21.10.2012 | 16:00
Á Mannréttindadómstóllinn að vera í þjónustu hrunmanna?
Landsdómsmálið gegn Geir Haarde var mjög eðlilegt framhald af bankahruninu. Hver bar mestu ábyrgðina eins og málin stóðu haustið 2008? Hann var dæmdur mjög vægilega, þar sem refsing var eiginlega nánast engin. Á reyndar Landsdómur lof skilið hvernig úr þessu máli var leyst á mjög mannlegum nótum sem Hæstiréttur mætti taka sér að mörgu til fyrirmyndar.
Auðvitað eru ekki allir sáttir hvernig mál fara. Til er fólk sem sér eftir ævisparnaði sínum sem hvarf í bankahruninu sem Geir Haarde átti sinn þátt í að varð. Þetta fólk hefur sumt hvert reynt að fá hagsmuni sína viðurkennda fyrir dómi en oft án nokkurs árangurs en mikils kostnaðar sem er mörgum óbærilegur. Hagsmunir þúsunda hafa orðið að engu, allt vegna kæruleysis og léttúðar vegna einkavæðingar bankanna.
Telji Geir Haarde sig hafa erindi að kæra vandræðamál sín til Mannréttindadómsstóls Evrópu þá er honum það auðvitað frjálst. En sjálfsagt kosta þessi málaferli offjár og ekki er líklegt að hann fá nokkuð annað en fyrirhöfnina og enn meiri fjárútlátin út úr þessu. Geir átti möguleika á að koma í veg fyrir hrunið eða draga verulega úr því og þessi glæpur verður ekki tekinn af honum. En Geir iðrast einskis, hann telur að honum beri engin ábyrgð á bankahruninu þó svo margar tengingar eru við hann í aðdraganda hrunsins.
Mannréttindadómstóll Evrópu er ekki ígildi hundahreinsunar þar sem unnt er að fá heilbrigðisvottorð í tilfelli Geirs n.k. siðferðisvottorð að honum var bankahrunið óviðkomandi. Hann var sem forsætisráðherra yfirmaður Stjórnarráðsins og þar með framkvæmdavaldsins á Íslandi. Líkja má starfi Geirs sem skipsstjóra á skipi, þjóðarskútunni sem strandaði illilega vegna kæruleysis skipsstjórans í aðdraganda hrunsins. Að siglingalögum ber skipsstjóri ábyrgð á skipi, áhöfn og farmi og ef hann sýnir eitthvað kæruleysi og léttúð í starfi sínu ber hann skilyrðislausa ábyrgð.
Sennilega muni ýmsir aumkast yfir Geir. Aðrir finnast þessi kærumál ekki vera honum til frægðarauka nema síður sé.
Mjög líklegt er að Mannréttindadómstóll Evrópu vísi þessu máli frá enda er ekkert í málaferlunum gegn Geir þar sem reynt var að halla máli gegn rétti hans. Ákæran byggðist á ítarlegri rannsókn og sökin fólst einkum í því aðgerðarleysi nefnilega að gera ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut, til að koma í veg fyrir hrunið eða draga úr því mikla tjóni sem það olli landsmönnum öllum.
Hafi Geir næga fjármuni að ráðstafa í þetta stúss er honum frjálst að eyða því í málarekstur sem kann að hafa meira tilfinningalegt fremur en praktískt gildi. Auðvitað er öllum annt um æru sína en um hana hefði Geir mátt kæra sig betur fyrri hluta árs 2008 og þangað til allt varð vonlaust að bjarga því sem bjargað varð. Aðdragandi hrunsins er nátengdur aðgerðarleysi Geirs sem hafði ýmsa möguleika til að vinda ofan af bankakerfinu og óráðsíu bankastjórnenda áður en allt varð um seinan.
Góðar stundir.
Geir kærir til Mannréttindadómstóls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera eins og í öðrum dómsmálum.Þegar dómstóllinn verður búinn að dæma Geir saklausann(sem ég efast ekki um að hann gerir)á ákærandinn að sjálfsögðu að borga reikninginn.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.10.2012 kl. 16:12
Heldur þú Guðjón að mannréttindadómstóllinn sé aðeins fyrir skrílinn í búsáhaldabyltingunni.?
Hörður Einarsson, 21.10.2012 kl. 17:39
Mín skoðun er einfaldlega þessi; hann á rétt að leita réttar síns í þessum efnum. Dómstóllinn kemur síðan að niðurstöðu.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:40
Mannréttindadómstóllinn á að vera í þjónustu við þá sem telja að á sér hafi verið framin mannréttindabrot. Skiptir þar engu hver á þar í hlut. Enda eiga mannréttindi ekki að vera sérréttindi einstaka hópa, heldur allra manna eins og nafnið gefur til kynna.
Kristinn Karl Brynjarsson, 21.10.2012 kl. 21:23
Sælir, mannréttindadómsstólinn dæmdi tvo íslenska sjómenn í vil í fiskveiðistríði við stjórnvöld, engar bætur fengu þeir og urðu gjaldþrota,
og valtað var yfir þá,gott yrði ef mál Geirs sannaði bótarétt þeirra og að ríkisstjórnir þurfa að bregðast við.
Bernharð Hjaltalín, 22.10.2012 kl. 03:26
Um leið og hinir 3 fyrrum ráðherrarnir duttu út úr þessu máli og aðeins var haldið áfram með að ákæra einn mann, - þá varð þetta ómanneskjulegt og ósiðlegt í nútímaþjóðfélagi.
Eiginlega eins og krossfesting. Hvernig er hægt að kenna einum manni - um allt það sem misfórst hér? það hefðu allir fjórir ráðherrarnir sem upphaflega stóð til að ákæra - átt að vera þarna með honum. Og svo að auki - átti að sjálfsögðu að ganga miklu harðar í að dæma þá sem rændu hér og rupluðu - og ræna enn í formi afskrifta - afskrifta á upphæðum sem venjulega fólkið gæti ekki látið sig dreyma um. Venjulega fólkið fær ekki einu sinni afskrifað 100 þús.króna skuld í neyð, en ríka fólkið sem þekkir rétta fólkið - fær afskrifað 200 milljónir takk fyrir og býr svo áfram í ræningjahöllum sínum.
Adeline, 22.10.2012 kl. 08:32
Það er alveg ótrúlegt hve margir eru þrjóskir að viðurkenna staðreyndir:
Geir var æðsti ráðherrann og bar eins og skipsstjóri meginábyrgð á bankahruninu hvað framkvæmdavaldið áhrærir. Hann var lengi fjármálaráðherra, m.a. þegar einkavæðing bankanna gekk yfir. Þar var sýnd mikil léttúð og allt gefið eftir. Meira að segja verklagsreglum var breitt, allt til þess að auka græðgisvæðinguna meir.
Þó svo að Geir hafi ekki verið maður stórra ákvarðana í aðdraganda bankahrunsins voru hvarvetna aðvaranir. Í stað þess að láta hendur standa fram úr ermum og gera eitthvað var ekkert aðhafst. Refsilög kveða ekki aðeins á að saknæmur verknaður fylgi refsiábyrgð, þá getur aðgerðarleysi einnig verið refsivert og niðurstaða Landsdóms er þannig. Geir er sakfelldur fyrir fremur lítið miðað við upphaflegu ákæruna en refsingin nánast engin.
Ef maður lætur hjá líða að veita manni í hættu aðstoð, þá bakar hann sér refsiábyrgð. Á forsætisráðherra sem veit hvað er að gerast, hann fær fjölda aðvarana en skeytir engu um fremur en ólánsami kapteinninn á Titanic, að vera talinn með öllu saklaus þó fjármál heils lands fer í hundana? Ekkert réttlæti er það.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2012 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.