22.3.2012 | 10:39
Er héraðsdómur byggður á kórvillu?
Í máli þessu kemur fram að tré sem gróðursett voru fyrir meira en hálfri öld, beri að fella!
Þá kemur einnig fram, að fjölbýlishús hafi verið byggt fyrir tæpum 20 árum og að íbúi í því hafi krafist fyrir dómi að trén á næstu lóð verði að víkja!
Hvernig má það vera, að íbúi fjölbýlishúss hafi meiri rétt en grenitré handan lóðarmarka? Voru grenitrén gróðursett of nálægt lóðamörkum og í trássi við þágildandi byggingareglugerð? Dómurinn byggir á núgildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 þar sem nokkuð stífar reglur gilda um þessi atriði? Með því að vísa í þessa reglugerð frá 1998 er verið að gera ákvæði hennar afturvirka sem nær ekki nokkurri átt!
Það hefur verið dæmigerð lenska hér á landi að fara í mál út af minnsta tilefni og valda jafnvel grönnum sem mestan skaða og álitshnekki.
Sækjandi í þessu máli vissi eða mátti vita af þessum meinta annmarka þegar hann kaupir íbúð í fjölbýlishúsinu. Honum mátti vera ljóst að trén njóta verndar og virðingar.
Vörnin byggist á því að grenitrén séu eign sem varin er af stjórnarskránni sem eiganda er ekki skylt að láta af hendi. Í dag njóta gömul tré verndar og má ekki fella þau nema með mjög ströngum skilyrðum.
Spurning er hvort í þessu tilfelli hefði ekki mátt finna lausn sem gæti hugnast báðum sjónarmiðum. Greinar gamalla trjáa má saga nokkra metra upp eftir stofninum eftir því sem þau vaxa enda leita þau upp til birtunnar. Eftir sem áður veita þau mikið skjöl og öllum yndi m.a. eru gömul grenitré athvarf margra fugla.
Grenitrén eiga mína samúð sem og alls þess fólks sem ann trjágróðri.
Þessum héraðsdómi verður að áfrýja til Hæstaréttar og hnekkja. Hann virðist vera byggður á meinlegri kórvillu.
Dómurinn er á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201002126&Domur=3&type=1&Serial=1&Words
Góðar stundir!
Skylt að fjarlægja grenitré | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er einkennilegt hvað tré eru íslendingum mikið hjartans mál. Þessar plöntur sem vaxa um allt eins og illgresi víðasthvar annarstaðar en á Íslandi.
Baldur Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 12:10
Er þá ekki um að gera að passa uppá þessi fáu tré sem hér eru? Mér finnst þessi dómur algjörlega út í hött!
Jóhann Ólafur (IP-tala skráð) 22.3.2012 kl. 12:49
Baldur:
Á meira en hundrað árum hafa verið gróðursett tré í um það bil þriðjung af prósent af yfirborði alls Íslands eða nálægt 40.000 hektara (400 ferkm). Það telst ekki mikið í samanburði við aðrar þjóðir. Skotar sátu uppi með áþekka rányrkju náttúrugæða og við og var staða mála þannig að fyrir 100 árum voru skoskir skógar komnir niður í 1% af yfirborði Skotlands eða eins og var hjá okkur. Nú þekja skoskir skógar nálægt 20% og er stefna yfirvalda að koma skógunum í 25%. Á meðan erum við með innan við 1,5% skógarþekju landsins í dag!
Ef við viljum binda CO2 þannig að útkoman sé 0, þ.e. hvorki bætist við eða eyðist magn koltvísýrings í náttúru landsins þurfum við að koma skógunum okkar upp í um 1.000.000. hektara (um 10% skógarþekju landsins) þ.e. nálægt tífalda útbreiðslu núverandi skóglendi.
Tré sem náð hefur hálfri öld í aldri er mjög mikilvægt. Það tekur mannsaldur að vaxa en tekur ekki nema nokkrar mínútur að höggva það! Við eigum að fara mjög varlega í að fella gömul tré í þéttbýli enda væru varla eitt einasta tré lifandi ef fara ætti eftir sjónarmiðum allra þeirra sem vilja ekki hafa þessa tegund lífvera nálægt sér. Sagt er að við getum hvorki valið okkur foreldra né nágranna en fólk verður að skoða vel umhverfið áður en það tekur ákvörðun um að festa kaup á íbúð. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk geti sveigt kröfur sínar að það geti krafist að nánasta nágrenni sitt verði eftir sjónarmiðum þess. Af hverju valdi fólkið þennan stað?
Jóhann: Er þér hjartanlega sammála.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2012 kl. 13:37
Þú talar um að við getum ekki valið okkur foreldra eða nágranna og þar hittir þú naglann á höfuðið. Fólk getur svo sannarlega verið óheppið með nágranna. Systir mín keypti sér raðhús í grónu hverfi í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Hún valdi þennan stað af því að húsnæðið hentaði hennar þörfum, staðsetning var góð út frá atvinnu hennar og skóla barna hennar og hún réði við kaup á húsnæðinu. Á þeim árstíma sem hún er að skoða húsnæðið gat hún ekki áttað sig á að tvö hávaxin tré í næsta garði yrðu þess valdandi að sólar nyti ekki nema að litlu leiti í garðinum á sumrin við húsið sem hún festi síðan kaup á.
Eftir að þetta kom í ljós óskaði hún eftir því við nágranna sína að þau lækkuðu og minnkuðu umfang trjánna svo börnin hennar þyrftu ekki að híma í skugga þann stutta tíma sem sumars nýtur á okkar ísa kalda landi. Nágrannarnir tóku henni heldur fálega og töldu ekki ástæðu til að gera nokkuð. Á þessum árum sem hún hefur búið þarna hefur hún ítrekað reynt að benda þeim á þau neikvæðu áhrif sem trén þeirra hafa sólarljós í garðinum hennar en viðbrögð þeirra urðu vægast sagt ofsafengnari með hverju árinu og aðeins einu sinni fékk hún í gegn að þau snyrtu lítillega utan af trjánum og það eftir mikinn eftirrekstur. Um er að ræða ösp og grenitré sem þar að auki hafa hækkað verulega á þessum árum og vandamálið aukist í samræmi við það.
Rétt er að nefna að garðurinn sem um ræðir í báðum tilfellum er afar smár og þessar trjátegundir eiga engan rétt á sér í svona litlum görðum. Rétt er líka að taka fram að hún fór aldrei fram á að þau yrðu fjarlægð heldur aðeins löguð til af tillitsemi við hana og börn hennar. Að síðustu er rétt að taka fram að hún er síður en svo andstæðingur trjágróðurs í görðum.
Nú spyr ég, finnst ykkur virkilega mikilvægara að risavaxin tré fái að halda sér í smágörðum en að heil fjölskylda fái notið sólarglætu og útivistar í garði sínum yfir hásumarið? Er systir mín erfiði nágranninn eða fólkið með trén sem vill ekkert tillit taka til hagsmuna annarra?
Skógrækt er mikils virði og á að stunda þar sem pláss er fyrir þau tré sem sett eru niður. Gerð voru mistök í mörgum húsagörðum um land allt og gróðursett allt of há og þéttvaxin tré í litlum görðum. Eiga væntanlegir nágrannar þeirra sem hafa umráðarétt yfir slíkum trjám að gjalda fyrir þessi mistök um aldur og ævi?
Þessi dómur er mikilvægur í réttindabaráttu þeirra sem búa við ofríki nágranna af þessu tagi!!
Dísa (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:47
Sæl Dísa
Nú veit eg ekki til þessa tilviks sem þú nefnir. Stór tré eiga ekkert erindi í litla garða, þar erum við sammála. Skynsamlegt er að finna ásættanlega leið sem báðir aðilar geta verið sáttir um. Rétt er að leita sem ódýrustu leiða, t.d. leita til Skógræktarfélags Íslands en á þeim bæ er kappkostað að finna hagkvæmra og góðra leiða að leysa mál sem þessi farsællega áður en farið er út í leiðindi og óþarfa kostnað eins og gerðist í Kópavoginum. Þannig er unnt að saga neðstu greinar grenitrjáa, jafnvel nokkuð hátt upp með stofninum. Aspir þarf hins vegar að fjarlægja enda eru þær hávaxnasta illgresi sem erlend tengdamóðir mín kvaðst hafa séð hjá okkur og undraðist hún mikið hversu Íslendingar væru hrifnir af öspinni sem er skógartré en ekki garðtré.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 17.5.2012 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.