28.6.2012 | 12:55
Áróðursbragð íhaldsins
Í grein Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hagnaður útgerðarinnar hafi numið 51 milljarði króna 2010. Undanfarninn áratug hafi tekjuskattur útgerðarinnar numið um 1 milljarði árlega eða um 2% af rekstrarhagnaði útgerðarinnar 2010.
Margir útgerðarmenn falla í þá gryfju að kenna ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer í samfélaginu og tekur fulltrúi braskaranna í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson undir þá skoðun, sbr. viðtal við hann í hádegisfréttum RÚV núna rétt áðan.
Og viðtalið við forystusauð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum bendir til að hann er við sama heygarðshornið, steytir hnefana gegn ríkisstjórninni, segir upp rúmlega 40 manns og hyggst selja nýja veiðiskipið. Er þetta eitthvað sem þjóðin þarf að hafa áhyggjur af?
Nei, mjög líklegt að braskhugsunarhátturinn sem er landlægur meðal íhaldsmanna verði viðvarandi. Væntanlega verður stofnað nýtt útgerðarfélag kringum kaup og útgerð þessa skips í eigu sömu aðila til þess fallið að flækja reksturinn í hagræðingarskyni. Lengi vel var þekkt að útgerðin var rekin með reikningslegu tapi í áratugi, alla vega man eg ekki til annars á fyrri árum að nokkuð vit væri í útgerð sem rekin var með bullandi tapi uns kvótabraskið kom til sögunnar. Samt tókst útgerðarmönnum ætíð að berast mikið á og gátu sýnt veldi sitt og auð margsinnis.
Vitað er að útgerðin skuldar yfirleitt fremur lítið vegna skipa og annarra fjárfestinga utan kvótabrasksins. Skuldir útgerðarinnar eru fyrst og fremst vegna kvótakaupa en hverjir seldu? Eru brögð í tafli? Verið að fela gróðann?
Athygli vekur að forsvarsmenn stærsta útgerðarfyrirtækisins almenningshlutafélagsins HBGranda taka ekki þátt í þessari ómerkilegu rógsherferð gegn ríkisstjórninni. Á síðasta aðalfundi greindi Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður frá þessum málum og þó hann hafi dregið fram fremur dökka mynd af veiðileyfagjaldinu þá kom fram í máli hans skilningur gagnvart hugmyndum um það. Enda hefur ríkisstjórnin breytt og dregið allverulega í land frá upphaflegum hugmyndum.
En útgerðin mun halda áfram að sækja sjóinn af kappi hvað sem pólitík líður og færa áfram mikil aflaverðmæti að landi í þágu þjóðarinnar. Kvótinn er eign þjóðarinnar en ekki útgerðarmanna þó svo að honum hafi verið úthlutað af stórhuga stjórnmálamanni að því virðist vera til eignar á sínum tíma en hann hafði engar heimildir að afsala þjóðinni eign sem hann hafði ráðstöfunarrétt á. Réttur til kvóta á að vera afnotaréttur en ekki undirorpinn eignarrétti. Til þess skorti Halldór Ásgrímsson fullkomlega heimildir. Alla vega hefði verið rétt að bera undir þjóðaratkvæði hvort þjóðin væri samþykk að afsala eignarréttinum til kvótagreifanna. Því miður var kvótinn gerður að féþúfu sem stjórnmálamaður eins og Halldór ber fyrst og fremst ábyrgð á. Við hann er að sakast og krefja reiknisskil gjörða sinna.
Áróðursbragð nokkurra íhaldsmanna er eins og hvert annað vindhögg, klámhögg sem hittir fremur þá sem því beita.
Góðar stundir undir farsælli ríkisstjórn! Hún er á réttri leið út úr erfiðleikunum enda hagvöxtur óvíða jafnmikill og hér á landi þrátt fyrir allt svartarausið!
Vinnslustöðin segir upp 41 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að þú kallir uppsagnir í sjávarútvegi "áróðursbragð" er einhvers konar siðblinda.
Útgerðarmenn segja ekki upp fólki ef þeir telja sig geta grætt á vinnu þess. En ef þeir sjá ekki fram á að geta sett gott starfsfólk í verðmætaskapandi vinnu þá segja þeir því að sjálfsögðu upp. Og hérna er einfaldlega búið að loka á aðgengi að hráefni og stórhækka skatta. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg og stóð í mörgum skýrslum sem voru skrifaðar áður en hinn nýi skattur var lagður á.
Þú tjáir þig eins og þú vitir ýmislegt um rekstur fyrirtækja, og leyfir þér að gagnrýna rekstrarákvarðanir útgerðarmanna. Gott og vel, gerðu það bara, þótt þú hljótir að sjá þá hættu að þú virki eins og predikari í fílabeinsturni. En slepptu siðferðisdómunum og uppnefnum á rekstrarákvörðunum.
Geir Ágústsson, 28.6.2012 kl. 13:04
Hagnaður útgerðar árið 2010 var 31 miljarður, eftir greiðslu veiðigjalda.
Hagnaður 2009 var 18 miljarðar
Hagnaður 2008 var 12 miljarðar
En tap ársins 2007 nam 140 miljörðum.
Nettótap eftir þessi 4 rekstrarár nam því 79 miljörðum. Á ríkið þá ekki að greiða hlutfall af tapi?
Vinstrimönnum finnst sjálfsagt að ryksuga upp hagnað góðu áranna, og ásaka útvegsmenn um græðgi, og djöflast svo á henni fyrir illa rekinn sjávarútveg, þegar slæmu árin eru gerð upp.
Sem betur fer styttist í að þessi ríkisstjórn verður ei meir.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:20
Og ef við snúum þessu uppá landið sem við eigum;
En bændur munu halda áfram að rækta landið af kappi hvað sem pólitík líður og framleiða áfram mikil verðmæti í þágu þjóðarinnar. Jarðir eru eign þjóðarinnar en ekki bænda þó svo að þær hafi verið teknar til eignar á sínum tíma af landnámsmönnum. En þeir höfðu engar heimildir að afsala komandi kynslóðum þeirri eign. Réttur til að yrkja landið á að vera afnotaréttur en ekki undirorpinn eignarrétti. Til þess skorti landnámsmenn fullkomlega heimildir. Alla vega væri rétt að bera undir þjóðaratkvæði hvort þjóðin væri samþykk að afsala eignarréttinum til bænda.
Síðan mætti einnig bæta við mannauðnum sem við höfum kostað til náms og fyrirtækin greiða ekki sérstaklega fyrir. Vatn, jarðhita og rafmagn sem mætti rukka sérstaklega fyrir umfram það sem nú er greitt. Sérstakt gjald á hvern ekinn kílómeter fyrir afnotin af landinu sem vegirnir hvíla á. Og svona mætti lengi telja enda auðlindir okkar margar en aðeins tekið sérstakt gjald fyrir eina.
sigkja (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:30
Jæja Guðjón.
Heldur þú þá máski líka að ef skóli þarf að segja upp vegna niðurskurððar sé það "áróðursbragð"?
Meira að segja Þóra Arnórsdóttir viðurkenndi fyrir mér að henni hugðist illa það brölt, sem að þeir aðilar er nú sitja (sem vita ekki munninn á hægri og vinstri) Alþingi, eru að fara í til að fá fjármagn til að geta staðið við nokkur loforð og atkvæðaveiðar.
Nei, sjávarútvegsfyrirtæki gera það ekki af gamni sínu að leggja byggðir í eyði. Það virðist verk ríkisstjórna að ákveða hverjir lifa og deyja, þá og hvar og hvernig auk þess hvaða list því egi að líka.
Það er að sjálfsögðu takmark allra fyrirtækja á frjálsum markaði að hámarka arð.
Ríkisfyrirtæki gera það aftur á móti ekki enda eru þau uppfull af hverúlöntum eins og yður sjálfum sem hafa dvalið of lengi á menntastofnunum en of stutt í atvinnulífinu. Gott dæmi þar um er það sem Ómar Ragnarsson sagði þegar hann fór af RÚV á Stöð 2.
Á RÚV var teymi. Myndatökumaður, hljóðmaður, tæknimaður og jafnvel meira. Hjá Stöð 2 fékk hann myndavél með hljóðnema og þrífót.
Sama er hjá alltof mörgum ríkisstofnunum sem, N.B. allar nema Lansinn, hafa þanist óheyrilega út í kreppunni í stað þess að þar sé skirið niður líkt og hjá fyrirtækjum á almennum markaði.
Steininn tók síðan úr í forheimsku vinstrimanna þegar að Steingrímur hótaði Rússum löndunarbanni ef að þeir gerðu ekki eins og honum fyndist.... en gleymdi alveg að þeir eru að kaupa um 80% af makrílnum sem er að halda uppi sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Reyndar er það orðið alveg sama hvort hér situr hægri eða vinstri stjórn. Hér gera stjórnvöld eins og þeim finnst best og sinna fyrst og fremst þeim sem strjúka þeim. Almenningur og þá gjarnan þeir verst settu, er aftur á móti alltaf látinn gjalda fyrir sukk og svínarí hrikalega þanins ríkisbatterís sem að telur um 40% alls vinnandi fólks á landinu og er með góðu eða illu að skipta landinu í tvær þjóðir. Þá ríkistryggðu og þá sem borga fyrir þá ríkistryggingu.
Mundu svo einnig að ef auður safnast hvergi saman að þá er hvergi hægt að fá lán.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 13:37
Geir: Hvað þú átt við með siðblindu átta eg mig ekki á. Frá því að eg man eftir mér þá hefur útgerðin alltaf verið rekin með tapi uns hókus-pókus varð með gjafakvótanum. Ætli siðblindan sé ekki annars staðar en hjá alþýðumanni eins og mér sem upplifi ýms konar blekkingar? Hvernig má það vera að fjölsky,dufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar fær 2,6 milljarða niðurfelldar á sama tíma og fyrirtækið greiðir eigendum sínum mörg hundruð milljónir í arð?
Hilmar: Þessar tölur koma ekki saman við þær tölur sem fram koma annars staðar opinberlega. Hvaðan eru tölurnar þínar?
sigkja: við verðum að átta okkur á því að það sem þú minnist á nýtur verndar stjórnarskrárinnar og þar skilur á milli einkaeignar og það sem tilheyrir almenningi. Menntun er eign hvers einstaklings og það sem hann gerir til að auðga sig og hagsmuni sína.
Óskar: Finnst þér eðlilegt að formenn Frfamsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru stöðugt í viðtölum meðan sjaldan og jafnvel aldrei er rætt við full´trúa ríkisstjórna? Það gerðist t.d. í hadegisfréttum RÚV í dag. Hvar er andmælarétturinn og jafnræðið? Er það aðeins virkt stundum og stundum ekki?
Mér finnst sumt af því sem þið hafið fram að færa vera eins og endurtekið efni úr áróðri þeirra útvegsmanna sem vilja grafa sem fyrst undan ríkisstjórninni. Eruð þið ekki að grafa undan sjálfum ykkur í leiðinni með því að horfa fram hjá því sem satt og rétt er? Áróður LÍÚ gegn ríkisstjórninni er barnalegur og ótrúlegt að mestu flón landsins taka undir hann.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2012 kl. 15:45
@Athugasemd nr 2:
Á vef Hagstofunnar kemur fram að rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51,3 milljarðar króna, eins og Ólína vísar til í sinni grein.
http://hagstofa.is/?PageID=2596&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=SJA08109%26ti=Rekstraryfirlit+sj%E1var%FAtvegs+2008%2D2010%26path=../Database/sjavarutvegur/afkoma/%26lang=3%26units=Milljónir
lesandi (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:35
Guðjón.
Finnst þér eðlilegt að forsetisráðherra komi fram í ríkissjónvcarpinu og segi "ég hef létt 170 milljörðum af heimilunum í landinu" án þess að gera neina frekari skíringu á hvernig?
Svo þegar var farið að rína hvernig kerla hefði [mis]reiknað kom í ljós að yfir 130 milljarðar voru vegna gjaldeyrisdíomsins fyrir hæstarétti og amk 23 í viðbót vegna glataðra lána til iðnaðar hjá bönkunum.
Raunin reyndist svo reiknuð 7,8 milljarðar .....eða eins og að taka verðtrygginguna úr sambandi í HEILA 22 daga.....
+Aróðurinn er hjá RÚV fyrir sitjandi ríkisstjórn...enda ræður hún framlögum og öðrum bitlingum.... og svoo hneykslast þú og aðrir á MBL...!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:43
Þakka þér „lesandi“ fyrir tilvísunina.
Óskar: Nú hefi eg ekki heyrt þetta viðtal við Jóhönnu sem þú vísar til þannig get eg hvorki tekið undir orð þín eða vísað á bug. Hefurðu spurt Jóhönnu nánar um þetta? Kannski það væri best!
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.6.2012 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.