Hvar voru útgerðarmennirnir?

Einkennilegt er að þeir sem skipulögðu þessi mótmæli virðast hvergi hafa verið nærri. Og talsmenn kvótaeigenda á Alþingi voru heldur hvergi nærri, létu ekki sjá sig hvað þá bregða sér út smástund frá þrasinu á þingi.

Taka má undir sjónarmið Marðar: þessi mótmæli voru missheppnuð. Þau hafa kostað sitt, siglingakostnað tuga skipa til Reykjavíkur. Engar tekjur koma á meðan. Og allur auglýsingaflaumurinn? Ætli sá kostnaður hefði ekki betur verið varið til að skrapa upp í veiðileyfigjaldið?

Veiðileyfigjald er eðlileg greiðsla fyrir afnotarétt að kvótanum. Því miður líta margir útgerðarmenn á kvótann sem „eign“ en ekki afnotarétt. Halldór Ásgrímsson setti kvótakerfið á til bráðabirgða haustið 1983. Illu heilli var það festi í sessi án þess að eigandinn, íslenska þjóðin væri spurð um það.

Nú nær 3 áratugum síðar vill þjóðin fá greiðslu fyrir þennan afnotarétt.

Þetta kvótamál er eitt furðulegasta fyrirbæri Íslandssögunnar og þá sérstaklega sá kafli þegar útgerðarmenn sáu möguleika á að gera sér kvótann að féþúfu og selja hann hæstbjóðenda. Þar áttu stjórnvöld að segja stopp fyrir löngu.

Góðar stundir!


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Tvennt er athyglisvert við málflutning þeirra sem tala fyrir nýrri og snarhækkaðri skattlagningu á útgerð:

- Hvar var þetta tal um aukna skattlagningu á meðan útgerðin barðist við endurtekin gjaldþrot, sem stjórnmálamenn fundu sig knúna til að forðast með ítrekuðum gengisfellingum á krónunni?

- Hvar er þetta tal um aukna skattlagningu á öllu öðru sem vex á "sameign þjóðarinnar" á þurru landi, t.d. sauðfjárrækt? Þar eru skattgreiðendur látnir niðurgreiða. Er það ekki sérstakt?

Nú veit ég að ásetningurinn á bak við hið mikið hækkaða "gjald" er auðvitað sá að sjúga fé í ríkiskassann og völd til stjórnmálamenn. Margir hafa látið glepja sig af tali um að geta setið heima hjá sér í ró og næði og horft á ávísanir streyma inn um lúguna frá fiskimörkuðum. En það er þá bara það: Blekking, sjálfsblekking jafnvel.

Geir Ágústsson, 8.6.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Not relevant að tala um ,,sauðfé" þessu viðvíkjandi. þá væri samanburðurinn við fiskeldi.

Spurningin með hvar svokallaðir útgerðarmenn voru - ætli þeir hafi ekki bara setið á Hótel Holti.

En almennt séð með þennan LÍÚ fund - þá er augljóst að þeir LÍÚ menn misreiknuðu sig algjörlega. það bendir til að þeir lifi í sérheimi. Málflutningur LÍÚ er alltof einstrengingslegur og athafnirnar eru allt of stórkarlalegar. þetta snerist allt í höndunum á þeim - vegna þess aðallega að þeir gengu allt of langt. Svo er barasta broslegt að sjá þingmenn sjalla sem hverja aðra talsmenn LÍÚ inná þingi. Aumkunarvert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2012 kl. 12:11

3 Smámynd: Óskar

Árið 2010 högnuðust útgerðirnar um 45 milljarða, já 45000 milljónir!  Af þessu greiddi útgerðin um 3,3 milljarða í skatta og veiðileyfagjöld.  Restin 41,7 milljarðar FÓRU BEINT Í VASA KVÓTAEIGENDA EÐA TIL UM 70 FJÖLSKYLDNA Í LANDINU.   Þarna hagnaðist hver þessara fjölskyldna um rúmar 500 milljónir að meðaltali, EFTIR SKATTA!!! 

Það að það meigi ekki breyta svona mafíukerfi og að menn eins og Geir hér að ofan reyni að verja þetta er þannig að maður er nánast orðlaus.   VIÐ VILJUM STÆRRI HLUTA AF ÞESSU FÉ TIL SAMFÉLAGSINS, FLÓKNARA ER ÞAÐ EKKI.

Óskar, 8.6.2012 kl. 12:35

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Dettur einhverjum í hug að eigendur fyrirtækja greiði sér 100% arð af hagnaði? Kannski sú ranghugmynd sé að einhverju leyti ástæðan á bak við ofsafengna ástríðu sumra til að sjúga fé úr vösum þeirra sem þess afla, og ofan í sinn eigin vasa.

Það væri að vísu ekki skrýtið að hlutafjáreigendur útgerðarfyrirtækjanna auki arðgreiðslur til sín til að koma hagnaðinum í skjól undan Skattgrími. En í eðlilegu rekstrarumhverfi er yfirleitt töluvert skilið eftir af arði í fyrirtækjunum til að styrkja þau og stækka. Vonandi njóta eigendur þessara útgerðarfyrirtækja, sem meðal annars eru þúsundir Íslendinga og lífeyrissjóðirnir, þess að hagnaður sé enn gefinn upp hjá íslenskum útgerðum. Þeir dagar heyra sögunni til ef hagnaðinn á að hirða að miklu leyti í skattheimtu.

Geir Ágústsson, 8.6.2012 kl. 13:44

5 Smámynd: Óskar

Þér finnst semsagt eðlilegt að 92,6 % af hagnaði af helstu auðlind þjóðarinnar endi í vasa 70 fjölskyldna Geir ?   Maður rökræðir ekki við fólk með slíkan siðferðisbrest, maður bara vorkennir því.

Óskar, 8.6.2012 kl. 13:58

6 identicon

Sæll.

@2: Þú gleymir alveg að á fundinum voru ekki bara útgerðarmenn heldur sjómenn, fiskverkafólk og aðrar stéttir sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi.

@3: Hvað er svona slæmt við hagnað? Fyrst fyrirtæki græða má þá hið opinbera koma og hirða nánast allan gróða? 

@5: Hvernig heldur þú að þessi hagnaður komi til? Sitja útgerðarmennirnir bara heima hjá sér, telja peninga og láta aðra þræla fyrir sig? Verður þessi gróði og verðmæti til bara af sjálfu sér? Ætli útgerðarmenn skuldi ekki eitthvað? Í stað þess að vorkenna Geir ættir þú að eyða þínum tíma í að átta þig á því hvernig fyrirtæki eru rekin. 

Flokkarnir hafa ekki útskýrt hvers vegna bylta þarf afar hagkvæmu kerfi. Veist þú það?

Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á. Ég sjálfur vil afnema veiðigjald og lækka skatta á fyrirtæki.

Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af. Hér fær opinberi geirinn vænan skerf.

Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum.

Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga.

Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.

Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?

Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara?

Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.

Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.

Margir fjölmiðlar láta og margir bloggarar eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur og enn verri ef hagnaðurinn verður til hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér! Hvernig halda þessir aðilar að störf verði til?

Helgi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 22:23

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka aths.

Mér fannst eins og sjómennirnir sem voru sendir af útgerðarmönnunum til að mótmæla sem staðgenglar útgerðarmannanna af því að þeir nenntu því ekki sjálfir, vera eins og nýtsamir sakleysingjar, n.k. lömb leidd til slátrunar.

Kvótakerfinu var komið á að frumkvæði eins manns, Halldórs Ásgrímssonar, sjá grein eftir Svan Kristjánsson prófessor um þetta einkennilega upphaf í Skírni í haust sem leið. Skírni má annað hvort fá keyptan hjá Bókmenntafélaginu eða fá að lesa á öllum betri bókasöfnum á Íslandi.

Þá minnist Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins á þetta furðulega mál í ævisögu sinni. Greinilegt er að hann hafi aldrei verið sáttur um þessi málalok.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.6.2012 kl. 20:18

8 Smámynd: Geir Ágústsson

"Sjómenn berjast gegn frumvörpunum því þau munu hafa beina áhrif á kjör þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra. Þetta er ekkert flókið, ef kvóti minnkar hjá útgerðinni er minna veitt og minna kemur í buddu sjómanna. Þegar ,,góðærið" var á Íslandi og krónan nokkuð sterk lækkuðu laun sjómanna verulega, allt að 30-40% milli ára, því að laun þeirra taka mið af verðmæti aflans hverju sinni. Á sama tíma voru laun hjá öðrum stéttum að hækka, mismikið þó og alltof mikið hjá einhverjum. Ég man ekki eftir því að neinn hefði áhyggjur af sjómönnum þá."

(http://www.visir.is/adgat-skal-hofd-i-naerveru-salar/article/2012120619974)

..skrifar sjómannskona á Ísafirði. Heyr heyr!

Geir Ágústsson, 11.6.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband