Skynsamleg tillaga

Framkomin tillaga er mjög skynsamleg.

Fyrir nær 60 árum vildi meirihluti hreppsnefndar þáverandi Kópavogshrepps leita sameiningar við Reykjavík. Þá stóðu málin þannig að forystufólk sveitarfélagsins vildi fá sem fyrst þjónustu fyrir hreppsbúa. Bæjarstjórn Reykjavíkur tók þessu erindi illa, alla vega þáverandi meirihluti Sjálfstæðismanna sem óttaðist að missa meirihluta sinn í næstu kosingum enda talið að „tómir kommar“ byggju í Kópavogi. Þeir vildu hins vegar styðja Kópavogsbúa að stofna sérstak sveitarfélag. og varð Kópavogskaupsstaður til 1955. Þetta varð afdrifaríkur vendipunktur.  Í stað þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu yrðu sameinuð, var byggt upp nokkurs konar smákóngaveldi.

Við þekkjum söguna síðan. „Smákóngaveldið“ hefur fengið að þróast hvert á sínum forsendum. Þannig hefur hvert sveitarfélag þróast á sinn hátt án þess að sjónarmið og hagsmun ir heildarinnar hafi fengið að ráða för. Þannig eru fyrir vikið „múrar“ milli bæjarfélaga. Má nefna sunnanvert Breiðholt í Reykjavík og Kópavogs þar sem engar samgöngur eru á milli sveitarfélaganna.

Hræðsla Sjálfstæðisflokksins að missa meirihluta og þar með völd hafa sett sitt mark á söguna. Því miður! En nú er komið til sögu ungt og víðsýnt fólk sem vill taka á þessum málum sem vill breytingar og ber að fagna því.

Góðar stundir!


mbl.is Vilja sameina sveitarfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Vonandi verður skynsamlegar á málum haldið í framtíðinni. Höfuðborgarsvæðið er illa skipulagt  svona eins og bútasaumsteppi. Salahverfi hefði t.d getað oeðið viðbót við Seljahverfi og hefði sparast í mannvirkjum  svo sem  skólum og íþrótta aðstöðu.Meira mættti týna til.

Hörður Halldórsson, 21.9.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tillagan er að sjálfsögðu arfavitlaus. Við í Kópavoginum vorum með vinstri menn í endurhæfingu í 20 ár, eftir skelfilega stjórnartíð. Svo fékk þetta lið tækifæri, sem dugði í 1 1/2 ár. Það var auðvitað allt of langur tími. Vinur minn ákvað að styðja þetta lið og taka þátt. Hann fékk sig fullsaddan eins og flestir aðir í Kópavoginu. Egóistar og ótrúlega lygnir og ómerkilegir sagði hann um vinstri liðið. Nú er það komið í aðra 20 ára endurhæfingu og dugar sjálfsagt ekki til.

Það var auðvitað skynsöm tillaga að halda kommunum sér og það er einmitt það sem þarf að gera. Ég er með þá tillögu að láta flytja þá í Hafnarfjörðinn. Þeir komust til valda á Álfarnesinu og settu sveitarfélagið á hausinn og auðvitað með ósannindum og óheilindum. Nú eru þeir með völdin í Hafnarfirði og auðvitað er þa allt á hausnum. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2012 kl. 08:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Hörður. Höfuðborgarsvæðið minnir einna helst á landabréf af Þýskalandi eftir 30 ára stríðið.

En eg er gjörsamlega ósammála þér Sigurður. Besta stjórnin í Kópavogi var á frumbýlisárunum þegar skortur var bókstaflega á öllu, hvort sem það var atvinna, matur, byggingalóðir og byggingarefni. Svo tókst íhaldinu að ná smám saman áhrifum og þá var eins og andskotinn væri kominn. Gunnar hefurlengi verið talinn konungur spillingarinnar í sveitarstjórnarmálum. Og ekki virðist mikið betra taka við með Ármanni sem datt út af Alþingi.

Það voru ekki vinstri menn sem skuldsettu Álftanesið í botn. Það voru flokksfélagar þínir í Sjálfstæðisflokknum sem einkavæddu svo mikið m.a. byggingarlóðir, að tekjur bæjarfélagsins dugðu engan veginn fyrir skuldbindingunum. Það er alveg óþarfi að hengja bakara fyrir smið!

Þú getur svo sem trúað öllu en láttu ekki freistast til að ljúga svo berlega eins og með íhaldsskuldirnar á Nesinu!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 22.9.2012 kl. 16:23

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðjón það vill svo til að Ríkisendurkokoðun hefur tekið út fjármál Sveitafélagsins Álftaness sjá.

http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/skyrslur/Alftanes1.pdf

Þar segir í byrjun skýrslunnar : Sveitarfélagið Álfanes glímir við alvarlegan fjárhagsvanda vegna mikilla skulda og annarra fjárhagslegra skuldbindinga sem forráðamenn þess stofnuðu til á árunum 2006 til 2009. 

Guðjón á þeim árum var vinstri meirihluti og oddviti sveitarfélagsins Kristján Sveinbjörnsson flokksbróðir þinn, sem síðan var staðinn að því að bulla á netinu eins og þú gerir og hlaut af því ævarandi skömm. 

Þú getur því réttilega skifað þig Guðjón Sigþór Jensson lygalaup hér eftir. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.9.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband