Þrír fangar struku, tveir náðust en eg slapp!

Kringum 1935 struku þrír fangar af Litla Hrauni. Tveir þeirra náðust fljotlega en sá þriðji, Vernharður Eggertsson sem ritaði nokkrur kver undir dulnefninu Dagur Austan, komst alla leið til Reykjavíkur.

Þegar hann kom í hádeginu einn góðan veðurdag voru blaðsölustrákar að selja Vísi sem var nýkominn út. Vernharður vindur sér inn í afgreiðslu blaðsins og fær bunka til sölu. Á forsíðu mátti lesa: „Þrír fangar struku en tveir náðust“. Vernharður kallaði fyrirsögnina og bætti við: „en eg slapp“. Hann var langt kominn með bunkann þegar lögregluþjónn sem var á vakt á Lækjartorgi áttaði sig á, handtók Vernharð og fór með hann á lögreglustöðina.

Ævisaga þessa ævintýramanns kom út fyrir örfáum árum. Hann var ósköp meinlaus karlinn, braust stundum inn í fylleríi. Eitt sinn stal hann fullum kassa af ljósaperum og gaf öllum sem hann mætti!

Hann tók þátt í borgarastyrjöldinni á Spáni og ritaði glefsur úr þeim hildarleik. Vernharður fórst í „Pentlinum“ milli Ornkneyja og Skotlands með togaranum Eyfirðingi, gömlum ryðkláf sem var á leið til Bretlands í niðurrif 1952.

Ritverk hans eru lipurlega skrifuð og vonandi verða þau endurútgefin.

Góðar stundir. 


mbl.is Margar skrautlegar flóttatilraunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara vegna greinar í Fréttablaðinu í dag.  Þótt um margt sé hún vel skrifuð missir hún þó marks vegna þess að aðaldæmið og sem fyrst er rakið byggir á fölskum forsendum.  Óbyggðanefnd hefur ekki úrskurðað um Geitland.  Þaðan af síður hefur Hæstiréttur fjallað um úrskurð Óbyggðanefndar um Geitland.  Óbyggðanefnd hefur ekki úrskurðað um neitt á Vesturlandi; hún er ekkert farin að fjalla um Vesturland.  Hæstaréttardómurinn, 247/1994, sem þú nefnir snýst, um að menn vóru kærðir fyrir skyttirí á Geitlandi og voru sýknaðir vegna þess að í refsimálum eru sönnunarkröfur mun ríkari en í einkaréttarmálum.  Taldist því vafi á að Reykholtskirkja ætti landið og sá vafi var túlkaður sakborningum í hag.  Um þennan málatilbúnað má ennfremur lesa í úrskurði Hæstaréttar nr. 294/2004.

En mergurinn málsins er þessi: Óbyggðanefnd hefur ekki fjallað um Geitland og alveg óvíst hvenær að því kemur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 10:42

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Varðandi þessa grein þá var hún rituð fyrir nokkrum árum og send blaðinu og skil eg lítt hvers vegna hún birtist nú. Kannski skýringin sé fólgin í því að ritstjórn Fréttablaðsins hafi ráðið atvinnulausa fornleifafræðinga að grafa upp merkar heimildir í fórum blaðsins.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.12.2012 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband