Þröngsýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt ótrúlega þröngsýni í þessum málum. Skynsamlegar reglur m.a. að koma í veg fyrir utanvegaakstur þarf að setja og gera þau lögbrot betur undir viðurlög þegar það á við.

Af hverju mátti ekki breyta lögum um náttúruvernd?

Skyldi það vera af sömu rótum að það sé einkamál Sjálfstæðisflokksins að breyta stjórnarskrá lýðveldisins og breyta skipulagi og fyrirkomulagi Stjórnarráðsins?

Fyrrum voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins mun skynsamari en þeir eru í dag. Má nefna mörg dæmi um það, t.d. svonefnt Dreifibréfamál í ársbyrjun 1941 þar sem þeir sýndu mjög mikla skynsemi. Þá voru ritstjórar Þjóðviljans handteknir af Bretum og haldið nauðugum um nokkurra mánaða skeið í fangabúðum í Bretlandi. Bæði Jónas frá Hriflu og forsvarsmenn Alþýðuflokksins fögnuðu að andstæðingar þeirra væru teknir úr umferð. Það var Ólafur Thors sem beitti sér einkum að fá Einar Olgeirsson sem var einnig þingmaður og Sigfús Sigurhjartarson lausa úr breska fangelsinu. Hann gerði sér ljóst að þarna var mjög alvarlegt brot gegn Íslendingum að handtaka þingmann, brot á stjórnarskránni. En bresk yfirvöld tóku engum vettlingatökum á þessu máli og það gerði ólafur sér ljóst.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mættu skoða söguna betur áður en þeir missa sig gjörsamlega í þröngsýnum skúmaskotum.

Þröngsýni og hagsmunagæsla fyrir fárra v irðist því miður vera orðið þeirra sérgrein. Þeir vilja t.d. ekki viðurkenna að fiskurinn í sjónum sé þjóðareign og að nauðsynlegt sé að breyta kvótakerfinu þannig að það sé afnotaréttinum að auðlindinni sé úthlutað en ekki kvótanum sjálfum og gera hann að andlagi eignarréttar eins og varð 1983. Nei hún skal hann vera áfram féþúfa kvótabraskara.

Er þetta kannski alvarleg siðblinda? Alla vega er komin upp alvarleg skekkja í kompás forystu Sjálfstæðisflokksins.

Góðar stundir!


mbl.is „Ófyrirleitni sjálfstæðismanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband