Hver eru meint afbrot þessa manns?

Þessi maður, Julian Assange, er grunaður og líklega ákærður fyriri að hafa átt þátt í að koma á framfæri ýmsum leyndarskjölum á vegum bandarískra hermálayfirvalda.

Þegar ljóst er, að Bandaríkjamenn hafa um 70% af sölu hergagna í heiminum auk þess að hafa haft stórfelld hernaðarumsvif í heiminum, þá þykir ýmsum hagsmunaaðilum innan BNA vegið gegn sér. Í augum flestra eru brot þessa manns þess eðlis að þau ættu ekki að varða ábyrgð að refsilögum. Hann hefur ekki að því best er vitað með athöfnum sínum með því að gera hernaðarupplýsingar opinberar, gert sig sekan um  nokkuð sem venjulegur borgari getur gerst sekur um. Hann er að miðla upplýsingum um hernaðarumsvif sem teljast jafnvel vafasöm og umdeild en hafa sennilega verið fengin með aðstoð fyrrum yfirmanns í bandaríska hernum sem í dag hefur verið upplýst að hafi sætt mjög ámælisverðri meðferð í varðhaldi að Amnesty International hefur gert athugasemdir við.

Þegar svo stendur á, þá er greinilegt að mannréttindi kunna að hafa verið brotin gagnvart þessum mönnum. Meðferð fanga og ófrjálsra borgara sem ekki samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála né eðlilegri málsmeðferð.

Í réttarríki er eðlilegt að ákæruvaldinu beri sönnunarbyrðin um að meint afbrot hafi verið framin. Í þessu máli er ekki ljóst hver glæpurinn er.

Óskandi er að alþjóðasamfélagið leysi þessa menn úr haldi. Þeir hafa siðferðisleg rök fyrir breytni sinni, að fletta ofan af meintri misbeitingu hervalds. Þetta þarf að skoða nánar og þá með aðild International Amnesty.

Góðar stundir.


mbl.is Örlög Assange í höndum Svía og Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá.... hunsum við nauðgun? 

Nafnlaus (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 03:42

2 identicon

Maðurinn er sakaður um tvær nauðganir

og neitar að mæta í skýrslutöku í Svíþjóð

Það er Assange sem afvegaleiðir fjöldan

og talar alltaf um eitthvað ANNAÐ

Grímur (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 07:16

3 identicon

Ef thu med "brot thessa manns" att vid Julian Assange, vil eg benda a alveg eins og their sem her gera athugasemdir, ad Julian Assange er grunadur um naugdun og önnur kynferdisbrot gegn tveim ungum saenskum konum sem bida eftir thvi ad hann verdi yfiheyrdur og ad thaer fai loks ad ljuka thessu mali. Assange er ekki akaerdur fyrir neitt hvorki i Svithjod eda USA enda hefur USA ekki synt neinn ahuga a thessu mali, sem best kemur fram i thvi ad ekki hefur verid farid fram a ad fa hann framseldan fra Englandi til USA. Og thegar kaudi helt svo bladamannafund i sendiradi Ekvadors sidsumars var ahuginn ekki meiri en svo hja bandariskum blödum, ad eingöngu ein litil grein birtist, ekki a forsidu,+ nei langt inni i New York Times. Finnst ther thad benda til einhvers ahuga a honum yfirleitt? Hvad tha ad hann hafi verid akaerdur?

Hitt er svo annad ad enginn getur vitad hvad honum og konunum tveim for a milli - nema personurnar sjalfar og audvitad hvorki thu eda eg. En thad er ekki merkilegt ad hopur manna fylgjandi honum telur sig vita? Thad hefur nu hingad til thott kostur ad Fru Justitia hafi bundid fyrir augun svo hun geri ekki mannamun. Nu bregdur svo vid, ekki sist a Islandi, ad mugurinn hropar hastöfum :. Burt med trafid! Serdu ekki , serdu ekki ad thetta er Julian Assange! JULIAN ASSANGE!

Hann a sem se ad vera hafinn yfir hlutleysi, saensk domsvöld eiga ad vikja fra settum reglum eda brjota lög? Hvada "likhet inför lagen" kvedur a um ad Assange skuli verda yfirheyrdur i Englandi? Ad hann eigi a haettu ad verda framseldur fra Svithjod til USA er bara "bullshit"

S.H. (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 17:47

4 identicon

Svo ma benda a agaeta grein i leidara DN fyrir nokkru undir heitinu " Flera nyanser av brunt."

http://www.dn.se/ledare/signerat/flera-nyanser-av-brunt

Höfundurinn Hanna Kjöller segir sinar farir ekki slettar af samskiptum sinum vid Wikileaks og Assange og er varla honum til frama eda fraegdar. " Nyanser av brunt" tharf varla ad utskyra.

S.H. (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 18:02

5 identicon

LEIDRETTING. I fyrstu malsgreininni atti audvitad ad standa: " en er thad ekki merkilegt..... ?"

Og höfundur leidarans i Dagens Nyheter heitir Hanne Kjöller. ekki Hanna.

S.H. (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband