14.4.2012 | 10:52
Glannaleg fullyrðing
Þessi fullyrðing að 75% alls þess áls sem framleitt hefur verið í 123 ár kallar á ítarlegan rökstuðning.
Miðað hvað mikið er unnið úr hrááli og mikið urðað t.d. í BNA þá er fullyrðing þessi ekki sérlega traust. Aðeins í Bandaríkjunum er urðað af einnota álumbúðum magn sem jafnast á við það sem allar álbræðslur á öllum Norðurlöndunum framleiða.
Eg hefi skoðað þessi mál og rtaði grein í Morgunblaðið Hvað verður um áliðnað á Íslandi? Grein þessi birtist 24. maí í fyrra. Engin umræða varð um þetta mál svo einkennilegt sem það er.
Þessi grein fer hér á eftir:
Hvað verður um áliðnað á Íslandi?
Í norðvesturríkinu Washington í BNA er sveitarfélag sem nefnist King County, tæplega 6.000 km2 eða svipað að stærð og Austur-Skaftafellssýsla. Íbúarnir sem eru tæpar 2 milljónir að tölu og búa flestir í borginni Seattle og starfa í Boeing flugvélaverksmiðjunum, við flugsamgöngur einkum í tengslum við Alaska, við Háskólann í Washingtonfylki og við ýmsar heilbrigðisstofnanir sem eru taldar mjög öflugar. Þá eru flutningar og fiskveiðar umtalsverðar.
Það er ekki spurning hvort heldur fremur hvenær Bandaríkjamenn dragi úr þörf sinni á frumframleiðslu áls en talið er að ál sé unnt að endurnýta nánast endalaust ef endurvinnslan skilar sér vel.
Á heimasíðunni http://your.kingcounty.gov er margt forvitnilegt um það sem er að gerast þar vestra hjá Bandaríkjamönnum en Seattle og umhverfi er talin vera mörgum til fyrirmyndar hvað umhverfismál og umhverfisvitund meðal Bandaríkjamanna varðar. Fyrir okkur Íslendinga sem erum mjög háðir áliðnaði er forvitnilegt að vita um aukna vakningu meðal Bandaríkjamanna um umhverfismál. Lengi hefur verið vitað, að í þeim málum hafa þeir verið eftirbátar í mörgu sem við stöndum mun framar. Þannig hefur söfnun og endurvinnsla á einnota drykkjarvöruumbúðum verið hluti af okkar daglegu lífsvenjum undanfarna 2 áratugi eða svo. Bandaríkjamenn eru líklegir til að stíga þetta skref mjög fljótlega. Ekki spurning hvort heldur fremur hvænær. Lítum nánar á heimasíðu King County þar sem vikið er að magni og meðferð sorps.
Árið 2008 er talið að 173.000.000 áldósa hafi verið fargað með því að urða þær ásamt öðru sorpi og rusli. Þetta eru um 80 dósir árlega á hvern íbúa sem verður að teljast fremur lítið miðað við neyslu okkar á Íslandi. Vikið er að því á heimasíðunni að um sé að ræða mjög ámælisverða notkun á dýrmætu hráefni sem er með öllu glatað þegar það er urðað. Unnt væri til dæmis að nýta orkuna fyrir nær 60.000 sjónvarpstæki í heilt ár með því rafmagni sem sparast við endurvinnslu þessa magns af áli. Þetta eru sláandi tölur og hvatt er eindregið til að tekin verði ákvörðun um bætta nýtingu hráefna.
Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga?
Hvergi í heiminum er framleitt jafnmikið af áli á íbúa og hér á landi. Tekjur íslenska þjóðarbúsins af álvinnslu eru gróft reiknaðar nálægt því að vera þriðjungur þjóðartekna, hinir tveir þriðjungarnir koma af ferðaþjónustu og útflutningi af fisk og fiskafurðum.
Ljóst er að þegar Bandaríkjamenn taka upp endurvinnslu á einnota dósum og öðrum umbúðum úr áli, mun draga mjög úr þörf þeirra á frumvinnslu áls. Talið er að í BNA sé meira ál notað í einnota umbúðir drykkjavöru en framleitt er í öllum álverum um norðanverða Evrópu! Hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Er ekki mjög sennilegt að eigendur álbræðslanna hér á landi reyni að bæta rekstrarumhverfið með því að fá rafmagnið á lægra verði og draga úr mengunarvörnum? Þá er sennilegt að þeir reyni að flytja inn ódýrara vinnuafl. Og ef þeim verða ekki að óskum sínum, hóta þeir að loka verksmiðjunum. Allt þetta mun þýða fyrir okkur aukið atvinnuleysi.
Því miður var ofurkapp lagt á, að efla atvinnu hér á landi í skamman tíma með uppbyggingu einhliða atvinnugreina. Og enn heyrast raddir að bjarga íslenska þjóðfélaginu með fleiri álbræðslum!
Ruðningsáhrif álbræðslunnar og Kárahnjúkavirkjunar
Á undanförnum árum hafa ruðningsáhrif einhliða atvinnuuppbyggingar komið berlega í ljós. Við skulum taka eitt dæmi: Barri hefur verið stærsta skógplönturæktunarstöð á Íslandi og var lengi á Egilsstöðum. Í þeirri gríðarlegu þenslu í atvinnulífi á Austurlandi varð þessi stöð að víkja og á svæðinu voru byggðar stórar íbúðablokkir sem nú standa að mestu leyti auðar. Skógræktarstöð á nýjum stað þarf langan undirbúning t.d. við ræktun skjólbelta. Þessi flutningur sem þurfti að ganga hratt yfir, kostaði mikil útgjöld. Áföll bæði vegna bankahrunsins og skjólleysis olli skógræktarstöðinni miklu tjóni. Vonandi tekst að forða þessari mikilvægu starfsemi frá gjaldþroti og að hún gæti fengið að dafna eins og fyrr.
Því miður ber ekki öllum stjórnmálamönnum sú gæfa að vilja byggja upp atvinnulíf á okkar eigin forsendum og þörfum. Lítil og meðalstór fyrirtæki skapa mesta atvinnu. Fjölbreytt atvinnulíf verður síður fyrir áfalli. Áliðnaður er og verður alltaf gagnrýnisverður. Svo gæti farið að álbræðslur hverfi frá landinu rétt eins og síldin forðum.
75% allrar álframleiðslu endurunnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit það bara að það er mikil vakning í Bandaríkjunum um endurvinnslu og í Boston þegar ég var þar fyrir einum tveimur árum og ferðaðist þar var mér sýnt ýmislegt sem þeir telja umhverfisvænt eins og t.d mikil bygging sem var klædd ál plötum sem voru úr endurunnum ál dósum og einnig voru sumar byggingar algjörlega knúnar með sólarorku en þar mátti sjá spegla á þökunum sem eltu sólarganginn og fengu þannig alltaf eins mikla orku frá sólinni og mögulegt er miða við þá tækni sem þekkt er.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 23:39
Sorp hefur verið víða til vandræða. Land verður sífellt dýrara og hjá öllum þróuðum þjóðum er reynt að finna leiðir til aukinnar hagkvæmni.
Bandaríkjamenn horfa sífellt meir til Evrópu hvað þetta varðar. Og sá tími kann að koma að ekki þyki það hagkvæmt að senda hráál til Íslands um langan veg og unnið ál eitthvað til baka, m.a. vegna síhækkandi olíu.
Guðjón Sigþór Jensson, 15.4.2012 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.