Pólitískt hugrekki byggða á skynsemi!

Gjaldeyrishöftin hafa dregið margt einkennilegt fram. Þannig tókst bröskurum að koma hluta af orkulindum þjóðarinnar í hendur erlendra aðila. Geysir Green Energy og REI virðast hafa verið fyrirtæki stofnað í þeim eina tilgangi að hafa fé af venjulegu fólki og lífeyrissjóðunum til að braska með.

Nú þarf Seðlabankinn og stjórnvöld að fara vel og vanda yfir þetta mál, meta áhættuna og kostina og taka í framhaldi skynsamlega ákvörðun! Jón Daníelsson hefur yfirleitt reynst mjög varkár hagfræðingur þó svo að mörgum finnst hann setja stundum fram glannalegar yfirlýsingar. Hugmynd hans um gjaldeyrisuppboð er mjög skynsamleg enda byggist hún á góðum og gildum rökum.

Ljóst er, að efnahagur Íslendinga er þokkalega góður þrátt fyrir allt. Verðmæti útflutnings hefur verið meiri en innflutnings. Tekist hefur að verulegu leyti að rétta af þá slagsíðu sem Þjóðarskútan fékk á sig með bankahruninu. Nú er ásættanlegur jöfnuður milli útflutningsgreina og innflutnings sem við verðum að reyna að takmarka sem mest og miða við raunverulegar þarfir okkar. Óþarfa lúxús og bruðl þarf að stoppa af sem mest enda unnt að spara umtalsverðan gjaldeyri.

Hver er áhættan af að afnema gjaldeyrishöftin? Hverjir hafa hagnað af gjaldeyrishöftunum? Ætli það séu ekki braskaranir?

Góðar stundir!


mbl.is Hægt að afnema höftin á 3 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband