Sendingin að sunnan

Ekki er ósennilegt að þetta bragð formannsins muni koma Framsóknarflokknum endanlega út úr íslenskri pólitík. Þegar nokkuð ljóst er að fokið er í flest skjól fyrir þá sem vilja komast upp með fremur ómerkilegt gaspur og glamuryrði undir yfirskyni gamallrar bændamenningar fyrir sunnan, þá reyna þeir að krafsa sig áfram með því að bjóða sig fram í einu höfuðvígi bændamenningarinnar á Íslandi. En eitt hefur Sigmundi Davíð yfirsést: Hann er fulltrúi braskara og fjárglæframanna sem venjulegt sveitafólk hefur skömm á. Þó svo að Sigmundur Davíð telji sig geta keypt atkvæði jafnvel í heilu hreppunum með manni og mús með auð sínum þá er eins líklegt að flestir sjái gegnum glamrið og gífuryrðin sem hann hefur oft verið að skreyta sig með.

Mjög líklegt er að hinn almenni kjósandi á Austurlandi og austanverðu Norðurlandi velji flest annað en Framsókn fyrst hinn umdeildi formaður hyggst velja þessa leið. Rætur Sigmundar Davíðs er í undirheimum hermangs og spillingar. Sveitafólk hefur ætíð tekið slíku sendingum með tortryggni. Mjög sennilegt að svo verði einnig enda er hér eitt höfuðvígi VG sem lengi hefur gagnrýnt spillingaröflin vegna einkavæðingar bankanna, kvótakerfisins og annars sem allt átti til að leiða til bankahrunsins mikla á sínum tíma.

Góðar stundir!


mbl.is Sigmundur Davíð með 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Þið vinstri menn skuluð ALDREI væna aðra menn um spillingu því spillingar skítalyktin leggur af ykkur um allt land.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 1.12.2012 kl. 20:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bíðum við Marteinn: hvaða spillingu áttu við?

Pólitísk spilling hefur verið töluverð hér á landi í skjóli hermangs, kvótabrasks, einkavæðingar og þar eftir götunum. Til hvers konar spillingar ertu að vísa? Mér finnst þú þurfir að rökstyðja þessa fullyrðingu þína betur.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2012 kl. 20:53

3 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Segir t.d.Steingrímur j og meðferðarheimilið Árbót þér eitthvað? og talandi um einkavæðingu er Steingrímur búinn að láta vita hverjum hann eftirlét bankana? Hvað með allar ráðningar án auglisingar hjá þessari ríkisstjórn?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 1.12.2012 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nánari útlistana er óskað!

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2012 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband