Villandi fyrirsögn

Í stað: „Þriðjungur andvígur háspennulínu“ hefði alveg eins verið unnt að segja: „Innan við 30% vill háspennulínu“ sem er öllu hlutlausara og nákvæmara.

Auðvitað skiptir máli hvernig umdeild mál eru kynnt. Með því að setja fram þá fullyrðingu að innan við helmingur sé andvígur er verið að gefa í skyn að hærra hlutfall sé meðfylgjandi sem raunin er ekki. Er verið með þessu að móta skoðun í stað þess að setja fram hlutlausa frétt?

Í Þýskalandi er því réttilega haldið fram að fréttin sé „heilög“. Fréttina má ekki hártoga, afvegaleiða flutning hennar eða setja í þð form að um afstöðu til viðkvæms deilumáls. Fréttin sem slík er hlutlæg eða „objektiv“. Hins vegar er fréttaskýringin frjáls og þar má setja fram skoðanir. „Kommenteð“ er huglægt eða „subjektiv“ þar sem fréttaskýrandanum er fullkomlega heimilt að túlka frétt og skýra hana.

Fyrirsögn þessarar fréttar er því ekki aðeins villandi, hún er sett fram til þess að hafa mótandi viðhorf í viðkvæmu deilumáli á Íslandi.

Þess má geta að hvergi í veröldinni er framleitt jafnmikið af rafmagni á haus og hér á landi. Meira en 50 sinnum meira rafmagn er framleitt en hver einstaklingur á Íslandi þarf. Umframframleiðslan fer í stóriðjuna að mestu leyti og spurning hvenær verður framleitt nóg. Einhvern tíma verður að setja mörkin hvenær hagkvæmt kann að framleiða meir.

Við kaupum raforkuna ekki mikið ódýrar en neytendur í nágrannalöndum okkar. Hins vegar njóta stóriðjufyrirtækin góðs af þessari gegndarlausu virkjanaáráttu. Kannski að vissir stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanir njóti góðs af því að sýna þessum aðilum einstakan skilning og vilji gjarnan fórna náttúru landsins til að leggja undir virkjanir og rafmagnslínur út um allt land?

Góðar stundir en án fleiri háspennulína.


mbl.is Þriðjungur andvígur háspennulínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband