggja þessara pilta og þeir þekkja ekkert annað né þeirra helsta bakland.

Málið er bara þetta: Er ekki hin kalda staðreynd að líklega er meirihluti íslendinga inná sömu línu og þeir?

það er eins og margir séu inná þessari línu þessi árin og áratugina.

það eru þessi skamtímasjónrmið. þetta veðmál á skamtímagróða sem er svo ríkjandi í mörgum íslendingum þessa áratugina.

það er td. með ólíkindum að meirihluti íslendinga skilda koma Sjöllum til þessara einvalda frá 1990 sem hlaut svo að enda í hruni. það er ekki tilviljun að þetta var svona. Margir íslendingar eins og falla fyrir skamtímagróðavoninni, einhverra hluta vegna.

Sem eitt dæmi, bara lítið, má nefna hlutabréfakaup fyrir 2008. Var það ekki þannig að margir voru að kaupa þessi hlutabréf td. í bönkunum? Jú, eg held það nefnilega. Alveg ótrúlega margir.

Nú er það að kaupa hutabréf enginn hneysa í sjálfu sér - sé það gert á hóflegan hátt. það er auðvitað ekkert að því að sitja hluta fjármuna sem viðkomandi á í kaup á hlutabréfi og þá aðallega til að geyma peninga með von um smá ávöxtun. Ekkert að því. En þetta var ekki eingöngu svona á Íslandi. Hinn ,,venjulegi" maður var að taka fáránlega áhættu með kaupunum og jafnvel mestanpart á lánum eða veðsetningum íbúðarhúsnæðis. Eg veit um nokkur svoleiðis dæmi þar sem fólk var að fjárfesta áhættufjárfestingar í þessum stóru fyrirtækjum fyrir 2008. þetta virðist hinsvegar hafa mikið legið í þagnargildi frá hruninu. Lítið sem ekkert talað um þetta. Virkar soldið núna eins og fólk vilji nefnilega fá 2007 aftur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2013 kl. 23:31

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki einu sinni byrjað að setja atkvæði í kjörkassana og þið eruð byrjaðir að væla og skjæla.

Hvernig verðið þið þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum og BB verði falið að mynda næstu Ríkisstjórn?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband