Fjölgun ferðamanna

Ferðaþjónusta er að verða smám saman einn mikilvægasti atvinnuvegur á Íslandi. Þökk sé Eyjafjallajökli, Vatnajökli, Heklu og öllum hinum eldfjöllunum, fossunum og hverasvæðunum að ógleymdu öllu því öðru sem heillar ferðafólkið eins og íslenski hesturinn. Meira að segja marglit bárujárnshúsin á Íslandi eiga sinn þátt í að draga ferðafólk hingað til lands.

Lengi vel var það einungis efnamenn sem komu hingað til lands enda var það ekki möguleiki fyrir neina aðra. Ferðalag hingað tók yfirleitt 5-6 vikur að lágmarki enda tók a.m.k. viku að komast hingað með skipi, oft seglskip og síðar gufuskip. Ferðast var á hestum oftast var reiknað með að „gullhringurinn“ hefðbundnasta dagsferð í dag tæki yfirleitt 5 daga, jafnvel lengur! Á fyrsta degi var riðið austur á Þingvöll, næsta dag að Geysi og þann þriðja að Gullfossi og til baka að Geysi, fjórða dag aftur á Þingvöll og síðasta daginn Aftur til Reykjavíkur. Kosturinn við þessa ferðatilhögun var að hvergi þurfti að fara yfir stórár en almennilegar brýr voru ekki byggðar á íslandi fyrr en skömmu fyrir aldamótin 1900 svo sem kunnugt er.

Árið 1905 komu fyrstu skemmtiferðaskipin. Þau komu frá Þýskalandi á vegum þýska skipafélagsins HAPAG. Þá varð vendipunktur í ferðaþjónustunni og enn erum við að vinna að sömu markmiðunum: að greiða götu ferðamannsins.

Í náinni framtíð verðum við að huga að nýjum áfangastöðum til að sýna ferðamönnunum okkar. Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir um að gera einn óvenjulegasta helli í Evrópu aðgengilegan ferðamönnum: Þríhnjúkagíg hjá Bláfjöllum. Það væri mjög æskilegt að sú framkvæmd kæmist sem fyrst af stað. Þá er „Eldfjallagarður“ á Reykjanesi mjög góð hugmynd en því miður hefur gríðarlegu miklu landssvæði verið spillt af óþörfu. Við eigum að hafa t.d. á Mosfellsheiði útibú frá Húsdýragarðinum í Reykjavík þar sem ferðafólk getur komist í nánd við húsdýrirn okkar og eins þau villtu eins og hreindýr og refi. Oft hefi eg verið spurður sem leiðsögumaður hvar unnt sé að sjá hreindýr. Þau mætti hafa í þar til gerðri girðingu ferðafólki til sýnis og myndunar.

Fossarnir okkar eru einnig margir, jafnvel í næsta nágrenni. Helgufoss, Tröllafoss og Tungufoss eru í Mosfellsbæ, Þórufoss í Kjósarskarði og mögulegt væri að hafa Dynk aflmesta foss í Þjórsá og Háafoss ásamt Hjálparfossi í Þjórsárdal. Og auðvitað eigum við að setja upp náttúrgripasafn í Perluna, ekkert annað!

Möguleikarnir eru fjölmargir. Við verðum að fjölga sem mest möguleikum ferðafólks jafnframt sem straumur ferðamanna eykst jafnt og þétt.

Góðar stundir!


mbl.is Gullni hringurinn pýramídi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma Björk og Messoforte og Jóni sterka og margar miss World + Univerce o.s.frv En jú, Eyjafjallajökull lamaði ALLT og fór ekki framhjá mörgum á plánetnni.

USA var með flottustu útgáfuna " A j a f l y p e r d i g l e"  

anna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:42

2 identicon

Flott pistill hjá þér! Takk. Sammála þér með Perluna!

anna (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband