20.6.2012 | 17:52
Er aftur byrjað á braskinu á kostnað annarra?
Eftir bankahrunið þegar sparnaður þúsunda Íslendinga í formi hlutabréfa urðu að engu ásamt hlutabréfaeignum lífeyrissjóða þá er fyllsta ástæða til varfærni. Hrunið varð vegna þess að hér á landi var ekkert gert til þess að forðast svonenfd krosseignatengsl og önnur brögð í viðskiptum.
Í fyrirtækinu Exita var t.d. hlutafé í fyrirtækinu aukið um 50 milljarða án þess að ein einasta króna rynni inn í fyrirtækið. Hins vegar var bréfssnifsi, hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki sem enginn kannast við, lagt inn í fyrirtækið rétt eins og innlegg bænda í Kaupfélagið í fyrri tíð.
Tilgangurinn var auðvitað að sýna öðrum hluthöfum langt nef enda var þeim boðið að hver króna hlutafjár væri greidd með 2 aurum!
Í tíð hermangsins og brasksins kringum herlið Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli var Reginn h.f. stofnað fyrir um 50 árum. Lengi vel deildu fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins völdum í því fyrirtæki sem m.a. byggði stór hús við Höfðabakka í Ártúnshverfinu í Reykjavík. Þessi hús blasa við öllum sem leið eiga um Vesturlandsveginn austan Elliðaárbrekku, minnisvarði um einstaka aðferðafræði hvernig unnt er að auðgast fljótt og vel gegnum hermang. Síðan hafa umsvif þessa fyrirtækis að því virðist hafa aukist.
Ef eg ætti sparifé teldi eg því betur komið á nánast vaxtalausum reikning í bönkunum en að kaupa hlutabréf í fyrirtæki þessu. Að öllum líkindum verða örlög sparifjár þeirra sem sjá möguleika á góðri ávöxtun verða að engu rétt eins og gerðist áður þegar braskaranir léku sér að almúgafólki með því að féfletta það fljótt og auðveldlega.
Eg minnist hlutabréfanna í bönkunum, Atorku, Existu og öllum þessum fyrirtækjum sem nú eru týnd og tröllum gefin. Þau virðast vera einskis virði þó fyrir þau hafi verið greidd með beinhörðum peningum, sparnaði þúsunda í áratugi.
Vildu kaupa fyrir 10,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamms..
Og nú í boði Landsbankans, banka VG og Samfylkingar.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 22:02
Við hvað áttu við Birgir?
Þú veist vonandi að Landsbankanum er stjórnað af stjórn bankans en ekki stjórnmálamönnum. Auðvitað reynir hún ásamt skilanefnd gamla Landsbankans að koma sem mestu í verð þó verðmiðinn sé nokkuð einkennilegur.
Guðjón Sigþór Jensson, 20.6.2012 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.