Þokukennt orðalag

Sumir vilja hafa sem flest eins óljóst og jafnvel villandi. Þeir telja jafnvel að það sé gegn hagsmunum sínum að þurfa að fara eftir einhverjum reglum sem öðrum þykja sjálfsagt að fara eftir.

Skynsamar og sanngjarnar reglur eru alltaf til bóta.

Í þessu tilfelli hvernig koma megi í veg fyrir mengun þ. á m. á hafinu þarf að gæta ítrustu varkárni sem Bandaríkjamönnum virðast ekki vera sáttir við.

Á Íslandi er verið að reyna að koma á skynsömum og sanngjörnum reglum varðandi náttúruvernd, m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur og gera þá aðila ábyrga fyrir þeim spjöllum sem þeim valda. Í stað þess að vinna saman, blæs hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins upp eins og gamall hvalur og vill engar reglur! Er þetta eðlilegt?

Í Fréttablaðinu í dag er komið inn á þessi mál í mjög vel ritaðri grein eftir Véstein Ólason: Hver er þriðja leiðin? Þar bendir höfundur á dapra sögu Evrópu þegar óbilgirni og skammsýni reif álfuna upp í tveim heimsstyrjöldum og skildi bókstaflega lönd og þjóðir í rústum. Reglur eru til að fara eftir en svo virðist sem ýmsum þyki þær trufla frelsi sitt til einhverra athafna og koma ár sinni betur fyrir borð á kostnað annarra.

Þessir aðilar vilja engar reglur fyrir sig sjálfa en aðrir mega setja sér sínar reglur og fara eftir þeim. En það eru auðmennirnir, fjármagnseigendurinir sem telja sig vera hafna yfir lög og rétt.

Því miður bera þessir aðilar oft furðu mikið úr bítum, kannski þeir beiti aðferðum lýðskrumarans að afla sér aukinna valda og hagnaðar á kostnað okkar hinna.

Góðar stundir! 


mbl.is Texti yfirlýsingarinnar ekki nógu skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband