Að blása upp smámál

Margnota barnableyjur eru yfirleitt keyptar einu sinni. Hvort á einni eða tveim pakkningum sé greiddur venjulegur 25,5% virðisaukaskattur eða eitthvað lægra skiptir ekki höfuðmáli.

Þetta mál er dæmi um þau fjölmörgu smámál sem eru blásin upp til að gera úlfalda úr mýflugu. Að draga fram eina vörutegund út úr og hafa í lægri skattflokk, er vont fordæmi og er aðeins til að hvetja að tína út nánast hvað sem er til að lækka skatt.

Hver er tilgangurinn? Að vekja athygli á sjálfum sér og gera sig að einhverjum göfugum „riddara“ sem er að berjast við vonda drekann er allt að því broslegt að ekki sé dýpra tekið í árina.

Því miður stökk þingkona þessi fyrir borð hjá VG þar sem nánast hvern einasta dag stendur stjórnarliðið baki brotnu að ausa „Þjóðarskútuna“. Á meðan leyfa sumir sér að agnúast út í nánast hvað sem er. Aðrir að grafa sem  hraðast undan fylgi ríkisstjórnarinnar en verður það ekki sú niðurstaða sem í ljós kemur þegar talið verður úr kjörkössunum að ári?

Ríkisstjórnin á allt betra skilið en að verið sé stöðugt að rugga skútunni og jafnvel reyna að sökkva henni.

Góðar stundir!


mbl.is VG vildi ekki ódýrari bleiur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er handboltalandsliðið sem á að styðja í blíðu og stríðu en ekki endilega ríkisstjórnin....

Þórður (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 18:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki á þessari aths. Þórður.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.6.2012 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 243411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband