22.3.2012 | 16:54
Fjölgun ferðamanna
Ferðaþjónusta er að verða smám saman einn mikilvægasti atvinnuvegur á Íslandi. Þökk sé Eyjafjallajökli, Vatnajökli, Heklu og öllum hinum eldfjöllunum, fossunum og hverasvæðunum að ógleymdu öllu því öðru sem heillar ferðafólkið eins og íslenski hesturinn. Meira að segja marglit bárujárnshúsin á Íslandi eiga sinn þátt í að draga ferðafólk hingað til lands.
Lengi vel var það einungis efnamenn sem komu hingað til lands enda var það ekki möguleiki fyrir neina aðra. Ferðalag hingað tók yfirleitt 5-6 vikur að lágmarki enda tók a.m.k. viku að komast hingað með skipi, oft seglskip og síðar gufuskip. Ferðast var á hestum oftast var reiknað með að gullhringurinn hefðbundnasta dagsferð í dag tæki yfirleitt 5 daga, jafnvel lengur! Á fyrsta degi var riðið austur á Þingvöll, næsta dag að Geysi og þann þriðja að Gullfossi og til baka að Geysi, fjórða dag aftur á Þingvöll og síðasta daginn Aftur til Reykjavíkur. Kosturinn við þessa ferðatilhögun var að hvergi þurfti að fara yfir stórár en almennilegar brýr voru ekki byggðar á íslandi fyrr en skömmu fyrir aldamótin 1900 svo sem kunnugt er.
Árið 1905 komu fyrstu skemmtiferðaskipin. Þau komu frá Þýskalandi á vegum þýska skipafélagsins HAPAG. Þá varð vendipunktur í ferðaþjónustunni og enn erum við að vinna að sömu markmiðunum: að greiða götu ferðamannsins.
Í náinni framtíð verðum við að huga að nýjum áfangastöðum til að sýna ferðamönnunum okkar. Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir um að gera einn óvenjulegasta helli í Evrópu aðgengilegan ferðamönnum: Þríhnjúkagíg hjá Bláfjöllum. Það væri mjög æskilegt að sú framkvæmd kæmist sem fyrst af stað. Þá er Eldfjallagarður á Reykjanesi mjög góð hugmynd en því miður hefur gríðarlegu miklu landssvæði verið spillt af óþörfu. Við eigum að hafa t.d. á Mosfellsheiði útibú frá Húsdýragarðinum í Reykjavík þar sem ferðafólk getur komist í nánd við húsdýrirn okkar og eins þau villtu eins og hreindýr og refi. Oft hefi eg verið spurður sem leiðsögumaður hvar unnt sé að sjá hreindýr. Þau mætti hafa í þar til gerðri girðingu ferðafólki til sýnis og myndunar.
Fossarnir okkar eru einnig margir, jafnvel í næsta nágrenni. Helgufoss, Tröllafoss og Tungufoss eru í Mosfellsbæ, Þórufoss í Kjósarskarði og mögulegt væri að hafa Dynk aflmesta foss í Þjórsá og Háafoss ásamt Hjálparfossi í Þjórsárdal. Og auðvitað eigum við að setja upp náttúrgripasafn í Perluna, ekkert annað!
Möguleikarnir eru fjölmargir. Við verðum að fjölga sem mest möguleikum ferðafólks jafnframt sem straumur ferðamanna eykst jafnt og þétt.
Góðar stundir!
![]() |
Gullni hringurinn pýramídi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 243749
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma Björk og Messoforte og Jóni sterka og margar miss World + Univerce o.s.frv
En jú, Eyjafjallajökull lamaði ALLT og fór ekki framhjá mörgum á plánetnni.
USA var með flottustu útgáfuna " A j a f l y p e r d i g l e"
anna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:42
Flott pistill hjá þér! Takk. Sammála þér með Perluna!
anna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.