Er aftur byrjað á braskinu á kostnað annarra?

Eftir bankahrunið þegar sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa urðu að engu ásamt hlutabréfaeignum lífeyrissjóða þá er fyllsta ástæða til varfærni. Hrunið varð vegna þess að hér á landi var ekkert gert til þess að forðast svonenfd krosseignatengsl og önnur brögð í viðskiptum.

Í fyrirtækinu Exita var t.d. hlutafé í fyrirtækinu aukið um 50 milljarða án þess að ein einasta króna rynni inn í fyrirtækið. Hins vegar var bréfssnifsi, hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki sem enginn kannast við, lagt inn í fyrirtækið rétt eins og innlegg bænda í Kaupfélagið í fyrri tíð.

Tilgangurinn var auðvitað að sýna öðrum hluthöfum langt nef enda var þeim boðið að hver króna hlutafjár væri greidd með 2 aurum!

Í tíð hermangsins og brasksins kringum herlið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli var Reginn h.f. stofnað fyrir um 50 árum. Lengi vel deildu fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins völdum í því fyrirtæki sem m.a. byggði stór hús við Höfðabakka í Ártúnshverfinu í Reykjavík. Þessi hús blasa við öllum sem leið eiga um Vesturlandsveginn austan Elliðaárbrekku, minnisvarði um einstaka aðferðafræði hvernig unnt er að auðgast fljótt og vel gegnum hermang. Síðan hafa umsvif þessa fyrirtækis að því virðist hafa aukist.

Ef eg ætti sparifé teldi eg því betur komið á nánast vaxtalausum reikning í bönkunum en að kaupa hlutabréf í fyrirtæki þessu. Að öllum líkindum verða örlög sparifjár þeirra sem sjá möguleika á góðri ávöxtun verða að engu rétt eins og gerðist áður þegar braskaranir léku sér að almúgafólki með því að féfletta það fljótt og auðveldlega.

Eg minnist hlutabréfanna í bönkunum, Atorku, Existu og öllum þessum fyrirtækjum sem nú eru týnd og tröllum gefin. Þau virðast vera einskis virði þó fyrir þau hafi verið greidd með beinhörðum peningum, sparnaði þúsunda í áratugi.


mbl.is Vildu kaupa fyrir 10,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamms..

Og nú í boði Landsbankans, banka VG og Samfylkingar.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við hvað áttu við Birgir?

Þú veist vonandi að Landsbankanum er stjórnað af stjórn bankans en ekki stjórnmálamönnum. Auðvitað reynir hún ásamt skilanefnd gamla Landsbankans að koma sem mestu í verð þó verðmiðinn sé nokkuð einkennilegur.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.6.2012 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband